Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 33

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 33
33 F R É T T I R Gas í sjávarútveginn Noregur selur náttúrugas suður til Evrópu fyrir milljarða norskra króna en það kynni að vera tíu sinnum arðsamara að nota gasið í sjávarútvegi og fiskeldi heima fyr- ir. Þetta kemur fram í skýrslu sem GassSenteret og ráðgjafarfyrirtæk- ið Polytec hefur unnið fyrir stjórn Rogalandsfylkis. „Við eyðum miklum peningum og verðum því að þéna mikið,“ segir Jakob Eng hjá GassSenteret, sem er stofnun á vegum Roga- landsfylkis, sveitarstjórna, olíufé- laga og fleiri, segir Eng í viðtali við Fiskaren. Mikil áhrif Eng bendir á að afurðir úr hafinu, jafnt fiskur sem gas, eru seldar nánast óunnar. Gas er hægt að nota nánast í öllum greinum fisk- veiða og fiskvinnslu og með því álítur Eng að hægt sé að auka gæði og hækka verð sjávarfangs. Í skýrslunni eru eftirtaldir notkunarmöguleikar taldir koma til álita: • Knýja kælivélar með gasi. • Nota gasið til upphitunar, þurrkunar á saltfiski, fiskimjöli og fóðri og til að þíða frosnar sjávarafurðir. • Nota gasið við að baka, steikja, grilla og gratínera. • Nota afgasið sem áburð á smá- þörunga, sem úr eru unnin efni til matvæla-, snyrtivöru- og lyfjaframleiðslu sem og efni til að blanda í margs konar fram- leiðslu. • Að pakka hvítfiski og laxi í um- búðir með koldíoxíði lengir tímann sem fiskurinn helst ferskur. Mikilvægt að framleiða góða vöru Eng telur ákaflega mikilvægt að ferskfiskur og unnið sjávarfang sé góð vara. Sé svo telur hann afurð- irnar auðseldari og innflutnings- tollur á þeim muni lækka í við- skiptalöndunum. Til að hægt verði að auka verð- mætasköpun í sjávarútvegi með notkun náttúrugass þarf ýmislegt að breytast, meðal annars verður að nýta gasið sem eldsneyti til lands og sjávar. • Gera þarf flutninga umhverfis- vænni með því að flytja sjóleið- is. • Minnka þarf rúmmál fisks og annarra sjávarafurða með því að vinna þær meira fyrir flutning. • Nota aðra kælitækni en ís. • Aðgengi að hráefni verður að tryggja með góðri rammalög- gjöf. GassSenteret á að skoða betur nokkur atriði í skýrslunni en ekki er enn ákveðið hverja. Eng vonar að þegar ráðamenn kynna sér skýrsluna muni renna upp fyrir þeim ljós og þeir nýti sér sem mest af upplýsingunum. Röng fiskveiðistefna Löggjöf, kvóti og úthlutun hans til veiðiskipa er lítt til þess fallin að halda úti sterkum veiðiflota og vernda fiskistofna, segir Jakob Eng í fréttatilkynningu um notk- un náttúrugass í sjávarútvegi og fiskeldi. „Fiskurinn er að stórum hluta veiddur í Norðursjó, rétt við stofudyrnar hjá okkur, en honum er að miklu leyti landað í öðrum höfnum en norskum og fluttur til landa innan Evrópusambandsins. Við töpum í samkeppninni um löndun gæðavöru,“ segir Eng. Samið um starfsmennta- mál sjómanna innan SSÍ Samkomulag hefur tekist milli Samtaka atvinnulífsins og LÍÚ annars vegar og Sjómannasam- bands Íslands hins vegar um starfsmenntamál þar sem gert er ráð fyrir því að vinna að átaki í starfsmenntun sjómanna og er þar átt við eftir- og endurmenntun sjómanna til að auka hæfni þeirra til að sinna nýjum og breyttum störfum um borð í fiskiskipum. Samn- ingurinn gildir til 15. maí 2004. Fram kemur í samningnum að verk- efninu verði tryggðar 45 milljónir króna á samningstímanum frá Atvinnuleysistrygg- ingasjóði, með sam- bærilegum hætti og starfsmenntaverkefn- unum Starfsafli og Landsmennt, sem eru átak í starfsfræðslu- málum ófaglærðra. Að auki geta einstök verkefni verið fjármögnuð með styrkjum úr starfsmenntasjóðum og beinum tekjum af rekstri námskeiða. Í samningnum segir að í ljósi vaxandi krafna um mælanlegan árangur í starfsmenntun skuli koma upp kerfi sem tryggi að fjármunir séu vel nýttir og að hægt sé að koma við formlegu mati á verkefninu og einstökum þáttum þess. Haustið 2003 skulu samningsaðilar fá óháðan aðila til að leggja mat á árangur verkefnisins og hvaða ávinningi það hefur skilað fyrir sjávarútveginn. Með hliðsjón af þeirri niðurstöðu skal taka ákvörðun um hvort af áframhaldandi samstarfi verði. Skýrsla þar um skal liggja fyrir eigi síðar en í janúar 2004.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.