Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 44

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 44
44 N Ý T T F I S K I S K I P Ármann Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Ingimundar hf., sem gerir Helgu RE út, segist vera vel sáttur við útkomuna, þetta sé vel smíðað og glæsilegt skip. „Já, þetta er mjög fallegt skip og ég fæ ekki betur séð en að vel hafi verið vandað til smíðinn- ar og alls frágangs. Ég tel að lyk- ilatriðið í því hafi verið að við höfðum eftirlitsmenn á smíðastað til þess að fylgjast með því að allt væri unnið vel og samviskusam- lega eftir settum reglum,“ sagði Ármann. Á veiðar um miðjan febrúar Helga RE-49 tekur um 65-70 tonn í körum í lest (lestin rúmar 184 440 lítra ker) og segir Ár- mann að ætlunin sé að selja afla hennar á mörkuðum og í gáma. „Við erum með kvóta upp á um 1600 tonn í þorskígildum, sem ég held að megi segja að sé mjög gott fyrir ekki stærra skip,“ segir Ármann. Ellefu manns verða í áhöfn Helgu RE-49 og verður Geir Garðarsson skipstjóri. Gert er ráð fyrir að Helgan fari á veiðar um miðjan febrúar þegar öllum loka- frágangi verður lokið. Smíði Helgu RE tók rúm tvö ár í Kína, sem er meira en helm- ingi lengri smíðatími en gert var ráð fyrir. „Smíði svona fiskiskipa virtist vera nýmæli fyrir Kínverj- ana, enda var þessi skipasmíða- stöð áður fyrst og fremst í því að smíða herskip. En Helgan er síð- ust í röð íslenskra fiskiskipa sem stöðin smíðaði í þessari lotu og ég tel að Kínverjarnir hafi aflað Vel smíðað og glæsilegt skip - segir Ármann Ármannsson, framkvæmdastjóri Ingimundar hf. Nýjasta skip flotans, ferskfiskskuttogarinn Helga RE-49, kom til heima- hafnar í Reykjavík 23. janúar sl. eftir hálfs annars mánaðar siglingu frá Kína. Skipið var smíðað í Huangpu Shipyard skipamíðastöðinni í Gu- angzhou, þar sem nokkur skip sem bæst hafa á undanförnum mánuð- um í íslenska fiskiskipaflotann hafa einnig verið smíðuð. Síðast kom Björn RE frá Guangzhou, en Helgan er smíðuð eftir sömu teikningu og er um flest eins og Björn RE. Mynd: Sverrir Jónsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.