Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 13

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 13
Sjávarútvegur horfi til landbúnaðarins „Landbúnaðurinn hefur athyglisverða heimasíðu sem er sameiginlegt vef- svæði íslensks land- búnaðar. Of er land- búnaðurinn fremri íslenskum sjávarútvegi enda hefur hann því sem næst óheftan aðgang að skattpeningum landsmanna. Ís- lenskur sjávarútvegur ætti að taka þessa heimasíðu til fyrirmyndar. Það getur t.d. verið hlutverk Fiskifélags Íslands að taka að sér þetta hlutverk og hressa upp á sína heimasíðu og gera hana að sameiginlegu vefsvæði fyrir ís- lenskan sjávarútveg.“ (Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávar- útvegsfræðingur, á vefsvæðinu sja- varutvegur.is) Ekki má kasta árangri á glæ „Með aðild Íslands að ESB gætu útlend- ingar eignast meiri- hluta í íslenskum sjávarútvegsfyrir- tækjum. Vegna mikilvægis sjáv- arútvegsins fyrir Íslendinga er rétt að íslensk sjávarútvegsfyrir- tæki séu að meirihluta í eigu Ís- lendinga. Barátta Íslendinga fyrir fullum yfirráðum yfir fiskimiðun- um hefur verið stór hluti sjálf- stæðisbaráttunnar sem m.a. fólst í þeim miklu átökum sem áttu sér stað í þorskastríðunum. Þeim ár- angri verður ekki kastað á glæ.“ (Úr samþykkt LÍU um afstöðu til að- ildar Íslands að ESB) Óánægja með skiptingu kolmunnakvótans „Fordæmi eru þó fyrir því að sjávarút- vegsráðherra hafi tekið aflahlutdeild af skipum og skipt aft- ur á skip og bendi ég á steinbítskvótann í því sam- bandi. Hann hefur einnig breytt verulega aflahlutdeild í bolfisk- tegundum þegar veiðar smábáta hafa verið auknar. Stjórn LÍÚ hef- ur mótmælt við sjávarútvegsráð- herra að hann beiti ekki reglunni um frumherjaréttinn í skiptingu kolmunnakvótans. Fróðlegt verð- ur að fylgjast með í framtíðinni þegar sókn í tegundir sem lúta sömu lögum verða takmarkaðar og kvótasettar. Ég vil ítreka hér óánægju okkar með þessa ráðstöf- un sjávarútvegsráðherra sem við lýsum algerlega óskiljanlega og misráðna“ (Björgólfur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, á aðalfundi félagsins) 13 U M M Æ L I

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.