Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 40

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 40
40 Í Ú T L Ö N D U M Gott að búa í Seattle Jóhann lætur vel af því að búa í Bandaríkjunum, þó svo að hann viðurkenni að til að byrja með hafi hann átt erfitt með að venjast því að vera svo fjarri sínu fólki á Íslandi. Og hann orðar það svo að fyrstu fimm árin hafi hann alltaf verið á leiðinni heim. „En það er gott að búa í Seattle og við Ís- lendingarnir sem þar erum höld- um vel saman og hittumst oft. Til dæmis erum við alltaf með þorrablót seinnipartinn í febrúar og sömuleiðis höldum við upp á 17. júní og sláum upp jólaballi í byrjun desember,” segir Jóhann. Seattle er stærsta sjávarútvegs- borgin í Bandaríkjunum. Jóhann segir að sjómennskan heilli sig alltaf og því sé gott að búa í Seattle, þar sem sjávarútvegurinn sé umfangsmikil atvinnugrein. Gaman sé að fylgjast með togur- unum og lífinu á hafnarsvæðinu. „Stærsti markaðurinn okkar er í Seattle og þar erum við trúlega með okkar búnað um borð í 120 skipum,” segir Jóhann. Á gæsaveiðar í Skagafirði Foreldrar Jóhanns og fleiri ætt- menni búa á Siglufirði og því segist hann koma heim til Íslands á hverju ári. Til dæmis hafði hann viðkomu hér fimm sinnum á síðasta ári. Oft liggur reyndar beint við að koma við á Íslandi þegar leið Jóhanns liggur í höfuð- stöðvar Rapp Marine Group í Bodö í Noregi, en að vonum þarf hann oft að koma þangað, síðast lá leið hans til Noregs um miðjan janúar. „Það er reyndar orðinn fastur liður að koma heim á haustin til þess að skjóta gæsir. Síðastliðið haust kom ég til dæm- is ásamt sjö viðskiptavinum Rapp Hydema á gæsaveiðar í Skaga- firði. Þessar ferðir eru farnar að spyrjast út meðal viðskiptavina okkar fyrir vestan og nú vilja fleiri koma í þessar gæsaveiðferðir en við getum annað,” segir Jó- hann og brosir. Jóhann segist fúslega viður- kenna að hann hafi alltaf jafn gaman af því að koma heim til Siglufjarðar. „Sigló er alltaf heim,” segir hann. „Ég fylgist vel með á Íslandi, bæði fæ ég blöð að heiman og fer inn á netið og les fréttir um íslensk málefni,” segir siglfirski framkvæmdastjórinn í Seattle. Það er orðinn fastur liður að Jóhann komi að haustlagi til Íslands með nokkra af viðskiptavinum Rapp Hydema í þeim megintilgangi að skjóta gæsir. Þessi mynd var tekin sl. haust í slíkum veiðitúr í Skagafirði. Jóhann Sigurjónsson við skipið Ocean Bounty, sem var gert út frá Seattle í Bandaríkjunum. Myndin er tekin í Seward í Alaska árið 1985.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.