Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 20

Símablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 20
20 SÍMABLAÐIÐ um, eiga uppsprettu sína í litlu harðbala- kotunum upp til heiða. ViS- komum þreytt og vegmóð til Akur- eyrar í mildu regni í bænum. ÞaS, sem ger- ir Akureyri sérkennilega i augum aSkomu- manna, eru trjágarSarnir. Hér sySra hefir trjáræktin aS vísu færst í aukana undan- farin ár, en þrátt fyrir vaknandi áhuga stöndum viS Akureyrarbúum langt aS baki í smekkvísi og hirSu á þessu sviSi. Séra Matthíasi fannst EyjafjörSur feg- urst byggS á landi hér. En ég segi þaS sama um landslagiS og kveníólkiS : þaS er svo víSa fallegt, aS erfitt er um aS dæma. Eg leiSi hjá mér aS minnast á fundar- störf alvarlegs efnis, enda er gerS grein fyrir öllu slíku annarsstaSar í blaSinu. AS loknum fundarstörfum var setzt aS sam- eiginlegum fagnaSi og hófust nú almenn kynni. Af hinum stóra hóp félagsmanna FÍS á Akureyri eru aSeins 4 karlmenn. Mér fannst dálítiS broslegt aS mæta umboSs- manni félagsins, Karli Ásgeirssyni, augliti til auglitis í fyrsta sinn, en hafa þó unniS ,.á móti honum“, eins og þaS er kallaS á símamáli, síSan 1928, eSa nær 15 ár, og g'eta vil ég þess, aS ég varS ekki fyrir vonbrigS- um. Ekki eru símastúlkurnar síSri stall- systrum sínum hér fyrir sunnan um þokka °g smekkvísi. Sumum okkar fannst þær jafnvel frémri hvaS fegurS snertir. Eg skal þar engan dóm á leggja, enda hefir mér alltaf reynzt bezt aS vera diplomat í kvennamálum. En segja má ég þaS, aS vara mega aSrar stéttir sig á samanburSi viS símastúlkurnar okkar, hvar sem er á land- iuu. — ÞaS var glatt á hjalla yfir borSum, og þar sem viS vorum ellefu aS tölu karl- mennirnir aS sunnan, lagaSist hlutfalliS milli kynjanna. Undir borSum voru haldn- ar ræSur og dans stíginn á eftir. Þessu næst var haldiS lieim til frú SigríSar DaviSs- dóttur og setiS þar viS rausn og gleSskap unz leiSir skildust. Margar lausavísur voru gerSar í ferS þessari, og skal hér ein þeirra birt. Minning, þú ert beizk á bragS% og býsna stopul kynni. Þó er ein um ljósan lagS, sem líSur seint úr minni. Eg held aS kynnisför slík sem þessi sé mikils virSi félagslega séS, og eitt er vist, aS í huga mínurn skilur hún aSeins eftir góSar endurminningar, en enga beizkju. Beztu þakkir fyrir síSast! Gp. Fréttir. Unga fólkið streymir í hjónabandið. 15. maí gengu í hjónaband Gestur Jóns- son, viSskiptafræSingur, starfsmaSur í aS- albókhaldi Landssímans, og ungfrú Kristín V.. Jónsdóttir, verzlunarmær. 5. júní: Hafsteinn Þorsteinsson, símamaS- ur, og ungfrú Margrét Snorradóttir. 5. sept.: Ungfrú GuSrún Sveinsdóttir, talsímakona í Rvík, og Dýrmundur Ólafs- son, lögregluþjónn. 5. sept.: Jón Kvaran, símritari, og ungfrú Þorbjörg Magnúsdóttir, fyrv. talsímakona í Rvík. 8. j úní: Ungfrú Fanney GuSmundsdóttir, skrif- ari, og FriSrik Magnússon, lögfræSingur, Akureyri. Hafsteinn Þo-rsteinsson, símritari, hefir veriS ráSinn símastjóri á ReySarfirSi frá 1. júlí, og hefir nú stöSin veriS flutt í hiS nýjá hús, er Landssíminn hefir byggt þar. Einnig; hefir GuSmundur Pálsson, sím- virki, veriS ráSinn símastjóri í Höfn i HornafirSi, og stöSin þar flutt í nýtt hús, er Landssíminn hefir byggt. Hefir þótt nauðsynlegt, vegna hins nýja fjölsímakerf- is austur unr land, aS hafa tekniskt lærSa símastjóra viS þessar stöSvar. Árni Einarsson, símastjóri í MiSey, og kona hans, Margrét Sæmundsdóttir, hafa nú flutt aS Hvolsvöllum á Rangárvöllum, og tekiS viS hinni nýju símastöS þar. Brynjólfur Eiríksson, húsvörSur, heíir haft verkstjórn á hendi í sumar viS lagn- ingu jarSsíma yfir FjarSarheiSi.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.