Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 12

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 12
Sjómannadagurinn í Grímsey er jafnan mikill hátíðisdagur, enda snýst lífið í eynni um sjósókn og fiskvinnslu. Eftir hádegi á sjómannadaginn er hátíð á hafnarsvæðinu í Gríms- ey þar sem línu er skotið milli lands og bryggju og menn reyna fyrir sér í ýmsum þrautum. Koddaslagur er hápunkturinn og margur Grímseyingurinn fær það óþvegið í þessu ati. Í fyrra tóku Geir Haarde, fjármálaráðherra, og Halldór Blöndal, forseti Alþingis, þátt í sjómannadeginum í Gríms- ey, m.a. í koddaslagnum, með ógleymanlegum árangri! Að lokinni hafnarhátíðinni er jafnan efnt til pylsuveislu og sjá kiwanismenn um hana. Síðan takast landmenn og sjómenn á í fótbolta og sjómannadagskaffi er þar á eftir í félagsheimilinu. Þá má ekki gleyma sjómannaballinu, sem er annað hvort að kvöldi laugardags eða sunnudags, það fer þó allt eftir því hvenær hljóm- sveitir geta komið úr landi til þess að spila fyrir dansi. Um 40 bátar í eynni Að undanförnu hefur verið bæri- leg veiði hjá smábátum Grímsey- inga, en í vetur hafa veiðarnar gengið upp og ofan, að sögn Guð- laugs Óla Þorlákssonar, sjómanns í Grímsey. Bátunum í Grímsey hefur fjölgað á síðustu misserum og telur Guðlaugur Óli að þeir séu nú orðnir um fjörutíu talsins. „Dagabátunum hefur verið að fjölga að undanförnu,“ segir Guð- laugur Óli. „Það hefur verið ágætis afli á línu og þessa dagana eru menn að byrja á færum,“ sagði hann. Einungis um þriðjungur afla Grímseyjarbáta er unninn í eynni. Bróðurpartur aflans er seldur á fiskmörkuðum eða þá að menn eru í viðskiptum við ákveðin fisk- vinnslufyrirtæki í landi. Til dæm- is kaupir saltfiskvinnslufyrirtækið GPG á Húsavík töluvert af fiski af Grímseyjarbátum. Norðanhretið seinkaði eggjatökunni Í venjulegu ári byrjar eggjataka í björgunum í Grímsey jafnan um 10. maí, en í ár var annað uppi á teningnum. Norðanhret fyrripart maí gerði það að verkum að fyrsta varpið misfórst að miklu leyti og því má segja að eggjatakan hafi ekki hafist að gagni fyrr en um 20. maí. „Það er vissulega alltaf mikil stemning í kringum eggja- tökuna. Núorðið eru ekki mjög margir sem síga í björgin eftir eggjunum, en fólk fylgist al- mennt vel með og þetta þykir ómissandi þáttur í vorkomunni,“ segir Guðlaugur Óli. „Ég hef heyrt á eldri Grímseyingum að hér á árum áður hafi verið tekin um 60-70 þúsund egg í björgun- um hérna í Grímsey, en núna er aðeins tekið lítið brot af þeim fjölda. Eggjatakan er ekki lengur efnahagslegt mál fyrir fólk hér eða lífsbjörg eins og þau voru, enda hygg ég að Grímseyingar gefi allt að 90% af eggjunum sem eru tekin í björgunum. Persónu- lega finnst mér ritueggin alltaf best og sömuleiðis eru langvíu- eggin góð. Hins vegar er ég lítið fyrir múkkaeggin,“ sagði Guð- laugur Óli Þorláksson. 12 F R É T T I R Hátíð í bæ á sjómannadaginn í Grímsey Skipstjórnendum ber almennt saman um að úthafskarfaveiðin á Reykjaneshrygg hafi verið mjög góð að undanförnu og á heima- síðu Útgerðarfélags Akureyringa segir Kristján Halldórsson, skip- stjóri Sléttbaks EA 4, að hann hafi sjaldan séð jafn fallegan karfa á þessum slóðum. Á heimasíðu Haraldar Böðvars- sonar hf. er vakin athygli á því að mikill fjöldi skipa hafi verið að undanförnu á úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg við landhelgis- línu Íslands. Auk íslenskra skipa eru þar skip frá Rússlandi, Nor- egi, Færeyjum, Portúgal, Spáni, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Mjög góð veiði hefur verið fyrir innan landhelgislínuna, en nokkru lakari fyrir utan hana. Haft er eftir Heimi Guðbjörns- syni, stýrimanni á Helgu Maríu AK 16, að þegar varðskip séu á svæðinu haldi erlendu skipin sig utan landhelgislínunnar og því sé mjög mikilvægt að yfir hávertíð- ina sé varðskip alltaf á svæðinu. Gengur vel á úthafskarfanum Þessi mynd var tekin um borð í Slétt- baki EA 4 á úthafskarfaveiðunum á Reykjaneshrygg á dögunum. Mynd: Þorgeir Baldursson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.