Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 Fréttir DV Aðeins hálft grænt Ijós Gísli Helgason, áheymarfulltrúi Frjálslyndra í Fram- kvæmdaráði Reykja- víkur, vill skýringar á því hvers vegna græna ljósið í sum- um gangbrautarljósum borgarinnar nái aðeins til helmings götubreiddarinnar. „Þegar á umferðareyjuna er komið, verður fólk aftur að bíða eftir grænu ljósi til þess að komast yfir hinn helming götunnar. Þetta skapar stór- hættu," segir Gísli sem telur biðina skapa mikið óöryggi hjá fötluðum. Sjálfeyðandi Það hljómar sem klippt út úr bíó- mynd: „Þessi skila- boð eyðast eftir 10 sekúndur.“ Sú er samt raunin hjá bresku símafyrirtæki sem hefur kynnt þessa nýju skila- boðaþjónustu sem búist er við að verði vinsæl hjá mörgum, þar á meðai ffægu fólki og fólki sem vinnur með viðkvæmar upplýsing- ar. Talsmaður fyrirtækisins segir að síaukin krafa neyt- enda sé um öryggi upplýs- inga og því hafi það tekið upp þessa sjálfeyðandi sms- þjónustu. Viðbrögð feminista Hjálmar Sigmarsson feministi „Það er alltafgaman að fólki gangi vel íþvf sem það tekur sér fyrirhendur. Mín fyrstu við- brögð við þessum úrsiitum voru:Æ,æ. Ekki til þess að draga úr hennar gieði. Innri fegurð er eitthvað sem við ættum frekar að sækjast eftir. Drottning okkar í þeim máium á þessu ári er Thelma Ásdísar- dóttir. Ég tek undirþað að þessar heillaóskir séu skekkja. Þetta snýst um útlit og ekkert annað. Við heyrum aldrei að íslenskir menn séu þeir falleg- ustu, við heyrum aðeins að þeirséu hetjur í viðskiptum." Hann segir / Hún segir „Mér finnst hann kannski nota óheppilegt orðalag en með þvíað segja„öllþjóðin"þá er hann að alhæfa um eitthvað sem hann ekki veit. Allt t lagi að hann sendi henni ham- ingjuóskir en kannski óþarfi að taka alveg alla með í það. Þetta er frábær árangur hjá henni og hún á hamingjuóskir skildar fyrir það. Það er síðan spurning hvort maður setji spurningarmerki við fegurðar- samkeppnir í dag. Ég geri það að vissu leyti enda er hollt að setja spurningarmerki við ákveðin málefni oft og tíðum." Elva Dögg Melsted feguröardls Nítján ára gömul hafnfirsk stúlka stakk sig á sprautu á klósettinu á Súfistanum á Laugavegi. Stúlkan segir rannsókn hafa sýnt að á sprautunni var lifrarbólga C. Birgir Finnbogason, eigandi Súfistans, segir þetta vera hans eigið mál. Klósettið sé þó ekki á ábyrgð Súfistans. Elsa María Ólafsdóttir. verslunarstjóri Máls og Menn- ingar, segir þvert á móti að klósettið sé á ábyrgð Súfistans. Stakk sijj á lifranbólgu spraulu a salerni Sufistans „Það fannst lifrarbólga C í sprautunni," segir nítján ára gömul starfsstúlka á kaffihúsinu Súfistanum í Máli og Menningu við Laugaveg og nemi í MR, sem stakk sig á sprautunál á klósettinu á staðnum fyrir skömmu. Elsa María Ólafsdóttir Verslunarstjóri Máts og Menningar vill gera betur. „Þegar ég tók pokann upp stakkst sprautan í lærið á mér,“ segir stúlkan en hún var að taka rusl af klósettinu þegar óhappið varð. Klósettið er á annarri hæð Máls og Menningar. Aðgengi að því er fullkomlega eftirlitslaust. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sprauta finnst á klósettinu sem virðist vera vinsæll staður fyrir sprautufíkla vegna þess að eftirlit vantar. Kvíðafull bið „Það kom ekkert út úr fyrstu prufunni," segir irfs- stúlk- an á Birgir Finnbogason Neitar aliri ábyrgö. „Biðin var hrædileg* kaffihúsinu sem fór samstundis til læknis eftir að sprautunálin stakkst í lærið á henni. Stúlkan segir að það hafi tekið um mánuð að fá niðurstöðurnar. „Biðin var hræðileg," segir hún og bætir því við að biðin hafi haft áhrif á nám hennar og sálarástand. Það eina sem huggaði hana var það að „aðeins" þrjátíu prósent þeirra, sem stinga sig á sprautu með lifrarbólgu C, smitist. Hún segir að sú tölfræði hafi verið ljós í lífi sínu þennan erfiða mánuð en hún fékk nýlega tilkynningu frá lækni um að hún væri ekki í hættu. Klósettið á Súfistanum Hér inni stakk stúlkan sig á iifrabóigusprautunni VIII ekki kannast við málið „Þetta er mitt mál,“ segir Birgir Finnbogason eigandi Súfistans að- spurður um málið. Birgir segist ekki kannast við umræddan atburð og segir klósettið ekki á ábyrgð Súfistans. Fullyrðing Birgis fer þvert á það sem Elsa María Ólafsdóttir versl- unarstjóri Máls og Menningar seg- ir. „Klósettin á annarri hæðinni eru á ábyrgð Súfistans," segir hún ákveðin. Elsa segir að það komi stundum fyrir að fólk f annarlegu ástandi leiti á klósettið. Engar myndavélar séu á ganginum né vörður sem sjái um öryggi á klósettinu. Elsa segir að það séu fá klósett í miðbænum og fíklar sæki þá frekar þangað þar sem eftirlitið er minnst. valurg@dv.is Sonju Haraldsdóttur finnst hún fá lítinn stuðning Öryrkjabandalagsins Hefur svelt sig í tuttugu daga „Móður minni leið mjög illa eftir heimsókn Sigursteins Mássonar f gær því henni fannst hann ekki sýna henni neinn stuðning," segir Axel Bjömsson, sonur Sonju Haraldsdótt- ur sem er búin að vera í 20 daga í hungurverkfalli til að krefjast bættra kjara öryrkja. „Mamma er máttlaus og þreytt en á engan hátt að gefast upp og allra síst eftir að öryrkjabandalagið snýr við henni bakinu," segir Axel. Hann segir að Sigursteinn Más- son, formaður öryrkjabandalagsins, og Sveinn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, hafi komið í heimsókn til móður sinnar í gær og beðið hana um að hætta í hungurverkfallinu og henni hafi liðið eins og að þeir væru að snúa við sér bakinu. „Sigursteinn sagði að móðir mín væri búin að marka sporin en nú væri kominn tími til að hætta. Samt kom hann hvorki með neinar tillögur um eitt eða neitt né loforð um að eitthvað verði gert. Jafnvel þó hún hætti í hungurverkfallinu þá á hún hvort sem er eklci fyrir mat." Axel segir að núna séu þingmenn farnir í jólafrí og muni væntanlega eiga ánægjuleg jól enda margir á, háum launum en geta þeir sam-1 visku sinnar vegna látið móðurl hans svelta um jólin án þess að ■ neitt verði að gert, spyr hann. „Það j| Sveinn Magnússon, framkvaemdastjóri Geðhjálpar Fór með Sigursteini i heimsókn til Sonju. kominn tími til að hætta að dansa í kringum ráðamenn landsins og taia við fólkið sjálft. Ég efast um að þeir treysti sér til að halda jól með 90 þús- und á mánuði. Enginn þeirra virðist vera tilbúinn að lyfta litlafingri fyrir móður mfna. Það hleypir iliu blóði í að sjá hversu dautt fólk er fyrir þessum málum," segir Axel að lokum og tekur firam að ef móðir hans verði stöðvuð í hungurverkfallinu án þess að verði gert í málefnum ör- yrkja taiá hann við og fari í hungurverkfall. jakobina@dv.is Sigursteinn Másson, formaður Öryrkja- bandalagsins Bað Sonju um aö hætta í hungurverkfallinu. Sonja Haraldsdóttir öryrki. „Jafnvel þó hún hætti i hungurverkfallinu þááhún hvort sem er ekki fyrir mat," segir sonurinn Axel Björnsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.