Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2005, Blaðsíða 12
72 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2005 Fréttir DV Selja íbúðir í dvalarheimili Magnús Reynir Guð- mundsson, bæjarfultrúi á ísafirði, mótmælir sölu bæjarins á í íbúð sem bær- inn á í dvalarheimilinu Hlíf. „Er andvígur sölu íbúða á Hlíf I og tel nauðsyniegt fyrir Isafjarðarbæ að geta boðið efnalitlu eldra fólki leiguíbúðir þar á sann- gjörnu verði," lét Magnús bóka eftir sér þegar bæjar- ráðið samþykkti rúmlega sex milljóna króna kauptil- boð í íbúðina. Tvær svipað- ar íbúðir á Hlíf voru fyrir þessi viðskipti í eigu einka- aðila. Þessar íbúðir eru tæpir 60 fermetrar. Riðið í myrkri Hestamenn riðu ekki feitum hesti frá fundi um- hverfis- og framkvæmda- ráðs Húsavíkur sem fram fór í fyrradag. Hestamannafé- lagið Grani hafði lagt fram erindi fyrir ráðið þess efiiis að rið- og gönguleið frá félgssvæðinu í Traðagerði út að Bakka- landi yrði lýst upp. Um- hverfis- og framkvæmdaráð komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri fært að verða við óskinni á þessu stigi. Hestamenn á Húsavík þurfa því áfram að ríða í myrkrinu. Minni hagnað- urAtorku Hagnaður Atorku Group á þriðja ársfjórðungi 2005 dróst saman um 70% á milli ára samkvæmt uppgjöri fýr- irtækisins sem birt var í gær. Hagnaður á sama fjórðungi síðasta árs nam 751 miUjón. Veigamikill þáttur í afkomu félagsins er söluhagnaður og gangvirðisbreyting fjáreigna sem er ýmist tilkomin vegna hreyfinga á verðbréfasafni félagsins eða breytinga á gengi eigna félagsins. Þrátt fyrir hagnaðarminnkun segjast stjómendur fyrirtæk- isins horfa björtum augum á rekstur félagsins í nánustu á Siglufíröi/ segir Ólafur Jónsson sparisjóöss tjóri. ,Það eru náttúruiega erfíöleikar í Landsíminn hérá svæöinu. Sterkt gengi krón- unnar trufíar fólk f fískvinnsl- unni hérá Siglufírði. Ég vonast til þess aö þaö ástand lagist. Veöriö hefur veriö ágætt und- anfarið, smá kuldakast en annars erþaö ekkert tilþess aö kvartayfír. LffíÖ I spari- sjóðnum hérna gengurllka mjög vel og viöskiptavinir ánægöir.' Eldri borgarar á Lindargötu í Reykjavík búa við mannsæmandi aðstæður, öfugt við vistmenn á Sólvangi. í félagsmiðstöðinni getur gamla fólkið dundað sér við handíð, leikfimi, bingó, félagsvist, boccia, glerskurð og margt fleira. Allir eldri borgarar sem búa í nágrenninu eru velkomnir og félagslífið er í blóma. Eldri borgarar sem búa í þjónustu- íbúðum fyrir aldraða á lindargötu em ánægðir með dvöl sfna þar, öfugt við vistmenn á Sólvangi. Blaðamaður DV fór í heimsókn þangað á dögun- um og var góður andi meðal fólksins sem þar býr. Hróbjartur Hróbjartsson arkitekt hannaði húsaþyrpinguna sem samanstendur af íbúðum og fé- lagsmiðstöð. Alls eru byggingamar 17 þúsund fermetrar og fjöldi íbúða er 94. Langur biðlisti Að sögn forstöðumannsins, Eddu Hjaltested, er langur- biðlisti til að komast í þjónustuíbúð á Lindargöt- unni, reyndar eins og víða annars staðar. Allir íbúar hafa aðgang að þeirri þjónustu sem félagsmiðstöðin býður upp á auk þeirra eldri borgara sem búa í næsta nágrenni. Öll að- staða eldri borgara í félagsmiðstöð- inni er til fyrirmyndar og mikið gert til li/ Tölvuherbergi í aðalbyggingunni Ibúar hafa netaögang. Vandamáliö er aö ekki eru allir jafnklárir á tölvu. að mæta óskum gamla fólksins. Hugguleg setustofa er í anddyrinu með fallegu útsýni yfir Esjuna, Skarðsheiði og Akrafjall. Fyrir þá sem vilja er aðstaða í tölvuherbergi til að fara á netið en sumir eiga erfitt með að nýta sér það sökum kunnáttuleys- is á tölvur. Matsalurinn opinn alla daga ársins Stór matsalur er á neðstu hæð aðalbyggingarinnar og kemur fólk úr hverfinu til að borða þar hádeg- isverð. Alla daga ársins er eldaður matur fyrir fólkið og á hátíðisdög- um er veislumatur á boðstólum. Þegar blaðamaður DV kom í heim- sókn var kominn hádegismatur og gestir og gangandi fylltu salinn. Þar ríkti kátína og mikið skeggrætt um stjórnmál og að sjálfsögðu málefni aldraðra. Margir tjáðu blaðamanni DV að þeir kviðu fyrir því að geta ekki lengur séð um sig sjálfir og jafnvel þurfa að fara á hjúkrunar- heimili. Fólk aðstoðað við að taka til kvöldmat Að sögn forstöðumannsins, Eddu Hjaltested, er fólki boðið upp á aðstoð á kvöldin við að taka til kvöldmat. Sú þjónusta er ókeypis og fer starfsmaður á milli þeirra sem þess óska og hjálpar fólki við að taka til lyfin sín og sumir þurfa aðstoð til að hátta sig. örryggisrofi er í öllum íbúðum og næturvörður á vakt allan sólarhringinn. Allir ættu að eiga kost á að búa við þær aðstæður sem íbúar þjónustu- íbúðanna á Lindargötu búa við. Því miður er ekki svo farið á íslandi. Skortur á íbúðum og þjónustu sem þessari er mikill og sums staðar þarf fólk að búa við aðstæður sem ekki eru fólki samboðnar. í náinni framtíð verður eftirspumin meiri, því eldri borgurum landsins fjöigar með hveij- um deginum sem h'ður. jakobina@dv.is Gamla fólkið hefur pað gott á Lindargötu Halldór Eggertsson er einn af íbúum í þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Hann er sáttur við að búa á Lindargötunni og segir að það eina sem hann vanti sé góð kona til að tala við því hann missti konuna sína ekki alls fyrir löngu. Hann er sáttur við sitt hlutskipti að öðru leyti og það eina sem hann kvíðir fyrir er að fara á hjúkrunarheimili. Veski var stolið af ungri konu í Nóatúni í Hamraborg í gær Hamraborgar-róninn á ferðinni Starfsmenn Nóa- túns Upplýstu mál- iö meö hjálp örygg- ismyndavéla. „Það var ung kona með tvö böm inni í versluninni og annar krakkinn velti innkaupakörfunni þannig að vörunnar runnu út um allt gólf. Þá drífur að fólk og hjálpar henni að tína vörumar upp í körfuna en þá uppgötvar konan að veskið hennar er horfið," segir Agnes Jónsdóttir, verslunarstjóri Nóatúns í Hamra- borg í Kópavogi. Uppi varð fótur og fit í versluninni og viðskiptavinir og starfsmenn lögðust á eitt við að upp- lýsa málið. „Við kölluðum út öryggisdeildina okkar sem skoðaði myndir úr eftir- litskerfinu og þá sést að vel kunnur ógæfumaður var staddur í verslun- inni þegar atvikið átti sér stað og hann hafði stolið veskinu," segir Agnes en maðurinn sem um ræðir gengur undir nafninu Hamraborg- ar-róninn. „Eiga ekki öll hverfi sinn lókal-róna," segir Agnes. Lögreglan fór heim til mannsins og fann veskið í fórum hans þannig að málið telst upplýst. „Við ákváðum samt að bæta kon- unni þetta upp með því að gefa henni vömmar sem hún ætlaði að kaupa af okkur. Auðvitað gemm við allt fyrir okkar kúnna þegar svona gerist." svavar@idv.is Nóatún í Hamraborg í Kópavogi Hamraborgar róninn á ekki afturkvæmt þangað á næstunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.