Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 9

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 9
9 finna eitthvað að gera í landi. Ég starfaði sem vélstjóri á gamla Snæfellinu öll síldarárin en eftir að ég lauk námi við Vélskólann og síðan smiðjunámi í Slippstöð- inni fór ég til sjós hjá Útgerðarfé- lagi Akureyringa. Til að byrja með fór ég til Færeyja og náði í Svalbak sem fyrsti vélstjóri. Og fyrir orð Vilhelms Þorsteinssonar fór ég síðan til Spánar og fylgdist með smíðinni á Kaldbaki síðustu mánuðina og þegar heim var komið varð niðurstaðan sú að ég varð fyrsti vélstjóri á skipinu,“ segir Freysteinn og rifjar upp sjó- mennskuferilinn. Að tala sama tungumál og sjómennirnir Þessi sjómennskureynsla kemur Freysteini mjög vel í starfi hans hjá Síldarvinnslunni. Fyrstu níu árin eystra var hann verksmiðju- stjóri í loðnubræðslunni, en síð- ustu sjö ár hefur hann gegnt starfi útgerðarstjóra fyrirtækisins, sem þýðir að hann er í mjög nánu sambandi við sjómennina. Frey- steinn játar því að mikilvægt sé að tala sama tungumál og sjó- mennirnir og þeir sem vinni við sjávarsíðuna. „Það skiptir öllu máli að hafa þessa beintengingu við þá sem vinna um borð í skip- unum,“ segir hann. Breytt útgerðarmynstur Sjómannadagurinn er sem kunn- ugt er fyrsti sunnudagurinn í júní. Þetta er lögboðinn frídagur sjómanna og lagabókstafur og samningar segja að skipin verði að vera í landi í 72 klukkustund- ir eða þrjá sólarhringa. Á undan- förnum árum hefur verið vaxandi þungi í þeirri umræðu að rétt sé að færa sjómannadaginn til, enda sé nú til dags afleitt að skipunum sé siglt til hafnar á þessum tíma árs, þegar úthafskarfaveiðin sé í hámarki og sömuleiðis veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Freysteinn Bjarnason segist vel kannast við þessar raddir og hann er því sammála að menn ættu í fullri alvöru að taka þetta mál til skoðunar. „Ég get nefnt sem dæmi að í fyrra voru íslensku uppsjávarveiðiskipin stödd á þessum tíma sex til sjöhundruð sjómílur norðaustur í hafi og vegna sjómannadagsins var eitt skipa okkar hjá Síldarvinnslunni um tíu daga frá veiðum. Þetta skip fékk síldarafla á laugardegi, viku fyrir sjómannadag og hing- að var það komið á mánudegi. Vegna sjómannadagsins var alltof seint að sigla skipinu aftur 6-700 sjómílur norður í haf og það fór því ekki út aftur fyrr en á mánu- degi eftir sjómannadag og var komið á miðin á miðvikudegi. Ég vil að gerð verði þjóðarsátt um það að sjómannadagurinn verði færður til og það mætti þess vegna gera það sama með sumardaginn fyrsta og jafnvel 1.maí. Þessir frídagar yrðu teknir út í kringum verslunarmanna- helgina og þannig fengju lands- menn allt að einnar viku frí. Það er hvorki vilji sjómanna né út- gerðarmanna að fella niður sjó- mannadaginn, en ég tel fulla ástæðu til þess að menn skoði í fullri alvöru að færa daginn til. Ég heyri að það er bæði vilji út- gerðarmanna og sjómanna til þess. Tímasetning sjómannadags- ins var miðuð við það að vertíðin væri búin og allir komnir heim að henni lokinni. Útgerðar- mynstur í landinu er gjörbreytt frá því sem áður var og ég tel að menn verði að taka mið af því,“ segir Freysteinn Bjarnason. „Ég get kannski ekki sagt að ég sakni sjómennskunnar á þann hátt að ég líði nein ónot út af því. Ég kannast ekki við þessa þekktu sjómennskubakteríu sem sumir eru haldnir,“ segir Freysteinn Bjarnason.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.