Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 14

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 14
14 H A F S B O T N S R A N N S Ó K N I R Leiðangurinn er samstarfsverk- efni þriggja stofnana, þ.e. Haf- rannsóknastofnunarinnar, Orku- stofnunar og Raunvísindastofn- unar Háskóla Íslands. Markmiðið með verkefninu er þríþætt. Í fyrsta lagi er ætlunin að auka skilning á jarðfræði set- laga- og jarðskjálftasvæðisins úti fyrir Norðurlandi milli norður- enda eystra gosbeltisins og Kol- beinseyjarhryggjar, sérstaklega á jarðhniki og myndun setlaga- dælda. Í öðru lagi er markmiðið að auðvelda frekari rannsóknir á vökvastreymi í setlögum undir hafsbotni með því að staðsetja nákkvæmlega staði þar sem lík- legt er að gas eða jarðhitavatn geti streymt upp úr hafsbornin- um, se sem misgengisstalla, hæð- arkolla og aðra bletti með misfell- um í landslagi og botngerð. Slíkir staðir verða rannsakaðir betur síð- ar, m.a. með töku botnsýna. Þriðja meginmarkmiði með sam- starfverkefnu er að auka þekkingu á notkunarmöguleikum fjöl- geisladýptarmælinga við jarð- fræðirannsóknir og auðlinda- könnun á hafsbotni. Nákvæm kort verða til Helstu mælingasvæðin í leið- angrinum eru Eyjafjarðaráll frá mynni Eyjafjarðar norður á suður- enda Kolbeinseyjarhryggjar og svæði frá Skjálfanda norður fyrir Grímsey, sérstaklega djúpið aust- Árni Sverrisson, skipstjóri, í brúnni á Árna Friðrikssyni. Leiðangursstjórarnir tveir ásamt Árna skipstjóra. Frá vinstri: Guðrún Helgadóttir, Hafrannsóknastofnuninni, Árni Sverrisson og Bryndís Brandsdóttir, Orkustofnun. Nú í byrjun júlímánaðar fór hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson í tveggja vikna rannsóknaleiðangur úti fyrir Norðurlandi þar sem gerðar eru fjölgeisladýptarmælingar á hafsbotninum og hann kortlagður. Með þessum leiðangri fæst mjög nákvæmt kort af botninum og strax að loknum fyrstu dögum leiðangursins þótti vísindamönnum um borð komnar fram markverðar upplýsingar um sjávarbotninn á svæðinu og jarðfræðileg fyrirbæri. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson: Fjölgeislamælingar á hafsbotninum fyrir norðan land

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.