Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 16

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 16
16 K R Æ K L I N G A R Æ K T Síðastliðið sumar voru settir út um 50 km af svokölluðum söfn- urum en árið áður voru settir út 60 km. Ræktendur hafa hannað og sett upp flestar kræklingalín- anna. Eins og gengur hafa menn mætt töluverðum byrjunarörðug- leikum í kræklingaræktinni, t.d. urðu menn fyrir því að nokkrar kræklingalínur flæktust veturinn 2000/2001 vegna þess að festing- ar voru ekki nægilega öflugar. Af þessari reynslu lærðu menn og settu því sl. sumar út línur með töluvert öflugri festingum, sem ætti að tryggja betri árangur. Ekki er gert ráð fyrir mikilli uppskeru af árgangi 2000, í mesta lagi nokkrum tugum tonna í ár og á næsta ári. Í fyrra voru settir um 50 km af söfnurum í sjó og framleiðslugeta þeirra er um 250 tonn. Þó verður að gera ráð fyrir að framleiðslan verði eitt- hvað minni. Búnaður til kræklingaræktunar Hérlendir kræklingaframleiðend- ur hafa verið að prófa sig áfram með búnað til kræklingaræktun- ar. Bæði hefur verið notast við búnað sem góð reynsla er af er- lendis, en algengara er þó að menn hafi þróað sinn eigin búnað hér heima. Menn hafa vissulega orðið fyrir áföllum varðandi þennan búnað á undanförnum árum, t.d. slitnuðu niður línur með umtalsverðu magni af kræk- lingi í Arnarfirði fyrir nokkrum vikum. Það er því við marghátt- aðan vanda að glíma í þessu og sá búnaður sem passar á einum stað er ekki endilega sá rétti á öðrum stað við landið. Aðstæður geta verið mismunandi, t.d. varðandi strauma, veðurfar o.fl. Almennt hafa menn verið hvattir til þess að leggja kræklingalínurnar þvert á strauma og vinda, en það er þó ekki alltaf rétta leiðin. Þar sem menn hafa sjálfir hannað kræk- lingalínurnar er algengt að menn notist við gömul nótarflot og er reynslan af þeim upp og ofan. Helsta einkenni íslenskrar kræklingaræktar þykir vera hversu seint kræklingalirfurnar setjist á safnara. Kræklingahengj- urnar eru því mun léttari fyrsta veturinn en yfirleitt þekkist er- lendis. Ef notuð eru stór flot taka Kræklingarækt á ellefu stöðum hér við land: Ýmsir byrjunarörðugleikar en dýrmæt reynsla aflast Kræklingarækt er nú stunduð á ellefu stöðum hér við land og hafa ver- ið stofnuð fimm fyrirtæki sem hafa kræklingarækt að markmiði; Sæ- blóm ehf., sem er með tilraunarræktun í Hvalfirði, Kolgrafarfirði og Hofstaðarvogi, Hlein ehf. í Arnarfirði, Norðurskel ehf. og Marbendill ehf. í Eyjafirði og Hafskel ehf. í Mjóafirði og Hamarsfirði. Þessi fyrir- tæki stofnuðu með sér hagsmunasamtök í mars sl.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.