Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 21

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 21
21 K R Æ K L I N G A R Æ K T Ef horft er til markaðar fyrir krækling í Evrópu kemur í ljós að hann hefur verið um 700 þúsund tonn á ári í mörg und- anfarin ár. Kræklingur er eftir- sóknarverð vara og telja menn að spurn eftir honum muni frek- ar vaxa en dragast saman á næstu árum. Að mestu er kræk- lingurinn seldur í skelinni og þannig fæst hæst verð fyrir hann. Í þeim löndum sem krækling- ur hefur verið ræktaður hefur komið í ljós að hann hefur yfir- leitt meiri kjötmassa og þynnri skel en sá villti. Í Noregi er kræklingur með 20% kjötinni- haldi flokkaður sem gæðavara, en kræklingur sem er með yfir 30% kjötfyllingu er flokkaður í hæsta gæðaflokki. Benelux löndin eru stærsta markaðssvæðið fyrir krækling í Evrópu. Í Belgíu hefur neyslan á mann til dæmis verið sem næst 5 kílóum. Hér á landi var kræklingur lengi vel lítið sem ekkert borð- aður. Í gömlum heimildum er þess getið að kræklingur hafi verið hirtur til beitu, þetta var til dæmis vel þekkt í Laxárvogi í Hvalfirði. En eins og með aðr- ar sjávarafurðir neytum við Ís- lendingar kræklings í töluverð- um mæli og kannski má segja að það skjóti skökku við að hann skuli vera innfluttur. Aldrei er þó að vita nema það kunni að breytast áður en langt um líður. að stuðla að atvinnusköpun hér á landi. Ég sé ekki nýsköpunina í þessu og hvað þetta er að gera fyr- ir íslenskt atvinnulíf. Þarna eru að fara gríðarlega háar upphæðir úr landi, en við kræklingarækt- endur erum að fara fram á eina til tvær milljónir króna hvert fyrir- tæki,“ sagði Víðir og leggur áherslu á orð sín. „Við teljum að við höfum sýnt það og sannað að kræklingarækt er atvinnugrein sem getur verið mjög atvinnuskapandi. Lirfuset og vöxtur kræklingsins er óum- deilanlega mjög góður hér á landi og markaðurinn er fyrir hendi. Það er í mínum huga engin spurning að við erum að glíma við miklu minni vandamál en Skotar og Kanadamenn á sínum tíma. Hingað kom erlendur sér- fræðingur í kræklingarækt og hann lét þau orð falla að Eyja- fjörður hentaði að sínu mati mjög vel fyrir kræklingarækt og hér á landi hefðum við alla burði til þess að ná tökum á þessari rækt á miklu skemmri tíma en þekkt væri t.d. í Kanada,“ segir Víðir og leggur á það áherslu að hér- lendir kræklingaræktendur líti ekki þannig á að þeir séu í sam- keppni hver við annan. Þvert á móti sé mjög gott samstarf milli þeirra aðila sem eru í greininni, „sem gerir það að verkum að það eru ekki allir að finna upp hjólið, öllum mistökum og sigrum er komið jafnóðum á framfæri. Við höfum notið aðstoðar sérfróðra manna og þar vil ég sérstaklega geta um Valdimar Gunnarsson, Björn Theodórsson, og Sigurð Einarsson hjá Veiðimálastofnun og svo dr. Guðrúnu Þórarinsdótt- ur hjá Hafró sem öll hafa unnið hreinustu kraftaverk fyrir kræk- lingaræktina, þrátt fyrir mjög svo takmörkuð fjárframlög frá hinu opinbera,“ segir Víðir Björnsson. Kræklingur í pakkningum tilbúinn á markað. Myndin var tekin í Skotlandi. Kræklingur er herramanns matur! Norðurskel er með kaðla í sjó eins og sá bláleiti á myndinni. Víðir segir ætlunina að prófa að setja út netaræmur eins og sjá má á þessari mynd. Hér sést hvernig einföld kræklingalína lítur út. Hér má sjá dæmigerðan kræklingaklasa.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.