Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 39

Símablaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 39
SlMABLAÐlÐ 45 falliö hefSu af boröum húsbóndans, í fáum orðum sagt? Ég efast ekki um aö innan vinnuveit- endastéttarinnar eru menn sem eru fram- sýnir og réttlátir, en þeir eru of fáir og gætir því miöur of lítiö, en veröa að láta berast meö straumþunganum þ. e. meiri- hlutanum. Ég- er þess viss aö óþarft er að færa þetta frekar í letur, því óhugsandi er ann- aö, en að niðurstaðan hjá okkur öllum verður sú sama, eftir litla umhugsun. Og einmitt af þessu, ber okkur að hlúa sem bezt að samtökum okkar, það er okkar eigin tilvera sem hér er urn að ræða. Fólk gætur haft þær stjórnmálaskoðanir sem' því sýnist, það er aðeins heilög skylda þess að standa þétt saman um lífsafkomu sína og annarra. Þá á og að sýna það í verki, að hver og einn leggi sína einstakl- ingskrafta fram, sem svo verða að órjúf- anlegri heild, þegar allt er sameinað. Þetta gerir fólk fyrst og fremst með því að sækja alla þá fundi sem samtökin halda, ekki aðeins þá fundi sem það ímyndar sér að einhver smávegis skoðanamunur verði á einhverjum smámálum, eða að kjósa á stjórn i félagið, heldur alla þá fundi sem félagsstjórnin boðar til, því í hvert skipti, sem það er gert, er verið að tilkynna fé- lögunum um áríðandi mál, eða fá þeirra samþykki fyrir þvi, sem stjórnir vilja láta félagana sjálfa, og alla ráða, en ekki ör- fáa menn innan samtakanna Minnumst þess, bæði eldri og yngri, að með einlægri samvinnu og samhug, er okkur rétturinn tryggður í öllum málum. Verum sanngjarnir en hispurslausir, enga hálfvelgju, heldur þrótt, — þrótt, sem Éyggður er á föstum grunni, staðfestu og réttlæti sem sýnir hvers vér erum megnug. Það er grunnurinn sem vér eig- um að byggja á, og tryggir okkur loka- sigurinn, þvi munum það. að réttlætið sigrar ætið að lokurn. II. Einn þýðingarmikill liður í samtökum okkar er að fólkið kynnist hvert öðru, því samvinnan verður þá ætið meiri og betri, en það er einmitt það sem yér ?tefn- um að, eins og áður er sagt. Og þess vegna höfum vér haldið hin svokölluðu kynning- arkvöld. Ég álít þau séu góð, en að minni hyggju ættu þau þó að geta verið enn betri. Ég vil hafa þau rneira í anda kvöldvökunnar, eins og þær hafa verið á heimilunum, hér áður fyrr. Allir geta lagt þar fram krafta sína, með upplestri, kvæðum, gamansög- um, þjóðsögum, ferðasögum o. s. frv., eða öðru. Flestir geta sungið eitthvað, ef allir gera það í sameiningu. Hægt er að þreyta kappskák, og spilaJkeppni. Það er svo rnargt sem hægt er að gera, til að gera þessar fáu kvöldstundir að sameiginleg- um skemmtikvöldum samtaka samstarfs- manna. Ég er síður en svo á móti því að þar sé dansað, en ég álít að þar eigi að vera margt fleira, eins og áður er sagt, til skemmtunar. Dansinn er góður, en sé hann eingöngu, kernur annar blær yfir þessar kvöldstundir, en á að vera, enda er það nú orðið vnjög hversdagsleg skammt- un. Ég álít að þessar kvöldstundir sam- starfsmanna, séu mjög góður liður á aukn- um skilningi á, hvað stéttasamtökin eru okkur mikils virði. Og einmitt þessvegna ber okkur að vanda sem bezt til þeirra. Nú er þetta herrans ár, árið 1943, að kveðja, „og aldrei það kemur til baka". Vér höfum einskis annars að minnast þess nema alls góðs, þó það hafi ekki ver- ið neitt sérstaklega minnisstætt, að öðru en góðu og rólegu félagslífi. Hvers vér þurfum að vænta á næsta ári, er ekki gott að segja, en vér væntum alls hins bezta, en minnumst þess að svo getur farið. að okkur sé mikil nauðsyn á að halda vel á vopni okkar þ. e. einingunni, og sterk- um samtökum. Vér óskum hvert öðru gleðilegs og góðs nýárs, með þökkum fyr- ir liðna árið, og minnumst þá um leið, að sameinuð stöndum vér. Minnumst okkar eina vopns, —• vopnsins, sem ekki færir dauða og volæði yfir mannkynið, heldur færir okkur réttlætið, og sigurinn fyrir til- veru okkar. Varðveitum vel okkar heilaga vopn — eininguna —- sem er afl okkar. Maríus Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.