Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 20

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 20
20 F I S K I R A N N S Ó K N I R Ef skoðaðar eru aflatölur fyrir grá- lúðu á undangengnum árum (frá 1984) kemur í ljós að meðalaflinn á ári er um 35 þúsund tonn. Mest veiddist samanlagt á Íslandsmið- um og utan lögsögunnar árið 1989 eða rösk 60 þúsund tonn en minnst var veiðin fiskveiðiárin 1997/1998 og 1998-1999 eða um 20 þúsund tonn. Talið er að grálúðan við Austur- Grænland, Ísland og Færeyjar sé af sama stofni. Á síðasta ári var heildarflinn á þessu svæði rétt um 28 þúsund tonn sem er svipaður afli og árið áður. Þar af var aflinn um 16.800 tonn á Íslandsmiðum árið 2001, en afli utan ís- lensku lögsögunnar var um 11 þúsund tonn. Þá veiddust rösk sjö þúsund tonn við Austur-Græn- land og fjögur þúsund tonn við Færeyjar. Bróðurpartur veiðinnar á Hampiðjutorginu Grálúða hefur fundist allt í kring- um Ísland, en sjaldséð er hún reyndar fyrir Suðurlandi. Mest er af grálúðu í köldum djúpsjó og lang gjöfulasta veiðisvæði grálúðu er djúpt út af Vestfjörðum, við miðlínu Íslands og Grænlands, á svokölluðu Hampiðjutorgi. Láta mun nærri að á þessu svæði fáist allt að 75% af þeirri grálúðu sem íslensk fiski- skip veiða. Veiðanleg grálúða er talin vera um sjö ára gömul, en kynþroska verður hún á bilinu 9- 12 ára gömul. Grálúðan getur orðið meira en 1 metri að lengd, en frá því er greint í bókinni Sjávarnytjar við Ísland að stærsta grálúða sem mælst hafi á Íslands- miðum hafi verið hvorki meira né minna en 122 cm löng og um 20 kíló að þyngd. Í bókinni kemur fram að grálúðan hrygni í mars djúpt vestur af landinu á meira en 1000 metra dýpi. Einnig sé hugs- anlegt að hún hrygni á hryggnum milli Íslands og Færeyja. Orðrétt segir í Sjávarnytjum við Ísland: „Að lokinni hrygningu vestur af landinu halda fullorðnu grálúðurnar í ætisgöngu norður á bóg- inn og djúpt austur með Norðurlandi, allt til djúpmiða Austurlands. Í apríl og maí er grálúðan stödd djúpt undan Vest- fjörðum og í júní og júlí er hún á Nýjasta frystiskip ÚA, Sléttbakur EA 304, hefur verið á grálúðuveiðum fyrir vestan land og gert það gott. Í fyrsta túr skipsins undir merkjum ÚA var aflaverðmætið yfir 130 milljónir króna. Þessar myndir voru teknar þegar unnið var að löndun á þessum grálúðufarmi úr Sléttbaki.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.