Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 50

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 50
50 Geirnyt er hausstór og fremur sérstakur brjóskfiskur. Kjaftur hennar er smár og liggur neðan á miðjum haus og í honum eru samvaxnar tennur. Geirnytin er þykkust þar sem haus og bolur mætast og mjókkar aftur og endar í löngum mjóum halaþræði sem gengur úr sporði. Bakuggar eru tveir, sá fremri er hár, þrí- strendur og með hvassan gadd fremst en aftari bakuggi er lang- ur og lágur. Raufaruggi er einnig lágur og eyruggar mjög stór- ir. Aftur úr kviðuggum hænganna gengur þrískiptur limur og á einum þeirra er angi með broddóttum hnúð á enda. Roð er slétt og hreisturlaust en rák er greinileg frá hala og fram á haus þar sem hún skiptist í margar greinar. Geirnytin er brúnleit að ofan, silfurgrá eða bronslituð á hlið- um en hvít að neðan. Hún getur orðið nokkuð stór, allt að 150 cm að lengd en lengsta geirnyt sem veiðst hefur hér við land var 110 cm löng. Algengust er hún þó um 70-95 cm. Heimkynni geirnytjar er í Norðaustur-Atlantshafi frá Norð- ur-Noregi og suður með strönd Noregs inn í Kattegat og Skagerak. Hún er í norðanverðum Norðursjó, vestan Bret- landseyja, við Færeyjar og Ísland. Hún er í Biskajaflóa, við Spán og Portúgal, inn í Miðjarðarhafið og allt suður til Marokkó, Asóreyja og Madeira. Við Ísland er geirnyt við suðaustur-, suður- og suðvestur- ströndina, vestur í Breiðafjörð. Geirnyt er botnfiskur sem heldur sig á leirkenndum botni og veiðist á 50-1000 metra dýpi. Fæða hennar er aðallega alls kon- ar skeldýr, krabbadýr og ormar en einnig slöngustjörnur, sæfífl- ar og smáfiskar. Hrygning á sér stað að vori eða sumri og eggin festast við botninn. Við klak er afkæmið um 11 cm og líkist foreldrum sínum. Áður fyrr töldu sumir geirnytina eitraða og var henni oftast nær hent úr afla. Innyfli og lifur eru mjög feit og gætu verið varhugaverð til neyslu. Á síðari árum hefur geirnyt verið hirt en aflinn ekki mjög mikill. Reynt hefur verið að koma henni í sölu erlendis og hafa Frakkar verið aðal kaupendurnir. Chimaera monstrosa Geirnyt F R Ó Ð L E I K U R O G S K E M M T U N K R O S S G Á T A N

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.