Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 38

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 38
38 S J Ó S TA N G AV E I Ð I kemur fyrir að öflugustu veiði- mennirnir veiði fast að einu tonni á tveimur dögum. Lárus segir að í fiskveiðistjórnunarkerfinu sé gert ráð fyrir sjóstangaveiðimönnun- um. Hvert félag fær úthlutað þremur veiðidögum. Tveir þeirra fara í mót þar sem keppt er til Ís- landsmeistara og einn í innanfé- lagsmót. „Við borgum miklu hærra auðlindagjald en nokkurt annað íþróttafélag sem ég þekki til. Aflinn sem veiðist á mótun- um er allur seldur á fiskmörkuð- um, sem ekki veitir af til þess að standa straum af kostnaði við mótahaldið, þ.m.t. útgerð bát- anna, kaup á verðlaunagripum og annað tilheyrandi,“ segir Lárus. Hver með sínu nefi Sjóstangaveiðimenn veiða allt að ellefu tegundir af fiski og eru m.a. veitt verðlaun fyrir mestan afla hjá konum og körlum og stærstu fiskana í hverri tegund. Lárus leggur áherslu á að menn noti mismunandi aðferðir við að ná þeim gula og eins og í laxveið- inni beiti menn ýmsum aðferðum sem menn séu ekki að auglýsa mikið sín í milli. „Þú færð aldrei upp úr mér hvaða töfraformúlur ég nota,“sagði Lárus og hló. „Blessaður vertu, menn eru að nota allskonar öngla og hnýta flugur rétt eins og í laxveiðinni. Menn eru sérvitrir í þessu eins og öðru. Auðvitað er þessi veiðiskap- ur mjög frábrugðin stangveiði í ám og vötnum. Sjóstangaveiðin getur verið mikið puð. Menn vakna klukkan 5 á morgnana og eru lagðir af stað á sjóinn kl. 6. Síðan veiða menn stíft þegar út á sjó er komið og slá ekkert af. Menn verða því að vera vel hraustir til að standa sig í þessum veiðiskap, það þýðir ekkert ann- að. Og ég get sagt þér það að þær konur sem eru í sjóstangaveiðinni eru helmingi sterkari en við karl- arnir. Við höfum ekkert í þær að gera,“ segir Lárus. Evrópusamtök sjó- stangaveiðimanna Hérlendir sjóstangaveiðimenn kasta ekki bara fyrir þann gula hér á heimamiðum. Nokkrir þeirra hafa tekið þátt í starfsemi EFSA - Evrópusamtökum sjóstangaveiði- manna - og sótt mót á vegum þeirra. Til stendur að halda mót á vegum EFSA á Sauðárkróki þann 22. júní í sumar. Páll A. Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, með tvo gula í takinu! (Myndir eru fengnar úr myndasafni Sjóstangaveiðifélags Akureyrar) Úlfar Eysteinsson, matreiðslumaður, er hér glaðbeittur við annan mann með risaþorsk sem hann náði í á sjóstangaveiðimóti í Eyjum. Sigfríð Ósk Valdimarsdóttir á Hauganesi við Eyjafjörð er sérdeilis öflug í sjóstanga- veiðinni. Hún er núverandi Íslandsmeistari kvenna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.