Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 44

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 44
Næstkomandi haust hefst nám við auðlindadeild við Háskólann á Akureyri, sem er að nokkru byggt á námi sem áður var kennt við sjávarútvegsdeild HA, en er nú mun fjölbreyttara. Að sögn Jónu Jónsdóttur, kynningarstjóra Háskólans á Ak- ureyri, mun auðlindadeild leggja mikla áherslu á samstarf við at- vinnulífið m.a. í nemendaverk- efnum og rannsóknum. „Nám við auðlindadeild býr nemendur und- ir störf og framhaldsnám í alþjóð- legu og krefjandi umhverfi. Námið er víðtækt og veitir hald- góða undirstöðumenntun í raun- vísindum og greinum sem tengj- ast nýtingu auðlinda, stjórnun, markaðs- og viðskiptagreinum. Það gerir nemendum kleift að kynnast áhugaverðum fræðasvið- um og opnar marga möguleika að námi loknu, t.a.m. framhaldsnám í auðlinda- og umhverfisfræðum, fjármálum, líftækni, fiskeldi, líf- fræði og fleiri greinum,“ segir Jóna. Námið tekur þrjú ár og lýkur með B.Sc. gráðu. Frá og með haustmisseri 2002 er gert ráð fyr- ir að námið skiptist í fjórar braut- ir, fiskeldisbraut, sjávarútvegs- braut, líftæknibraut og umhverf- isbraut. Á fyrsta ári er kenndur sameiginlegur raungreinagrunnur á öllum fjórum námsbrautum, en sérhæfing á sér stað á öðru og þriðja ári námsins. Námið í auð- lindadeild byggir að nokkru leyti á námi sem áður var kennt í sjáv- arútvegsdeild. Brautskráðir nem- endur frá sjávarútvegsdeild starfa hjá fyrirtækjum sem flest eru í daglegum tengslum við alþjóð- legt umhverfi, eða starfa erlendis. Þverfræðileg þekking nemenda hefur verið eftirsótt hjá fyrirtækj- um innan og utan sjávarútvegs- ins. Brautskráðir nemendur hafa þannig ráðist til starfa hjá sjávar- útvegsfyrirtækjum, fjármálastofn- unum, tölvufyrirtækjum og ýms- um þjónustufyrirtækjum. 44 F R É T T I R Háskólinn á Akureyri: Nám hefst í auðlindadeild í haust Svo virðist sem hvalamálið sé enn eina ferðina í rembihnút eftir fund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Japan. Eins og fram hefur komið í fréttum gekk íslenska sendi- nefndin á dyr í Japan eftir að for- seti ráðsins, Svíinn Bo Fernholm, braut ítrekað á Íslendingum hvað varðar fundarsköp og fleira. Í yfirlýsingu sem íslenska sendinefndin í Japan sendi frá sér eftir að hún gekk á dyr segir m.a.: „Með því að neita að viður- kenna Ísland sem aðila að Al- þjóðahvalveiðiráðinu braut meiri- hluti aðila ráðsins gegn almenn- um reglum þjóðaréttar og stofn- samningi ráðsins. Allar tilraunir til að viðurkenna Ísland ekki sem aðila að Alþjóða- hvalveiðiráðinu eru ólögmætar og hafa því ekki áhrif á stöðu Íslands sem aðila. Nærri helmingur aðila ráðsins lítur á Ísland sem aðila að því. Ísland telur atburði gærdags- ins algjörlega óásættanlega og hefur því ákveðið að taka ekki frekari þátt í þessum fundi Al- þjóðahvalveiðiráðsins.“ Staða Íslendinga í hvalamálinu eftir þennan fund Alþjóðahval- veiðiráðsins er mjög óljós og treysta ráðamenn sér ekki til þess að segja nákvæmlega hvað verði næsta skref í málinu. Hins vegar hafa ráðherrar, m.a. sjávarútvegs- og utanríkisráðherra, að ýmsir kostir séu í stöðunni. Pattstaða í hvalamálinu Nám í auðlindadeild tekur þrjú ár og lýkur með B.Sc. gráðu. Frá og með næsta haust- misseri er gert ráð fyrir að námið skiptist í fjórar brautir, fiskeldisbraut, sjávarútvegs- braut, líftæknibraut og umhverfisbraut.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.