Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 23

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 23
23 E R L E N T Grethe Rosenlund hjá stærsta fiskeldisfyrirtæki í heimi, Nu- treco, spáir því að meira muni í framtíðinni fást fyrir eldisþorsk en villtan þorsk vegna þess að engin sníkjudýr muni verða í eld- isþorskinum. Rosenlund segir í viðtali við Fiskaren að Nutreco stefni að því að ala fyrst og fremst þorsk og lúðu og ferskur eldisþorskur muni verða fáanlegur allt árið. Hún telur að 20-30 eldisstöðv- ar muni framleiða 400.000 tonn af þorski árið 2015, sem er svipað og samanlagður þorskkvóti Norð- manna og Rússa í Barentshafi 2002. „Stærsti hlutinn af framleiðslu Nutreco verður í Noregi. Þar eru einkar góðar aðstæður fyrir fisk- eldi bæði nóg pláss og góð skil- yrði.“ Aukning lúðueldis ætlar Nu- treco að verði jöfn og samtímis í Noregi og Skotlandi. Reiknað er með að í árslok 2002 verði ein milljón lúðuseiða í norskum eld- isstöðvum fyrirtækisins. Það tekur um 48 mánuði að ala lúðu upp í fjögurra kílóa stærð en þorskurinn nær æskilegri slátur- stærð, um þrem kílóum, á 30 mánuðum. Jafnvel er búist við að hægt verði að stytta tímann um 4 mánuði. Árið 2006 verða framleidd 30.000 tonn af eldisþorski í Nor- egi, sé miðað við útreikninga eld- isstöðva. Gangi það eftir er það fjórum árum fyrr en spáð var fyrir aðeins einu ári. Smales Seafood Group er gróið fjölskyldufyrirtæki í togarabæn- um fyrrverandi, Hull, á norðaust- urströnd Englands. Togaraflotinn, sem eitt sinn var einn hinna stærstu í heimi, er nú horfinn og fiskverkendur verða að flytja inn bróðurpartinn af hráefninu. Smales kaupir frosinn og ferskan fisk frá Noregi fyrir um 2,8 millj- arða ÍSK á ári. Útflutningur stöðvaður Mikið af norskum fiski var fyrir nokkru sent til baka frá Dan- mörku vegna þess að hann stóðst ekki gæðakröfur. Í viðtali sem birtist í Fiskaren sagði Colin F. Smales, stjórnarformaður Smales Seafood Group, að nokkur brögð hefðu verið að því að norskur fiskur hefði ekki staðist gæða- kröfur í Bretlandi og aðeins verið nothæfur í gæludýrafóður. „Við höfum nú hætt að kaupa fisk frá Finnmörku,“ segir Smales. Skilaboð hans til norskra stjórnvalda eru að stjórna fisk- veiðum þannig ekki sé mokað upp á vorvertíðinni þorski sem legið hefur í loðnu úti fyrir Finn- merkurströndum. „Látið þorskinn vera áfram í sjónum, það borgar sig best,“ seg- ir Smales. Með fimmtíu ára reynslu í greininni leggur hann áherslu á að yfirleitt sé norskur fiskur gæðavara og að Norðmenn stjórni fiskveiðum sínum vel, en þeir verði að gæta sín betur við veiðarnar á vorþorskinum. Allra hagur Smales segir að það sé allra hagur að þorskurinn fái að vera nokkrum vikum eða mánuðum lengur í sjónum, á því græði bæði sjómenn, útflytjendur og við- skiptavinirnir í Evrópu. Hann vekur líka athygli á því að kröfur til framleiðenda í fersk- fiskgeiranum vaxi þegar stóru verslunarkeðjurnar fara að selja í auknum mæli ferskan fisk. Þetta verði norskir sjómenn og fiskút- flytjendur einfaldlega að sætta sig við. Á vordögum 2002 er ferskfisk- verð í Evrópu í sögulegu lág- marki en Smales leggur áherslu á að þrátt fyrir það seljist gæðafisk- ur á háu verði. Geta lært af Íslendingum „Norskur fiskur er yfirleitt gæða- vara en vandinn er bundinn við veiðarnar í apríl. Þar held ég að Norðmenn geti lært af Íslending- um. Þeir hafa skilið þörfina fyrir að hafa sterka stjórn á veiðunum á vissum tímum og þannig getað forðast árstíðabundin vandamál,“ segir Smales að lokum. Lélegur þorskur frá Noregi „Norskur fiskur er yfirleitt gæðavara en vandinn er bundinn við veiðarnar í apr- íl. Þar held ég að Norðmenn geti lært af Íslendingum,“ segir Colin F. Smales, stjórnarformaður Smales Seafood Group í Bretlandi. Eldisþorskur verðmætari en villtur þorskur Því er haldið fram að um 30 mánuði taki að ná eldisþorski í sláturstærð og jafnvel er talið að unnt verði að stytta þann tíma um fjóra mánuði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.