Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 30

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 30
30 R A N N S Ó K N I R Verkefni þetta snérist um að þróa aðferðir til þurrkunar og geymslu á loðnu inn á markaði í Afríku og Asíu og gefa niðurstöð- ur verkefnisins fulla ástæðu til bjartsýni um framhaldið. Verk- efnið hófst formlega árið 1998 og var samstarfsverkefni tíu aðila í Evrópu og Afríku og styrkt af Evrópusambandinu. Heildar- kostnaður var 1.000.000 ECU eða um 90 milljónir króna og styrkti Evrópusambandið verk- efnið um 390.000 ECU eða um 35 milljónir króna. Loðnuveiðar, afurðir og markaðir Loðna (Mallotus villosus) er smá- vaxinn uppsjávarfiskur. Hún er algeng á hinum köldu og heittempruðu hlutum á norður- slóðum. Talið er að um sé að ræða fimm aðskilda stofna, þ.e.: Kyrra- hafsloðnan, Barentshafsloðnan, ís- lenski stofninn, stofninn við Vest- ur-Grænland og loks stofninn við Nýfundnaland-Labrador og í Lawrence flóa. Loðnan er sá fiskur sem veiðist í langmestu magni við Ísland og hefur meðalafli íslenskra skipa verið rúm 800 þúsund tonn á ári síðustu 10 árin. Norðmenn, Fær- eyingar og Grænlendingar hafa einnig rétt á að veiða úr sama stofni, en hlutur Íslendinga er þó langstærstur. Loðnan hefur frá upphafi farið að mestu leyti til framleiðslu á mjöli og lýsi. Hluti hefur þó farið til framleiðslu á afurðum til manneldis. Í fyrstu var fyrst og fremst hrognafullar hrygnur frystar fyrir Japansmarkað, síðan hófst vinnsla og frysting á loðnu- hrognum og nú á síðustu árum hefur bæst við frysting fyrir „Rússlands“ markað. Hlutur loðnu sem unnin hefur verið til manneldis hefur ekki verið mikill þegar litið er til heildarmagnsins og aðeins um 2% hafa farið til frystingar síð- ustu tvö árin. Árið 1998 voru þó um 11% loðnuaflans fryst til manneldis. Þetta er mjög háð því hvernig markaðsástandið er, en þó ekki minnst háð því hvernig loðnuvertíðirnar við Kanada og Noreg eru hverju sinni. Loðna sú sem fryst hefur verið fyrir Japansmarkað hefur verið eingöngu hrognafull hrygna og er yfirleitt miðað við að hrognafyll- ingin sé 12-16% af þyngd loðn- unnar. Þessi loðna er síðan þýdd upp, pækluð lítillega, raðað á pinna, hengd upp og þurrkuð þannig að hún léttist um 20-23% og síðan fryst aftur. Þurrkuð Jap- ansloðna er grilluð og borðuð með haus og hala. Um tíma var starfrækt hér á landi loðnuþurrk- un fyrir Japansmarkað, en sú starfsemi hefur verið flutt úr landi og framleiðslan fer nú fram í Lettlandi á vegum HB hf. Loðnan sem fryst er fyrir Rúss- landsmarkað er blönduð hæng- um- og hrygnum og hrognahlut- fall skiptir engu máli, þar af leið- andi er hægt að byrja frystingu fyrir Rússlandsmarkað fyrr á ver- tíðinni en fyrir Japan, auk þess er hægt að frysta hæng sem flokkast frá þegar unnin er hrygna fyrir Japansmarkað. Loðnan sem fryst er fyrir Rússland fer öll í endur- vinnslu þar sem hún er þýdd upp og er hún síðan oft pækluð, þurrkuð eða reykt en einnig er mjög algengt að velta loðnunni upp úr hveitiblöndu og djúp- steikja síðan. Loðna er afbragðs matfiskur og næringarrík að auki og hentar því afskaplega vel þar sem lítið fram- boð er af næringarríkum mat, auk þess sem hún er til í miklu magni og hlutfallslega ódýr miðað við margt annað fiskmeti. Þessar for- sendur urðu til þess að sett voru Athyglisverðar niðurstöður úr rannsóknarverkefni styrktu af Evrópusambandinu: Þurrkuð loðna til manneldis í Afríku Stórum hluta þess uppsjávarfisks er veiðist í Atlantshafinu er breytt í mjöl og lýsi, en tiltölulega lítill hluti fer til manneldis þegar á heildina er litið. Fyrir nokkru lauk umfangsmiklu alþjóðlegu rannsóknarverk- efni um þróun vinnsluaðferða á loðnu til manneldis. Þurrkuð loðna tilbúin til pökkunar í neytendaumbúðir. Páll Gunnar Pálsson Höfundar þessarar greinar eru Ari Bene- diktsson, líffræðing- ur á Hönnun hf. og Páll Gunnar Pálsson, matvælafræðingur, á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Ari Benediktsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.