Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 11

Símablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 11
SÍMABLAÐIÐ 11 Bandalag hinna vinnandi stétta. 1 júlímánuöi síöastl. sendi Alþýðusam- band íslands frá sér ávarp. Er í því boö- uö stofnun mikils bandalags ýmsra stétta, íélaga og' pólitískra flokka, á komandi 'hausti. Meöal þeirra aöila; sem boöin er þátt- taka, er Bandalag- starfsmanna ríkis og bæja. 1 siðasta tölublaði Símablaösins er nokk- uö rætt um' afstööu Bandalagsins til Al- þýðusambandsins. Er þar fagnaö yfir því, aö Alþýöusambandiö skyldi bera gæfu til þess, að brjótast undan oki hinna póli- tísku flokka, og vonandi væri, aö þaö gæti hrist áhrif þeirra af sér aö fullu; — en sýnilegt væri, að enn hefði það ekki tekizt. Bent var á þaö, að samvinna milli Bandalagsins og Alþýðusambandsins í ýmsum málum myndi veröa báöum aðilum mikill styrkur, en til þess að hún gæti tekizt, yröi hin pólitíska hreingerning aö vera annað en oröin tóm. En hvað sýnir þá þetta ávarp Alþýðtt- sambandsstj órnarinnar ? iBer þaö með sér, að Alþýðusambandið telji sjálfsagt, að hagsmúnasamtök laun- þega, — þar á meöal Alþýðusambandið, eigi ekki að líða pólitísk áhrif og pólitísk átök innan vébanda sinna? Það er nú eitthvað annað. Til stofnunar Bandalags hinna vinnandi stétta er boðin þátttaka þrem stjórnmálaflokkum, og ýms- um pólitískum samtökum. Einum stjórnmálaflokki er ekki boðin þátttaka — Sjálfstæðisflokknum. Það út af fyrir sig sýnir, hve vanhugsuð þessi hugmynd er. í félögum þeim og stéttasamtökum, sem boðin er þátttaka, —■ ekki sízt í Bandalagi starfsmanna rikis og bæja, er vitanlega stór hópur manna er fylgir Sjálfstæðis- flokknum. Það hefir sýnt sig að innan Alþýðusambandsins sjálfs, er sá hópur ekkert lítill. Hvernig myndi þessi hópur manna innan hinna einstöku stéttafélaga og stéttasambanda taka því, ef þeir einn góðan veðurdag væri orðnir þátttakendur í bandalagi launastéttanna við Alþýðu- flokkinn, Framsóknarflokkinn, Sósíalista- flokkiún, Félag byltingarsinnaðra rithöf- unda og fleiri þvílík samtök? Og hvernig myndi þeir fylgismenn þess- ara stjórnmálaflokka, meðal launastétt- anna, sem skilja hættuna af því, að leiða pólitísk áhrif og áróður inn í stéttafélögin, og ekki eru blindaðir af flokkshyggju — hvernig myndi þeir taka því? — Hér er verið að leika með eldinn, — fyrir utan það, að hér er um að ræða einhverja graut- arlegustu hugmynd á sviði félagsmála og stéttasamtaka, sem hugsast getur. — Vonandi eru stéttafélögin nægilega þroskuö til að láta ekki leiða sig út á svo hálan ís. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefir að minnsta kosti öðrum þýðing- armeiri málum að sinna en stofnun slíkra samtaka. A. G. Þ. £.ftd.uAskob.im iaunaia^anna. Loksins hefir ríkisstjórnin tekið rögg á sig og ákveðið að leggja fyrir haustþingið frumvarp til nýrra launalaga. Hefir fjár- málaráðherra skipað nefnd til að endur- skoða launalögin. Er nefndin þannig skipuð, að Bandalag starfsmanna ríkis og bæja til- nefnir 2 níenn, þingflokkarnir i mann hver og fjármálaráðherra i. Er það í fyrsta sinn, að opinberir starfs- menn eiga fulltrúa í slíkri nefnd. Ber að fagna því, að ekki er lengur gengið á snið við þá, þegar launakjör þeirra eru tekin til athugunar, — enda verður ekki lengur gengið framhjá samtökum þeirra. í nefndinni eiga sæti: Magnús Gíslason skrifstofustjóri, sem er formaður hennar. Guðjón Guðjónsson skólastjóri (Alþfl.), Hlöðver Sigurðsson skólastjóri (Sósíalista- f 1.), Jakob Möller alþm. (Sjálfst.f 1.), Sigur vin Einarsson kennari (Frams.fl.), Guðjón

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.