Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 12

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 12
„Við horfum til markaðssetningar á tækjabúnaði okkar í Færeyjum, hér í Noregi en ekki síst teljum við tækifæri til að ná til íslenskra saltfiskframleiðenda. Þess vegna munum við koma á Íslensku sjáv- arútvegssýninguna í byrjun sept- ember og kynna okkar lausnir fyr- ir saltfiskvinnslur,“ segir Jan Håberg, framkvæmdastjóri Nor- dic Supply í Noregi, en Ægir leit við hjá fyrirtækinu á ferð sinni um Noreg fyrir skömmu. Nordic Supply er staðsett í Skodje, í jaðri Álasundssvæðisins og er raunar langt inni í skógi! „Mörgum þykir skondið að hér langt inni í skóginum skuli stað- sett fyrirtæki sem er að framleiða vélar fyrir fiskiðnaðinn en sannast sagna er ágætt að vera hér í næð- inu við þróunarvinnuna,“ segir Jan og undir það tekur Endre Larsen, þróunarstjóri fyrirtækis- ins. Sá vélbúnaður sem þeir hjá Nordic Supply leggja höfuðár- herslu á er flatningsvél fyrir salt- fiskvinnslu. Nú þegar er fjöldi slíkra véla kominn í gagnið í Fær- eyjum og fyrstu kaupendurnir hafa reynt búnaðinn hér á landi en þeir félagar vilja komast í nánari samband við íslenska markaðinn. „Kannski þykir einhverjum skrýt- ið að við skulum horfa til þess að selja vélar fyrir fiskiðnað á Íslandi þar sem Íslendingar hafa sjálfir verið mjög framarlega í þróun á vélbúnaði fyrir fiskvinnslu. Nægir þar að benda á búnaðinn frá Mar- el. Hins vegar er það svo að á þessu sviði eru ekki aðrir að bjóða hliðstæðar lausnir í vélbúnaði fyrir saltfiskvinnslur. Við erum líka að leggja áherslu á kynningu á bún- aðinum hér í Noregi en við finn- um að Íslendingar eru opnari fyrir nýjungum en Norðmenn og þora frekar að reyna fyrir sér. Við mun- um í fyrsta skipti koma á sýningu á Íslandi nú í byrjun september og hlökkum til þeirra daga og við- kynningar við íslenska saltfisk- framleiðendur,“ segja Jan Haberg og Endre Larsen hjá Nordic Supp- ly. 12 F R É T T I R OPTIMAR AS Giske Valderøy N-6050 Valderøy OPTIMAR AS Herøy Mjølstadnese N-6092 Eggesbønes OPTIMAR AS Skodje Haahjem N-6260 Skodje OPTIMAR AS Sula Holsneset 23 N-6030 Langevåg OPTIMAR CHILE LTDA Chile Castellon 22 Dpto. 901 Concepcion OPTIMAR FODEMA SA Spain Aptdo. 1977 E-36200 Vigo Óskum útgerð og áhöfn Þorsteins EA-810 til hamingju með breytingarnar. Frystikerfi skipsins er frá Optimar Nordic Supply í Noregi framleiðir vélar til saltfiskvinnslu og horfir til íslenska markaðarins: „Íslendingar áhugasamir um tækniframfarir“ Jan Håberg, framkvæmdastjóri Nordic Supply við flatningsvélina.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.