Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 40

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 40
40 góðan kunningjahóp í sjóstanga- veiðinni, þetta er eins og ein stór fjölskylda.“ Ríkarður hefur ekki látið sér nægja að veiða hér heima. Hann hefur tekið þátt í starfi evrópskra sjóstangaveiðimanna og kann því vel. Veiðarnar eru að vísu með öðrum hætti en hér þekkist, t.d. er fiskunum sleppt, rétt eins og farið er að gera í sumum lax- veiðiám hér á landi. Hagleiksmaður á tré Ríkarður er ekki bara afbragðs góður sjóstangaveiðimaður. Hann er sannkallaður hagleiksmaður eins og glöggt má sjá á heimili hans. Á sínum tíma starfaði hann sem trésmiður og enn þann dag í dag er hann að vinna með tré. Hann sker út og eftir hann liggja fjölmörg einstök listaverk. Sum verkanna hefur hann gert sem verðlaunagripi fyrir sjóstanga- veiðimót. „Ég stundaði húsasmíði hérna í Reykjavík í ein fimmtíu ár, en þegar ég varð sjötugur sagði ég stopp og vildi eiga þau ár sem eftir væru fyrir sjálfan mig.“ Verðlaun fyrir sjóstangaveiðina Ríkarður hefur í gegnum tíðina unnið til fjölda verðlauna í sjóstangaveiðinni. „Ég fékk til dæmis ljómandi fallegan verð- launagrip í Neskaupstað í hitteð- fyrra fyrir stærsta ufsann og sömuleiðis hef ég fengið verðlaun fyrir lúðu og stærsta þorskinn,“ sagði Ríkarður. Hann sagðist ótrauður stefna að því að halda áfram í sjóstanga- veiðinni, „á meðan þeir hafa gam- an af því að hafa mig. Ég yngist alltaf um ein tuttugu ár þegar ég er kominn út á sjó, er hreinlega bara allt annar maður. Félagar mínir í sjóstangaveiðinni trúa því ekki að ég sé orðinn þetta gamall, segja að ég hljóti að vera bara um sjötugt! Ég hef sagt þeim að það sé allt í góðu lagi, þeir skuli bara halda að ég sé tuttugu árum yngri en ég í raun er! Ég er í engum vafa um að sjóstangaveiðin hjálpar mér verulega til þess að halda mér ungum. Síðan gerir dansinn mér gott, en ég fer reglulega á gömlu dansana hjá eldri borgurum á sunnudögum kl. átta til hálf tólf. Þar á ég tvær góðar dansdömur sem ég dansa mikið við. Þetta er út af fyrir sig ljómandi góð leik- fimi,“ segir Ríkarður. Tel mig hafa þann kraft sem þarf Ríkarður neitar því ekki að menn þurfi að vera í góðu líkamlegu formi til þess að veiða á sjóstöng. „Já, ég tel mig hafa þann kraft sem þarf. Ég get sagt þér að á fyrsta mótinu í ár á Grundarfirði í apríl gerði leiðinda veður og kulda. Keppendur voru alveg orðnir krókloppnir á höndunum, en tilfellið var að ég var ekkert verr á mig kominn en ungu mennirnir. Hins vegar reyni ég ekki að keppa við þessa ungu og hraustu menn í veiðinni og ég tel mig geta verið mjög ánægðan með hvernig mér gengur í veið- inni, orðinn þetta fullorðinn. Fyr- ir mig er aðalatriðið að taka þátt og félögum mínum finnst ekkert af því að hafa mig með, enda reyni ég að vera ekki til vand- ræða,“ segir hinn síungi sjóstangaveiðimaður, Ríkarður L. Ingibergsson. Hér er Ríkarður Long kominn með veiðistöngina og „beltið“ og til- búinn í slaginn. Ríkarður Long hefur gert ófá listaverkin úr tré. Að koma inn á heimili hans er eins og koma í listgallerí. Hér má sjá nokkur dæmi um listfengi Ríkarðs. Ríkarður er ekki bara hagleiksmaður á tré. Hann er líka liðtækur með pensil- inn. Á þessu málverki Ríkarðs eru nokk- ur landsþekkt andlit. Ríkarður Long var á sjónum á sínum yngri árum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.