Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1959, Page 10

Símablaðið - 01.01.1959, Page 10
ur kynnt sér útgáfu og efni sambærilegra stéttarblaða á Norðurlöndum, og það gleður hana að geta fullyrt, að Símablaðið er að fjölbreytni og frágangi í allra fremstu röð þessara blaða, og standa þó þúsundir og jafnvel tugþúsund- ir á bak við þau. Þessum blöðum er ætlað það ákveðna hlutverk, að ræða stéttamál þau, sem á döfinni eru hverju sinni, og vera tengiliður milli félaganna og forystu- manna þeirra. Efni þeirra er einkum ýtarlegar frásagnir af mótum og fund- um, fréttir úr hinum ýmsu deildum, og af fræðstumátum, sem mjög tíðkast, einkum í Noregi og Svíþjóð. Flest þeirra koma út mánaðarlega, en hvert blað miklu minna en Simablaðið. T. d. er póst- og símamannablaðið danska venju- legast aðeins 10 lesmádssíður. Stjórn F. 1. S. vill nú beina þeirri áskorun til félaganna, að þeir hver um sig leggi fram, eftir getu, jákvæðan skerf til blaðsins, svo að gildi þess og áhrif verði enn meiri. Þá hefur stjórnin ákveðið að efna til GREINASAMKEPPNI UM SÍMA- BLAÐIÐ, HLUTVERK ÞESS, EFNI, SÖGU EÐA ÁHRIF ÞESS FYRR OG NU Á GANG MÁLA, OG ANNAÐ ÞAÐ, SEM MÁLI SKIPTIR. Lengd greinanna er ætlazt til að sé um 2 siður i blaðinu. Verðlaunin fyrir beztu greinina verða kr. 500,00. Og blaðið skal hafa rétt til að prenta hverja þá grein, er það óskar. Um greinarnar dæmir stjórn F.Í.S. ásamt þrem þar til kjörnum mönnum af félagsráði. Greinar skulu berast í Pósthólf 575, Rvík, fyrir 1. sept næstk., merktar á venjulegan hátt með dulnefni og fylgi höf.nafn í lokuðu umslagi. STJÓRN F. í. S. Frá stjórn lánasjóðs símamanna Á fundi Lánasjóðs 18. febr. var eftirfarandá samþykkt: 1) I samræmi við reglur sjóðsins hækka vextir af öllum lánum, frá 1. júní 1959 að telja, úr 5% í 6%. 2) Allir þeir er átt hafa umsóknir um lán úr sjóðnum í 12 mánuði án þess að hafa fengið afgreitt lán, skulu endurnýja umsóknir sínar innan tveggja mán- aða, frá birtingu þessarar auglýsingar, að öðrum kosti skoðast umsóknin fallin úr gildi. 3) Samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins koma umsóknir frá félagsmönnum, sem skulda sjóðnum, ekki til greina, fyrr en lánstími er útrunninn. Stjórn Lánasjóðs símamanna. SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.