Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 40

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 40
40 S K I PA S T Ó L L I N N „Í stórum dráttum má segja að við höfum haft að leiðarljósi að vinnslunni væri vel fyrir komið til þess að tryggja sem best hrá- efni. Þetta er nokkuð hefðbundin fiskvinnslulína um borð í frysti- togara og hún er alfarið smíðuð og hönnuð hér heima. Ég tel að í þessum efnum stöndum við Ís- lendingar mjög framarlega í heiminum og jafnvel erum við fremstir,” segir Sigtryggur. „Í þessum verki finnst mér vel hafa tekist til. Þeir Slippstöðvarmenn hafa unnið þetta mjög vel, ég er mjög ánægður með útkomuna, það er eitt orð yfir það.” Sigtryggur bindur miklar vonir við að þessar viðamiklu breyting- ar á Mánaberginu séu aðeins byrj- unin, Slippstöðin eigi eftir að taka fleiri skip í viðamiklar breyt- ingar enda hafi hún alla burði til þess. „Það er alveg klárt að menn fá ekki svona fiskvinnslulínu á sambærilegu verði annars staðar í heiminum. Ég tel því að þetta sé mjög hagkvæm framkvæmd fyrir útgerðina. Segja má sem svo að stálið megi fá ódýrara til dæmis í Póllandi, en þegar á heildina er litið tel ég að ekki sé hægt að bjóða hagstæðari lausn í erlend- um skipasmíðastöðvum.” Sigtryggur segist ekki geta státað af því að hafa verið til sjós, en það hafi ekki komið að sök við hönnun á sérhæfðum búnaði eins og er um borð í Mánaberginu. „Ég hef fengið ágætar ábendingar frá sjómönnum hérna um borð og það hefur mikið að segja. Við lögðum fram okkar tillögur og síðan gerðu sjómennirnir athuga- semdir. Útkoman var sameiginleg niðurstaða um bestu lausnirnar,” segir Sigtryggur Guðlaugsson „Mjög ánægður með útkomuna“ - segir Sigtryggur Guðlaugsson, hönnuður hjá Teiknistofu KGÞ Hér er verið að hífa nýja Mitshubishi ljósavél um borð í Mánabergið. Vinnslulínan var forsmíðuð inni í Slippstöð og síðan var hún hífð um borð í einingum og sett þar saman. Sigtryggur Guðlaugsson, iðnfræðingur hjá Teiknistofu KGÞ á Akureyri, sem er reyndar núna farinn að starfa hjá Slippstöðinni hf., hafði yfirumsjón með hönnun breytinganna á Mánaberginu. Hann segir að þetta verkefni hafi verið mjög skemmtilegt og hann lýsir ánægju með hvernig til hafi tekist. Í það heila segir Sigtryggur að ekki sé óvarlegt að ætla að hann hafi varið um 700 tímum í hönnunina og eftirlit meðan á framkvæmdum stóð. Það svarar til um fjórum mánuðum. Sigtryggur Guðlaugsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.