Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 45

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 45
45 N Ý T T F I S K I S K I P sér þeirrar reynslu sem þurfti til að skila vandaðri smíði á Helg- unni,“ segir Ármann Ármanns- son. Aflvísir skipsins undir 1600 SkipaSýn ehf. í Reykjavík hann- aði Helgu RE-49. Sævar M. Birg- isson, skipatæknifræðingur hjá SkipaSýn, segir að við hönnun á Birni RE og Helgu RE hafi í raun verið farið inn á töluvert nýja braut sem hönnuðir fyrir- tækisins bindi miklar vonir við í framtíðinni. Grunnhugsun í hönnuninni hafi verið sú að afl- vísir skipsins væri lægri en 1600, en nánar tiltekið er hann 1598 í Helgu RE. „Skrokklagið á þess- um skipum er mjög sérstakt og við bindum miklar vonir við þetta form á togskipum í fram- tíðinni. Að hluta til vorum við líka með þetta skrokklag í haf- rannsóknaskipinu Árna Friðriks- syni. Kjölur skipanna er mjög djúpur og vélin liggur óvenju neðarlega og er hugsunin ekki síst sú að skipin séu mjög rás- föst,“ segir Sævar. Aðgerðarkerfi Helga RE-49 er 28,9 m togskip, útbúið til botntrollsveiða. Vinnslukerfi skipsins tekur mið af því að gera að, flokka og geyma ferskan fisk. Micro hf. í Kópavogi smíðaði aðgerðarkerfi skipsins og hannaði í samstarfi við eiganda þess og SkipaSýn. Eins og áður segir var skipið smíðað í Guangzhou í Kína og var afhent Ingimundi hf. 1. des- ember 2001. Þann 9. desember sigldi skipið úr höfn í Gu- angzhou áleiðis til Reykjavíkur. Helga er flokkuð samkvæmt stöðlum Siglingastofnunar og Det Norske Veritas,flokkur +A1A, Stern Trawler ICE-C. Bolur skipsins er styrktur sam- kvæmt ICE-B. Vindubúnaður Allur vindubúnaður í skipið er frá Gróttu hf. af gerðinni Rapp Hydem. Þessi spil eru: Tvær tog- vindur TWS 5020 - átak 27 tonn, fjórar grandaravindur SW 1200 - átak 9,5 tonn, pokavinda GW-680 - átak 6,7 tonn, úthal- aravinda GW-680 - átak 6,7 tonn, tvær bakstroffuvindur GW 200 - átak 1,9 tonn, gilsavinda GW-1200 - átak 9,5 tonn, nettromma/gilsavinda GW-1200 - átak 9,5 tonn og akkerisspil MW-7,5/201. Með vindunum fylgir fullkomin „Auto-troll“ búnaður af tegundinni PTS- Pentagon frá Rapp Hydema. Fjarskiptabúnaður Eftirfarandi fjarskiptabúnaður frá Brimrúnu hf. er um borð í Helgu RE: Furuno A-2 GMDSS fjar- skiptaborð, Furuno FS-1562-25 MF/HF talstöð, Furuno DSC-6, stjórnstöð fyrir stafrænt valkall, Furuno FM-8500 VHF talstöð með stafrænu valkalli, Furuno PR-850 spennugjafi, Furuno Felcom-12 Immersat-C gervi- tunglafjarskiptabúnaður, Furuno FM-2520 VHF talstöð, Furuno FAX-207 veðurkortamóttakari, Furuno N X-500 veðurskeyta- móttakari, Skanti VHF-9110 neyðarhandtalstöðvar og Mc Murdo E3 EPIRB neyðarbauja. Siglingatæki Siglingatæki í skipinu eru líka af gerðinni Furuno frá Brimrúnu hf. Tækin eru eftirfarandi: Furuno FR-2115 X-band ARPA ratsjá, Furuno ARP-26 mini-ARPA fyrir FR-2115 ratsjá, Við óskum útgerð og áhöfn Helgu RE-49 til hamingju með nýtt og glæsilegt skip Sími 562 4160 Fax 562 6042 Grótta ehf Fiskislóð 77

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.