Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 38

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 38
38 E R L E N T Súpa úr hákarlsuggum er í tísku og seld fyrir allt að 100 dollara skammturinn á veitingahúsum í Bandaríkjunum og Asíu. Þessi ábatasama eldamennska kostar 100 milljónir hákarla lífið árlega og stofnum hákarla í heimshöfunum er ógnað, er sagt á netsíðunni forskning.no. Spurn eftir þessari sérstöku súpu eykst og enn fleiri hákarlar týna lífinu. Uggarnir fást gjarna þannig að hákarlinn er veiddur, uggarnir skornir af honum og honum síðan sleppt, skrifar tímaritið Nature. Þótt hákarlinn sé lifandi þegar honum er sleppt drepst hann fljótlega. Hægt að greina hákarlinn Nýuppfundið genapróf kann að gera mögulegt að greina hákarlinn og komast þannig að því hvaða tegundir eru í mestri útrýmingarhættu og setja síðan lög um veiðina. Sem stendur er næstum ógerlegt að komast að því af hvaða hákarlategundum uggarnir eru og enginn fylgist með því hvaða tegundir eru veiddar. Með DNA-prófinu verður hægt að greina tegundina með því að taka lítið sýni úr uggavefnum. Vísindamennirnir sem þróuðu prófið hafa sjálfir greint 75 þurrkaða ugga sem voru á markaðinum í Hong Kong. Hákarl í tísku Nú hefur síldarstúlknanna loksins verið minnst á verðugan hátt fyrir hið erfiða og mikilvæga starf sem þær inntu af hendi. Í Fiskaren segir frá opnun Fiskidaganna í Åkrehamn þar sem minnismerkið „Síldarstúlkan“ var afhjúpað. Þar má sjá síldarstúlku sem stendur við tunnuna og þurrkar svitann af enninu með handarbakinu. Fyrir rúmum tveimur árum var Þróunarnefndinni í Åkrehamn falið að láta gera styttu til heiðurs síldarstúlkunum. Í sögu síldveið- anna ber mest á körlum. Þar eru nefndir til aflakóngar, útgerðar- menn, eigendur síldarplana og síldarspekúlantar. Kvenfólkið sem „var í síld“ hefur ekki fengið mikla athygli og því átti að breyta. Mikil vinna „Síldarstúlkurnar unnu gríðarlega mikið verk og skerfur þeirra var byggðarlaginu mikilvæg tekju- lind. Með þessari styttu viljum við veita þeim þann heiður sem þeim ber,” segir nefndarmaðurinn Gudrun Pedersen. Nefndin fékk listamanninn Arne Mæland frá Os til að gera styttuna. „Stytt- unni var ætlaður staður við innri höfnina í Åkrehamn og við vild- um að hún væri alþýðleg. Þess vegna völdum við Mæland,” segir Pedersen. Hátíðleg afhjúpun Varaformaður fylkisráðsins, Kjell Birger Medhaug, setti hátíðina. Þar voru mættar konur, sem á sínum ungu dögum höfðu verið „í síld“ og fyrir þær var afhjúpun styttunar einstæður atburður. Þegar léreftið hafði verið fjarlægt var fagnað með lófataki. Bæjarbúar voru afar ánægðir. „Síldarstúlkan“ var mynduð í bak og fyrir þar sem hún hafði rétt úr sér við tunnuna og þurrkaði svit- ann af enninu. Erfið vinna Eftir afhjúpunina var síldar- stúlknanna minnst með upplestri þar sem Søren S. Sørensen kynnti þær fyrir áheyrendum; skyldu- ræknar, kátar og duglegar: „Það var ekki fyrir væflur að vera síldarstúlka. Síldarnar þurfti að leggja snyrtilega, eina og eina, í lög frá botni tunnunnar og vanda sérstaklega efsta lagið. Meira en 400 sinnum þurfti síld- arstúlkan að beygja sig ofan í og yfir tunnuna áður en hún fékk merkið í stígvélið sitt. Þannig stóðu þær daginn út og daginn inn og ósjaldan næturnar líka.” Síldarstúlkurnar heiðraðar Dýrasvif veldur stórtjóni Fiskeldisstöðin Fjord Seafood Scotland varð fyrir stórtjóni af völdum óþekktrar tegundar dýrasvifs. Mikið af fiski drapst og er tapið áætlað 54-68 milljónir ísl. króna. Tryggingar fyrirtækisins munu bæta tjónið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.