Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 17

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 17
17 K R Æ K L I N G A R Æ K T þau mikið á sig og lyfta burðar- línu og kræklingahengjum þegar flotið er upp á öldutopp. Þetta veldur miklum og snöggum hreyfingum á kræklingahengjun- um og hætta er á að kræklingur- inn hristist af þeim. Vanda þarf valið á köðlum í svokallaðar burðarlínur fyrir kræklingaræktina. Algengasti sverleiki kaðlanna er 18-24 milli- metrar, en ef hann er grennri sýn- ir reynslan að hætta er á að burð- arlínurnar gefi sig í vondum vetr- arveðrum. Það hefur líka komið í ljós að mismunandi gerðir af köðlum henta mismunandi vel fyrir kræklingaásetuna. Og á nokkrum stöðum hafa menn próf- að sig áfram með að að skera net niður í ræmur og nota sem rækt- unarbönd. Áseta kræklingalirfunnar Svo virðist sem áseta kræk- lingalirfunnar hefjist yfirleitt í ágúst og því þarf að taka mið af því þegar svokallaðir safnarar eru settir í sjó. Þetta er þó nokkuð mismunandi frá einum stað til annars. Sem dæmi var meðallengd kræklings 1,2 mm á söfnurum við Dagverðareyri við vestanverð- an Eyjafjörð í byrjun desember 2000 og langflestir einstaklingar 0,5-1 mm að lengd en örfáir 5 mm. Þetta þykir benda til þess að áseta hafi átt sér stað seint og/eða að vöxtur hafi verið mjög lítill eftir að skeljarnar settust. Í fyrra var meðallengd kræklings á þess- um slóðum hins vegar um miðjan október 0,7-1,1 mm. Svo virðist sem kræklingalirfur hafi sest snemma þar sem ásetning var góð á línum sem settar voru út í ágúst en lítil á þeim sem settar voru út í september. Rannsókn í Eyjafirði á ásetu kræklings á safnara yfir tímabilið mars 1998 til janúar 2000 leiddi í ljós að aðalásetan var í september og voru einstak- lingarnir að meðallengd 0,5 mm. Frá september og fram í mars var aðalásetan smár kræklingur en þegar leið á vor og sumar urðu einstaklingarnir sem settust stærri og færri. Á línu sem var sjósett við Dagverðareyri í byrjun september 2000 var mjög lítil áseta um haustið. Í júní 2001 var aftur á móti komið töluvert af smáum kræklingi, minni en 5 mm, á línuna. Kræklingalirfur festa sig við undirlag með einskonar spuna- þráðum. Fyrst eftir ásetu lirfanna eru þræðirnir grannir og veik- burða og kræklingurinn losnar því í miklu magni af þegar söfn- unarböndunum er lyft upp. En þegar frá líður festir kræklingur- inn sig betur og spunaþráðurinn styrkist eftir því sem kræklingur- inn stækkar. Óvinir kræklingaræktenda Ekki liggja fyrir nægilega ná- kvæm gögn til þess að meta hvar við landið kræklingurinn vex hraðast, en ætlunin er að beina sjónum að þessu atriði í sumar með markvissum sýnatökum, allt frá því kræklingalirfur setjast á safnarana þar til kræklingurinn nær markaðsstærð. Af fyrirliggj- andi upplýsingum telja vísinda- menn þó að megi merkja að vöxt- ur kræklingsins sé töluvert minni fyrir austan land en vestan. Eins og áður segir er kræk- lingarækt við Ísland vart búin að slíta barnsskónum og þeir sem til þessa hafa tekist á við þessa at- vinnugrein hafa þurft að glíma við byrjunarörðugleika. Ýmsir umhverfisþættir hafa gert kræk- lingaræktendum lífið leitt. Nefna má að þari getur valdið þeim erf- iðleikum vegna þess að hann tek- ur rými frá kræklingnum, sem aftur þýðir að uppskeran verður rýrari en ella og þarinn veldur einnig vandræðum við uppsker- una. Annar óvinur kræklingarækt- enda er krossfiskurinn, en hann virðist setjast á safnarana á svip- uðum tíma og kræklingalirfurnar. Vart hefur verið við krossfisk á flestum stöðum við landið en fjöldinn er mismunandi á milli svæða og fer einnig eftir búnaði sem notaður er við ræktunina. Þriðji óvinurinn er hrúðurkarl- inn, en borið hefur á því að hann hafi fest sig á krækling og rækt- unarbúnaðinn við litla hrifningu ræktenda. Sérstaklega hefur þessa orðið vart við vestanvert landið. Menn telja að unnt sé að koma í veg fyrir eða draga úr tjóni af hrúðurkörlum með því að sjósetja safnara á réttum tíma og velja ræktunarbönd sem gefa nægilega góða festu fyrir kræklinginn. En einnig hefur orðið vart við aðrar dýrategundir á kræklinga- hengjum. Nefna má ýmsar krabbategundir, marflær, ungviði hrognkelsa, burstaorma, ígulker, þráðorma, kuðunga og mosadýr. Þekkt er að æðarfuglinn er

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.