Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 9

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 9
Samið hefur verið um um að Slippstöðin á Akureyri annist breytingar á nótaskipinu Júpíter ÞH 61 í haust. Skipið verður tek- ið til viðgerða síðla ágústmánaðar og á verki að ljúka í byrjun nóv- ember. Breytingarnar verða meg- inverkefni Slippstöðvarinnar með- an á stendur. Skipt verður um skut skipsins, nótakassi dýpkaður, komið fyrir nótaleggjara, íbúðum verður breytt og skipt um innréttingar. Þá verða ýmsar lagfæringar gerðar í vél, sem og framskips. Loks verður skipið háþrýstihreinsað og málað. Baldvin Valdemarsson, fram- kvæmdastjóri Slippstöðvarinnar, segir verkefnið mjög mikilvægt fyrir stöðina. „Þetta verkefni er bæði umfangsmikið og unnið á skömmum tíma þannig að það verður kjölfestan í starfseminni á haustmánuðunum,“ segir Bald- vin. Undirbúningur að forsmíði nýja skutsins er þegar hafinn hjá Slippstöðinni. Aðspurður um verkefnastöðu í Slippstöðinni nú á sumarmánuðum segir Baldvin hana góða, bæði mikið um hefðbundnar slipptökur og viðgerðaverkefni. 9 F R É T T I R Júpíter ÞH-61 í umfangsmiklar breytingar hjá Slippstöðinni Þrátt fyrir háan aldur er Júpíter eitt af öflugustu nótaskipunum í flotanum. Skipið var byggt árið 1957 og yfirbyggt árið 1979. ÚA og HG fengu 90 tonna úthlutun til þorskeldis Gefin hefur verið út reglugerð um úthlutun þorskkvóta til veiða vegna áframeldis. Alls var úthlutað 395 tonnum og fengu átta aðilar úthlutun. Mestan kvóta fengu ÚA og Hraðfrysti- húsið Gunnvör, eða 90 tonn hvort fyrirtæki. Því næst kom Síldarvinnslan með 50 tonn en aðrir fengu minna. Eins og gefur að skilja lýtur þessi kvótaúthlutun nokkuð öðr- um lögmálum en hinn hefð- bundni fiskveiðikvóti. Úthlutun- in tekur til yfirstandandi fisk- veiðiárs og er hvorki um að ræða framseljanlegar aflaheim- ildir né heimildir sem heimilt er að nota til almennra veiða. Út- hlutunin er bundin þeim skilyrð- um að fiskurinn sé notaður til þorskeldistilrauna hér við land áframhaldandi rannsókna á þessu sviði. Fiskeldisfyrirtækið Sæsilfur á Mjóafirði hefur tekið í notkun nýjan fóðurpramma eða öllu heldur fljótandi fóðurver. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, tók fóðurverið formlega í notkun á viðstöddu fjölmenni. Starfsemi fyrirtækisins hófst fyrir um einu ári og voru sett út laxaseiði í fyrra fyrir um 800 tonna framleiðslu. Lýst hefur verið yfir að markmið félagsins fyrir á næstu fimm árum sé að ná 12-15 þúsund tonna framleiðslu árlega. Tímamót í rekstri Sæsilfurs Forsvarsmenn Sæsilfurs og gestir virða fyrir sér fiskinn í eldiskvíum fyrirtækisins í Mjóafirði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.