Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 26

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 26
26 Æ G I S V I Ð TA L I Ð Matvælaöryggi og virðisaukandi vinnsluferli, virð- ast við fyrstu sýn vera tvö ólík svið. Svo er þó ekki að sögn Sjafnar. „Hluti af því að gera matvæli verð- meiri, er að stuðla að neysluöryggi þeirra, bæði hvað skammvinn og langvinn áhrif varðar á heilsu fólks. Fjölmiðlar fjölluðu nýlega um niðurstöður sænskra rannsókna sem sýndu fram á samband á milli krabbameins og akrylamíds, efnasambands sem talið er að myndist við ákveðnar vinnsluaðferðir í algeng- um matvælum, s.s. frönskum kartöflum og kexi. Flest bendir því til að athyglin muni í sífellt ríkari mæli beinast að tengslum vinnsluaðferða og mat- vælaöryggi, á hinum almenna neyslumarkaði.“ Lífið er enn saltfiskur Varðandi sjávarútveginn nefnir Sjöfn sem dæmi salt- fiskvinnslu. Þar hafi áherslan undanfarin ár verið lögð á að gera saltfiskinn að neytendavænni vöru, í þeim skilningi að stytta þann tíma sem tekur að matreiða hann. „Hefðbundnar vinnsluaðferðir, sem verið hafa við lýði svo öldum skiptir, skila þessari ljúffengu matvöru saltstorkinni í fiskborðið. Þetta er því ekki girnilegur matur fyrir augað við hliðina á ferskvörunni, nema fólk hafi vanist henni frá æsku og við það bætist allt að tveggja sólarhringa útvötn- un; nokkuð sem hentar nútímafjölskyldunni illa,“ segir Sjöfn og brosir. Fasið bendir til að þarna sitji kona sem þekkir af eigin reynslu hvað flókin og tímafrek matreiðsla höfðar lítt til útivinnandi mæðra og feðra. Áhættumat á öryggi matvæla Umræðan snýst því um hvaða áhrif breyttar vinnslu- aðferðir munu hafa á vöruna og tiltrú neytenda á henni. Evrópusambandið hefur á undanförnum árum lagt sífellt meiri áherslu á matvælaöryggi í þessum skilningi. Það er því ekki lengur nóg að huga ein- göngu að sígildum þáttum þess eins og meðferð, næringarinnihaldi, geymsluþoli og síðasta neyslu- degi. „Á þessu sviði er stuðst við aðferðafræði sem nefnist áhættumat, sem er í framkvæmd e.t.v. ekkert ósvipað umhverfismati. Þannig er leitast við á kerfis- bundinn hátt að finna vinnsluaðferðir sem uppfylla kröfur um neysluöryggi á breiðum grunni.“ Dýrar neysluvörur úr soyjapróteini Sjöfn sér því ekki fram á verkefnafæð hjá Rf á næst- unni. „Við stöndum í þeim sporum, að fiskveiðar byggja á takmarkaðri auðlind. Þau verðmæti sem við drögum upp úr sjó, aukast ekki með aukinni sókn í nánustu framtíð,“ segir Sjöfn. Hún gerir stutt hlé á máli sínu, á meðan hugsanir færast í orð. „Þetta eru í sjálfu sér engar nýjar fréttir, en áhersla á þróun og hagnýtar rannsóknir innan sjávarútvegarins verður af þessum sökum sífellt þyngri á vinnsluferli sem auka verðmæti sjávarfangs. Hvernig getum við gert full- unnið sjávarfang að eftirsóknarverðari og um leið verðmætari neysluvöru? Svonefnd heilsuvara sem Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir er fyrsta konan í stóli forstjóra Rf: Lífið er enn saltfiskur - en rannsóknir á vinnsluaðferðum hans skipta sköpum fyrir markaðsvirðið Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir settist hinn fyrsta maí sl. í forstjórastól Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins, fyrst kvenna. Hún segir að vægi stofn- unarinnar muni fara vaxandi á næstu árum. Kröfur séu að aukast, hvað öryggi matvæla snertir, bæði hér heima og erlendis, auk þess lykilhlut- verks sem Rf gegni gagnvart þróun virðisaukandi vinnslu sjávarafurða. Þá felist mikið hagræði í því fyrir fiskiðnaðinn að hafa miðlæga rann- sóknastofnun sem njóti trausts hér heima og á alþjóðavettvangi. Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rannsóknastofnun- ar fiskiðnaðarins. Viðtal: Helga Guðrún Jónasdóttir. Myndir: Hreinn Magnússon.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.