Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 28

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 28
28 Æ G I S V I Ð TA L I Ð verkefni sem sextán fyrirtæki tóku þátt í fyrir fáein- um árum. Að ári liðnu voru ekki nema sjö eftir.“ Rannsóknarstyrkir mikilvægir fjárhagslega sem faglega Sértekjur Rf geta því sveiflast í takt við ástand fiski- stofnanna, markaðsverð erlendis eða hvað eina sem áhrif hefur á fjölda og rekstrarumhverfi þeirra fyrir- tækja sem starfa við vinnslu og markaðssetningu sjávarafurða sem og eftirspurn þeirra eftir þjónustu rannsóknarstofnunarinnar. En fleira kemur við sögu. „Rannsóknarstyrkir eru veigamikill þáttur í sértekj- unum og er helsta uppspretta þeirra hjá okkur er Rannís (Rannsóknaráð Íslands) auk norrænna og evr- ópskra rannsóknasjóða. Þessar tekjur geta einnig sveiflast verulega á milli ára. Á hinn bóginn eru rannsóknir að verða sífellt alþjóðlegri í eðli sínu. Styrkjaumsóknum fylgja því almennt séð erlend samskipti við aðrar rannsóknastofnanir og þetta starf því ekki síður faglega mikilvægt fyrir okkur en fjár- hagslega.“ Stofnun í kreppu? Tíð forstjóraskipti hjá Rf hafa vakið umræðu, auk þess sem rannsóknastofnunin hefur glímt við nokkurn rekstrarhalla undanfarin tvö ár. Er Rf stofn- un í kreppu? „Nei, en vitaskuld getum við upplifað slæma tíma jafnt sem góða, eins og allir aðrir. Mér sýnist að fjárhagslega hafi helst kreppt að okkur hvað öflun sértekna varðar, en gengisþróun var til skamms tíma afar óhagstæð útflutningsatvinnuvegunum. Jafnframt sveiflast tekjur okkar af rannsóknastyrkj- um til af augljósum ástæðum. Hér er ekkert á ferð- inni sem þessi öfluga stofnun ræður ekki við.“ Hvað forstjóraskiptin varðar, segir Sjöfn að þar sem Grímur Valdimarsson, fráfarandi forstjóri, hafi verið í launalausu leyfi undanfarin ár, sem yfirmaður fisk- iðnaðardeildar Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna - FAO, hafi myndast ákveðin biðstaða, sem leyst var með tímabundnum ráðning- um í starf forstjóra. Það var svo ekki fyrr en á fyrri hluta ársins að Grímur tók ákvörðun um að snúa ekki aftur til síns gamla starfs. Ekki eins sýnileg og æskilegt væri Enn er ótalið eitt mikilvægt verksvið Rf, sem er ráð- gjafarhlutverk rannsóknarstofnunarinnar gagnvart stjórnvöldum og snýr aðallega að alþjóðlegum og fjölþjóðlegum vettvangi. „Reglugerðir og tilskipanir ESB verða sífellt fyrirferðarmeiri. Margir muna ef- laust eftir tilskipun um díoxínmörk í fiskimjöli og þá baráttu sem íslensk stjórnvöld háðu í því sam- bandi. Nauðsynlegar rannsóknar, þ.á m. mælingar koma iðulega í okkar hlut. Þessi þáttur í starfsemi okkar er hins vegar ekki mjög sýnilegur, frekar en önnur veigamikil starfssvið, s.s. samstarf okkar við einstök fyrirtæki við margs konar vöruþróun. Ástæð- an er aðallega sú, að við erum bundin trúnaði varð- andi mörg af okkar bestu verkefnum, þar sem um matvöru á hörðum samkeppnismarkaði er að ræða,“ segir dr. Sjöfn Sigurgísladóttir. Starfsemi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins er í aðalatriðum fjórþætt. Í fyrsta lagi má nefna hag- nýtar rannsóknir á sviði úrvinnslu sjávarfangs, í öðru lagi þróunarverkefni í samvinnu við fiskiðn- aðinn, í þriðja lagi beina ráðgjöf til fyrirtækja og í fjórða lagi þjónustumælingar, sem snúa að mæl- ingum á próteini, fitu í fiskmjöli og örverum í fóðri, svo að dæmi séu nefnd. Auk höfuðstöðvanna í Reykjavík eru rekin útibú í Vestmannaeyjum, á Ísafirði, Akureyri og í Nes- kaupsstað. Sem dæmi um nokkur af mörgum áhugaverðum verkefnum Rf má nefna samstarfsverkefni við ís- lensk fyrirtæki um verkun hrogna, þróun á fisk- sósu úr loðnu og rannsóknir á þráavörn í loðnu- mjöli. Þá hefur Rf jafnframt afar sérhæfða þjónustu í boði, s.s. öflugt skynmat. Við það starfar sérþjálf- að starfsfólk sem „smakkar“ vöruna til varðandi geymsluþol og áhrif geymslu- og pökkunaraðferða á gæði hennar. Rannsóknastofa fiskiðnaðarins var stofnuð árið 1933. Á undanförnum árum hefur hlutur sértekna í rekstri stofnunarinnar farið vaxandi og nema þær nú um og yfir sextíu prósent af helmingi rekstrar- kostnaði. Starfsemi um allt land „Þegar allt kemur til alls erum við ekki einungis uppspretta nýrrar hagnýtrar þekkingar, heldur einnig „dreifingarmiðstöð“ á þekkingu.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.