Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 26

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 26
26 V E R Ð M Æ T I S J Á VA R FA N G S Í kjölfar þessara tillagna skipaði sjávarútvegsráðherra eins og áður seg- ir í janúar sl. stýrihóp um aukið verð- mæti sjávarfangs og er honum ætlað að skila af sér álitsgerð í september nk. Liður í vinnu starfshópsins var um 60 manna fundur ýmissa aðila í sjáv- arútvegi í Reykjavík þann 14. maí sl. þar sem reifaðar voru skoðanir og hugmyndir sem að gagni kynnu að koma við mótun endanlegra tillagna starfshópsins. Fundarmenn skiptu sér upp í nokkra hópa sem fjölluðu um afmörkuð svið innan sjávarútvegsins. Hér á eftir verður tæpt á nokkrum at- riðum sem fram komu á fundinum og er stuðst við fundargerð Páls Gunnars Pálssonar. Veiðarfærarannsóknir aðkallandi Í starfshópi sem fjallaði um hráefni, þ.m.t. veiðar, meðferð afla, geymslu o.fl. kom m.a. fram að veiðarfærarann- sóknir væru mjög mikilvægar, ekki síst varðandi umgengnina við auð- lindina og áhrif þeirra á gæði hráefn- isins. Einnig þurfi að skoða hvort ekki sé unnt að flokka lifandi fisk í sjó og taka þannig aðeins til vinnslu þann fisk sem henti hverju sinni. Þá töldu menn mikilvægt að efla fræðslu til sjómanna um allt sem snýr að veiðum og meðferð afla og koma á samræmdu ferskfiskmati fyrir fisk- markaði. Að mati starfshópsins felast ákveðin tækifæri í að auka verð- mæti með því að nýta kolmunna meira til manneldis, einnig bæri að kanna nýtingu vannýttra teg- unda eða stofna sem ekki hafa verið nýttir. Hópurinn lagði áherslu á að vinna meira að því að nýta loðnu bet- ur til manneldis en nú er gert. Slíkar rannsóknir eru raunar hafnar og eru allrar athygli verðar. Framleiðsluvörur nær neytendum Í vinnuhópi um fiskvinnsluna kom fram að framleiðendur verði almennt að gera sér grein fyrir kröfum markað- arins og þörfum neytenda. Almennt sé minni tíma eytt í eldun í heima- húsum og það sama eigi við um veit- ingahús þar sem krafan sé að fækka dýrum starfskröftum í eldhúsum. Neytendur borði einnig oftar utan heimilis. Það sé því mikilvægt að vinnslurnar framleiði afurðir sem komist lengra inn á markaðina og nær neytendunum. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir þörfum þessa vaxandi markaða. Áhugi kaupenda á heilnæmi og uppruna afurða hafi einnig aukist og þurfi að horfa til þess. Bent var á að matarverð hafi al- mennt lækkað en á sama tíma hafi hérlendur fiskur hækkað í verði. Því megi búast við aukinni samkeppni og fremur ólíklegt sé að hægt verði að ná auknum verðmætum með verðhækk- unum. Því gæti sjávarútvegurinn staðið frammi fyrir ákveðinni varnar- baráttu því frekar líklegt sé að verð á sjávarafurðum komi til með að lækka og því verði að ná fram hagræðingu í greininni. Það er unnt, að mati vinnu- hópsins, með því m.a. að stækka fyrir- tækin, sameina þau eða efla samvinnu þeirra í milli. Ef ekki tekst að ná nið- ur kostnaði í greininni er að mati vinnuhópsins hætta á að fram- leiðslan flytjist þangað sem kostnaður er lægri. Eldi geti tryggt stöðugra framboð Menn voru almennt sammála um að eins og staðan er núna væri hráefnis- kostnaður of hár fyrir vinnslurnar, en eldi gæti tryggt stöðugra framboð af hráefni og gefið möguleika á að stýra vinnslunni betur. Varðandi einstaka fisktegundir kom fram það mat hjá vinnuhópinum að þorskur, síld og kolmunni gætu gefið meiri af sér meiri verðmæti. Verð- mæti þorsks mætti helst auka með bættri nýtingu, auknu eldi, vinnslu á ferskum afurðum og vinnslu sem kæmi afurðum lengra inn á markað- inn. Verðmæti síldar, kolmunna og loðnu gæti aukist ef meira væri unnið af hráefninu til manneldis og með vinnslu sem kæmi afurðum lengra inn á markaðinn. Ýmsir möguleikar með aukahráefni Einn vinnuhópurinn fjallaði um það sem kalla má aukahráefni, t.d. af- skurður, hrogn, lifur o.fl, og einnig kom hann inn á líftækni úr sjávar- fangi. Nefnt var í hópnum að til dæmis mætti bæta loðnuhrogna- vinnslu og í humarvinnslunni sáu menn einnig fyrir sér að auka mætti verðmæti með t.d. bættum veiðiað- ferðum. Einnig var bent á möguleika á að nýta ýmislegt sem ekki hefur ver- ið nýtt til þessa og flokkast ekki sem aukahráefni, t.d. sjávarörverur og þör- ungagróður. Horft verði til fárra eldistegunda Í vinnuhópi um fiskeldi kom fram sú skoðun að veltan í greininni gæti ver- ið nálægt 7 milljörðum króna eftir fimm ár og um 20 milljarðar eftir tíu ár, en til samanburðar er veltan í hér- lendu fiskeldi um einn milljarður króna í dag. Vinnuhópurinn taldi lík- legt að þær tegundir sem nú eru aðal- lega í eldi á Íslandi lax og bleikja, standi undir vextinum næstu fimm árin en til þess að ná hugmyndum um 20 milljarða árið 2012 þurfi nýjar tegundir að koma til og líklega muni þorskurinn vega þar þyngst. Vinnuhópurinn taldi rétt að Íslend- ingar horfðu til fárra eldistegunda því ætla mætti að kostnaður við að þróa nýja fiskeldistegund sé ekki undir 2 milljörðum. Almennt voru menn á þeirri skoðun að þorskeldi sé vænleg- ur kostur og leggja beri áherslu á verkefni tengd því. Fram kom sú skoðun að mikilvægt væri að eitt ráðuneyti hafi allt fiskeldi á sinni könnu og að settur verði sjálfstæður lagarammi fyrir fiskeldi. Til þess að ná fram stærðarhag- kvæmni var rætt um mikilvægi þess að framleiða seiði í verulegum mæli og þá var lögð áhersla á verkefni Óneitanlega er horft til þess að fiskeldi gæti tryggt stöðugra framboð af hráefni og gefið möguleika á að stýra vinnslunni betur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.