Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 43

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 43
43 „Við seljum mest stýrisvélar, sjálfstýringar og dælusett og sjá- um um þjónustu á þessum þátt- um,” segir Tryggvi V. Trausta- son, eigandi og framkvæmda- stjóri Stýrivélaþjónustunnar í Hafnarfirði, en fimm starfsmenn starfa hjá því fyrirtæki. „Það er kannski ekki hægt að orða það svo að mikið sé um nýj- ungar í þessum geira frá ári til árs. Þó má segja að það eru annað slagið að koma fram einhverjar nýjungar í sjálfstýringum og helst í þá veru að þær eru í aukn- um mæli tengdar GPS tækjum og tölvum. Áður var þetta gyro- og segulkompásastýrt,” segir Tryggvi. Stýrisvélarnar, dælusettin og sjálfstýringarnar sem Stýrivéla- þjónustan flytur inn eru af gerð- inni Scan-Stererina APS. frá Dan- mörku og fyrirtækið selur einnig vörur frá fleiri aðilum. „Já, við flytjum inn nokkur vörumerki og þjónustum okkar viðskiptavini. Einnig höfum við farið út í aðra hluti eins og alla almenna renni- smíði og viðgerðarvinnu. Við erum að þjónusta alla „flóruna”, allt frá stærri kaupskipum og niður í litla báta,” segir Tryggvi. „Við höfum sérhæft okkur í stýri- kerfum skipanna, bæði dæli- stöðvum og sjálfstýringum. Um 90% af okkar vinnu tengist þessu og við erum á ferðinni um allt land til þess að þjóna okkar við- skiptavinum. Þetta er nokkuð sérhæfð vinna. Þó má segja að þetta sé kannski ekki mjög flókið þegar menn hafa tileinkað sér vinnubrögðin, en þau þarf að læra og þeir menn sem vinna hérna hafa safnað mikilli verkreynslu og þekkingu sem nýtist vel,” segir Tryggvi. Tölvutengdar sjálfstýringar Það er ljóst að í þessum geira vél- búnaðar um borð í fiskiskipum verður ör þróun eins og í öðru. Tryggvi segist sjá það fyrir að menn muni leggja áherslu á framþróun í hugbúnaðinum varð- andi sjálfar sjálfstýringarnar. Tölvutæknin sé alltaf í ríkari mæli að koma til skjalanna hvað þetta varðar og sú þróun muni ef- laust halda áfram. Tryggvi segir að í raun sé ekki mikið um það sem kalla megi bilanir í þessum búnaði, miklu fremur sé um eðli- legt viðhald að ræða. „Þetta er vélbúnaður sem þarf sitt viðhald eins og gengur. Til dæmis þarf að passa að skipta um þéttingar og huga að öðru venjubundnu við- haldi,” sagði Tryggvi. Samstarf við Trefja ehf. um smíði trefjahurða Garðar Sigurðsson stofnaði þetta fyrirtæki fyrir meira en aldar- fjórðungi, en fyrir hálfu öðru ári festi Tryggvi V. Traustason kaup á því. Tryggvi hafði starfað við það árum saman og var því vel kunnugur öllum þráðum þess. Auk þjónustu í tengslum við stýrisvélar og skyldan búnað hef- ur Stýrivélaþjónustan ehf. í sam- starfi við Trefja ehf. í Hafnarfirði smíðað og selt sjóþéttar trefja- hurðir um borð í fiskiskip, sem viðurkenndar eru af Siglinga- stofnun. „Trefjar smíða sjálfar hurðirnar, en við sjáum m.a. um að smíða karmana og snerlana. Þessi smíði keppir við innflutn- ing, en okkur hefur gengið ágæt- lega á markaðnum. Menn taka gjarnan svona hurðir þegar verið er að endurnýja hurðir um borð í eldri bátum, enda eru þær mun léttari en gömlu stálhurðirnar. Samkvæmt stöðlum eru trefja- hurðir heimilaðar allsstaðar um borð í skipunum nema fyrir vél- arrúm, en þar kveður reglugerðin á um stálhurðir,” segir Tryggvi. Eitt af þeim verkefnum sem Stýri- vélaþjónustan kemur að í samstarfi við Trefja ehf. er framleiðsla trefja- hurða um borð í fiskiskip. Tryggvi V. Traustason, eigandi og fram- kvæmdastjóri Stýrivélaþjónustunn- ar, er hér við eina slíka. Mynd: Sverrir Jónsson. Stýrivélaþjónustan ehf. í Hafnarfirði: „Höfum sérhæft okkur í stýrikerfum skipa“ Þ J Ó N U S T A

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.