Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 27

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 27
27 V E R Ð M Æ T I S J Á VA R FA N G S tengd fóðrun og fóðurgerð sem mikil- vægan þátt í að byggja upp hag- kvæmt fiskeldi. Sömuleiðis ræddi vinnuhópurinn um mikilvægi þess að efla menntun í fiskeldi til þess að fjölga eins og kostur væri fagmennt- uðu fólki í þessari atvinnugrein. Upplýst og vel þjálfað starfsfólk Í verkefnahópi um búnað og þekk- ingu, þar sem m.a. var rætt um vél- og hugbúnað, ráðgjöf o.fl., var lögð áhersla á mikilvægi þess að í fisk- vinnslu starfaði vel upplýst og þjálfað starfsfólk, slíkt kynni að hafa úrslitaá- hrif á meðferð og gæði fisks. Að mati hópsins er unnt að koma kynningar- og upplýsingaefni til skila með t.d. námskeiðum, myndböndum og marg- miðlun. Fulltrúar tækjaframleiðenda í vinnuhópnum tóku undir mikilvægi þjálfunar fólks en bentu líka á að þeirra markmið sé m.a. að gera starf- semi afkastameiri og létta þeim störf, sem hafi í för með sér fækkun starfa. Að þeirra mati ætti að leggja áherslu á nýsköpun. Fram kom að meðal athyglisverðra verkefna er að þróa veiðarfæri sem velja aflann í veiðarfærin, sem aftur gæti aukið gæði og dregið úr brott- kasti. Einnig kom fram að áhugavert væri að smíða hugbúnað sem hefði yfir að ráða upplýsingum um t.d. veiðisvæði og fiskvinnslu m.t.t. pakkninga og tegunda. Þetta er talið mögulegt í því ljósi að í tölvukerfum sjávarútvegsfyrirtækja er mikið magn upplýsinga sem geta nýst til að setja saman slíkt hugbúnaðarkerfi. Tillögur til sjávarútvegsráðherra Ætlunin er að stýrihópurinn skili til- lögum til sjávarútvegsráðherra um hvernig unnt sé að auka verðmæti sjávarfangs. Það má segja að gagnaöfl- un sé að mestu lokið. Meðal annars fórum við til Noregs til þess að kynna okkur hvernig Norðmenn hafa staðið að sambærilegu verkefni. Eitt af því sem stýrihópnum var falið var að afla upplýsinga um fyrirmyndir erlendis frá. Menn hafa verið að setja upp stefnumótandi þætti í sjávarútvegi til þess að auka verðmæti.. Meðal annars hafa Ástralir gert slíkt hið sama og það sama má segja um Dani,” segir Páll Gunnar Pálsson, starfsmaður stýrihópsins. „Í framhaldinu er hug- myndin að setja í gang verkefni í hag- nýtum rannsóknum og þróunarvinnu. Við það er miðað að áætlanir verði settar upp til fimm ára í það minnsta fyrir ákveðin verkefni. En endanleg útfærsla er í höndum sjávarútvegsráð- herra,” segir Páll Gunnar. Ástæða þykir til að efla fræðslu sjómanna um allt sem snýr að veiðum og meðferð afla og koma á samræmdu ferskfiskmati fyrir fiskmarkaði. Fiskur sótthreinsaður í ósonbaði Fiskaren segir frá því að fyrir- tækið Ozone Products í Seattle, sem sérhæfir sig í framleiðslu búnaðar til að sótthreinsa matvörur, býður nú OP20, ósonbað til að sótt- hreinsa fisk. Vélbúnaður þessi er aflang- ur, ferkantaður tankur með sugu í lokinu. Gegnum tankinn liggur færiband, tengt fram- leiðslulínunni, og flytur fisk- inn niður í ósonbaðið. Tals- menn Ozone Products fullyrða að slík sótthreinsun drepi meðal salmonella- og listeri- abakteríur. Á netsetri fyrirtækisins er fullyrt að óson drepi 99,95% af öllum bakteríum á umhverf- isvænan máta þar eð engar gufur myndist því að óson verði tiltölulega hratt að súr- efni og þar að auki sé aðferð- in 3.000 sinnum öruggari en sótthreinsun með klóri og ennfremur sótthreinsist vél- arnar ekki síður en matvælin sem framleidd eru. Búnaðurinn við ósonbaðið er rafknúinn og nýtist við vinnslu á heilum fiski, flökum og hrognum. Vegna loftsugunnar í lokinu lekur ekkert óson út í and- rúmsloftið í vinnslusalnum. Það er mjög mikilvægt vegna þess að lyktarskyn getur minnkað tímabundið ef menn anda að sér ósoni og þar með finna þeir síður lykt af skemmdum fiski.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.