Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 36

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 36
36 Eins og um var samið skilaði Slippstöðin verkinu þann 31. maí sl. Þessi mynd var tekin þann dag af skipinu á Eyjafirði. Viðamiklar endur- bætur á Mánabergi ÓF Þann 31. maí sl. lauk Slippstöðin á Akureyri við viðamiklar endurbætur á Mánaberginu ÓF, frystiskipi Þormóðs ramma-Sæbergs hf. Verkið fólst fyrst og fremst í því að endurnýja vinnslubúnað skipsins, skipta um bróðurpart togdekksins og smíða veltitank á skipið. Auk þess var sett í það ný ljósavél. Þetta er viðamesta verkefni sem Slippstöðin hefur ráð- ist í mörg undanfarin ár og markar ákveðin tímamót. Ljóst er að fleiri útgerðir hafa fylgst vel með hvernig til tækist með Mánabergið og vel gæti verið að Slippstöðinni yrði í framhaldinu falið að ráðast í fleiri verk af svipuðum toga. Hér má sjá niður á neðra þilfar. Byrjað er að setja nýja hluta togdekksins niður. Slippstöðin forsmíðaði togdekkið í flekum. Hér er verið að hífa einn slíkan um borð þann 20. mars sl.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.