Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 17

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 17
17 E R L E N T Útflutningur Norðmanna á karfa hefur minnkað úr 7.805 tonnum á fyrsta ársfjórðungi 2001 í 1.500 tonn á sama tíma 2002. Álitið er að minni afla megi einfaldlega rekja til þess að stofn- inn sé að hrynja. „Við erum auðvitað áhyggju- fullir vegna þessa,” segir Kjell Nedreås við botnfiskdeild Haf- rannsóknastofnunarinnar í Bergen, í viðtali við Fiskaren. Vísindamenn vonast til að fá betri sýn yfir ástand karfastofnsins að loknum fundi CITES, alþjóð- legra samtaka um eftirlit með verslun með villt dýr og plöntur sem talin eru í útrýmingarhættu og afurðir af þeim, í Kaupmanna- höfn. „Við höfum í mörg ár séð að karfastofninn er á niðurleið,” segir Nedreås. Þegar svo við bætist að sjómenn segja lítið aflast af karfa telur hann að það sé að verða hver síð- astur að bregðast við til að bjarga karfastofninum. „Botnfiskrannsóknir hafa und- anfarin ár sýnt að nýliðun karfa- stofnsins er of lítil. Miklar líkur eru á því að það sé vegna ofveiði. Allt fram til 1980, þegar Norð- menn veiddu ekki karfa, var hrygningarstofninn stöðugur en eftir það hefur hann minnkað ár hvert. Til 1990 voru það aðallega Austur-Evrópuþjóðir sem veiddu karfa í Barentshafi. Norðmenn höfðu þá enn engan áhuga á karfa- veiðum en síðastliðin tíu ár hefur karfi verið veiddur frá Andesnes í norðri suður til Trænaegga fyrir utan Mæri. Þær veiðar telur Nedreås ástæðuna fyrir minnkun karfastofnsins. Erfitt að snúa við „Mikið af karfaseiðum kom í rækjutroll í Barentshafi á níunda áratugnum þegar Austur-Evrópu- þjóðirnar veiddu sem mestan karfa þar, en stofninn minnkaði ekki. Það var ekki fyrr en farið var að veiða sunnan 70. breiddargráðu að verulega fór að ganga á stofninn. Nú er alveg bannað að veiða karfa á Trænaeggasvæðinu, en á meðan mikið er veitt norðar verður erfitt að snúa dæminu við,” segir Nedreås. Hann vill þó ekki full- yrða neitt um hvort þarf að alfriða karfann til að stofninn nái að stækka en segir að eftir CITES fundinn, þegar niðurstöður rann- sókna frá mörgum löndum verða bornar saman, muni myndin skýr- ast. Norðmenn óttast að karfinn sé í útrýmingarhættu? Stöðug framleiðsla og hagnaður Færeyingar hafa hætt við að auka framleiðslu í laxeldi frá því sem var í fyrra vegna lágs verðs á laxi og sjúk- dóma í eldisstöðvum. Þrátt fyrir það er útlitið gott í greininni, ekki síst ef hægt verður að vinna bug á laxa- sjúkdómnum ILA með ónæmisaðgerð. „Sem stendur er svolítil umframleiðsla af gönguseið- um og einnig er of lítið pláss fyrir sjóeldið vegna þess að nokkrum fjörðum hefur verið lokað vegna ILA,” segir Heri Hjelm, forstjóri eldisstöðvarinnar Suðurlax, í við- talið við Fiskaren. Hann er einn sá reyndasti í greininni í Færeyjum og segist viss um að verðfallið á laxi í fyrra sé bara tíma- bundið. Í ár hefur verðið stigið verulega. „Eins og verðið á laxinum er núna gefur reksturinn vel af sér og ég er viss um að verðið hækkar út árið. Við höldum framleiðslunni stöðugri en eftirspurnin er að aukast og við erum tilbúnir að mæta henni með aukinni framleiðslu,” segir Heri Hjelm.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.