Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 42

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 42
V É L A R 42 Aukin áhersla á sparneytni og að draga úr umhverfismengun - segir Magnús Pétursson hjá Vélum og skipum, sem m.a. selja Wärtsilä skipavélar „Við erum m.a. að selja finnsku Värtsilä skipavélarnar sem hafa reynst mjög vel hér á landi. Við höfum orðið góða reynslu af Wärtsilä og erum búnir að selja 27 slíkar vélar. Vélarnar eru allt frá 1000 hestöflum og upp úr,” segir Magnús Pétursson hjá Vél- um og skipum hf. í Reykjavík, en meðal skipa þar sem Värtsilä vél- arnar hafa verið settar niður í má nefna Frera RE, Faxa RE, Vil- helm Þorsteinsson EA og Hólma- borg SU. Þessar finnsku vélar eru hér á landi eingöngu í stærri fiskiskip- unum, en einnig hafa Vélar og skip selt sænskar Scania vélar í minni báta. Magnús segir að fyr- irtækið sé ekki aðeins með sölu á þessum tegundum skipa- og bátavéla, einnig sjái það um þjónustu- og viðgerðarþáttinn. Af átta starfsmönnum hjá fyrir- tækinu eru þrír starfsmenn sem sinna þessum viðhalds- og þjón- ustuverkefnum út um allt land. Mest af þeirri vinnu fer fram um borð í sjálfum skipunum, en einnig er aðstaða til þess að taka einstaka vélarhluti til viðgerða á sérhæfðu verkstæði Véla og skipa í Reykjavík. Og raunar kemur það einnig annað slagið fyrir að starfsmenn fyrirtækisins eru fengnir af Värtsilä til þess að sinna viðhaldsverkefnum í fjar- lægum löndum, til dæmis niður í Arabalöndum. Þessar óskir finnska framleiðandans eru til marks um að íslenskir vélstjórn- endur og viðgerðarmenn standa mjög framarlega. Magnús segir að vissulega sé eftirlit og viðhald með slíkum vélum sérhæfð vinna og sú reynsla sem starfsmenn sín- ir hafi aflað sér í þeim efnum sem afar mikilvæg og dýrmæt. Markvisst viðhald mikilvægt „Það er ekki hægt að segja að þessar vélar bili mikið. Ef rétt er staðið að viðhaldi á þeim endast þær mjög lengi,” sagði Magnús. Hann bendir á að þróun í skipa- vélum sé í þá átt að gera þær sparneytnari og umhverfisvænni, ef svo má segja. Til mikils sé að vinna því öflugustu skipin fari með umtalsvert magn af olíu á hverjum einasta sólarhring og því skipti hvert prósent sem unnt sé að ná eyðslunni niður gríðarlega miklu máli í heildardæminu. Magnús segir að þróun í átt til aukinnar sparneytni megi merkja í nýju gerðinni af vélinni frá Wärtsilä, sem beri númerið 32, og þá sé víða erlendis greinilega aukin áhersla á umhverfisþáttinn, þ.e. að dregið sé eins og kostur er úr útblástursmengun skipanna. Magnús segir að hugsun okkar Ís- lendinga sé eilítið á eftir öðrum þjóðum í þessum efnum, en í sín- um huga sé ljóst að á næstu árum verði tækniframfarir varðandi vél- ar í þá átt að minnka umhverfis- mengunina. Milli jóla og nýárs efndu vél- stjórar á kaup- og fiskiskipum í samvinnu við Vélar og skip til fræðslufundar um ýmislegt er lýtur að viðhaldi véla og hvernig mætti ná fram sparnaði í olíu- eyðslu. Leiðbeinendur á nám- skeiðinu voru tveir sérfræðingar frá Wärtsilä/Wichmann verk- smiðjunum í Noregi. Ný gerð af skrúfuhring „Ég vil einnig nefna að við erum með nýja gerð af skrúfuhring frá Värtsilä. Þetta er svokallaður HR-skrúfuhringur og hann gefur 5% betri nýtingu en aðrir skrúfu- hringir. Meðal kosta sem þessi nýjung hefur er að það dregur verulega úr titringi og það ábyrgjast framleiðendur. Þetta er atriði sem er mikilvægt fyrir skipin, ekki síst þau sem eru á uppsjávarveiðum,” segir Magnús. Vélar og skip hf. selja ýmislegt annað en aðalvélar í skip. Nefna má Scania ljósavélar og Brunvoll hliðarskrúfur, sem fyrirtækið hef- ur verið með í sölu í um eitt ár. Tveir af starfsmönnum Véla og skipa, Þorsteinn Friðriksson, sölustjóri, og Björgvin Karlsson, vélfræðingur. Mynd: Sverrir Jónsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.