Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 Fréttir 3DV Eiríkur Jónsson • Unnur Bima Vilhjálmsdóttir alheimsfegurð- ardrottning er ekki aðeins fal- leg heldur líka skáldmælt. Að því leyti sker hún sig úr hópi þeirra fegurðar- drottninga sem við höfum kynnst til þessa. Hún bloggar á netinu um reynslu sína og orðar það snilldar- lega á köflum. Eins og þetta: „Ég er ennþá að bíða eftir því að vakna...“. Guðbergur Bergsson hefði verið fullsæmdur af þessum frasa... • Listaparið Hrafn- hildur Hagalín leik- skáld og Pétur Jón- asson gítarleikari hafa leigt íbúð sína í 101 Reykjavík og eru á leið til Spánar þar sem þau ætla að vera í eitt ár. Hafa Hrafnhildur og Pétur leigt sér ein- býlishús í Andalúsíu og þégar tryggt dóttur sinni skóla- vist í spænskum skóla. Pétur nam gítarleik á Spáni en Hrafnhildur leik- húsfræði í París. Spánardvölin verður nýtt til skrifta og æfinga á gítar en sem kunnugt er verður fólk seint fullnuma í þeim fræðum báðum... • Paili Prómó, um- boðsmaður Bubba Morthens, betur þekktur sem Páil Eyjólfsson í þjóð- skránni er í vanda. Brotist var inn hjá honum og verðmæt- um stolið. Leitar Palli nú eigna sinna í undirheimum Reykjavíkur auk þess sem hann hefur sett lög- regluna í málið. Sjálfur vill hann sem minnst ræða tap sitt eða hvort glatast hafi dýrmætir samningar við listamenn eða tónverk en Palli er sem kunnugt er einn af Pöpun- um... • Það kveður við nýjan tón í Popp- landi á Rás 2. Engu er lfkara en Bogi Ágústsson, yfirmað- ur fréttasviðs Ríkis- útvarpsins sé farinn að kynna þar popplög með sinni djúpu og sérstöku rödd. Sannleik- urinn er hins vegar sá að kornung- ur sonur hans er sestur þar við hljóðnemann og virðist hafa erft rödd föður síns í öllum tóntegund- um og blæbrigðum sem fýlgja. Traustvekjandi kynningar á nýj- ustu smellunum... • Forseti fslands heldur áfram að blanda geði við stórmenni Evrópu. í síðustu viku sat hann hátíðarkvöld- verð í tilefni af 25 ára afmæli East West Institute í Guildhall í London. Þar var Tony Blair sérstaklega heiðraður fyrir framgöngu sína á alþjóðavettvangi. Talsmenn forsetans neita því hins vegar aðspurðir að Ólafur Ragnar og Tony Blair hafi snætt kvöldverð saman á veitingahúsi í London með Siguröi Einarssyni, stjórnar- formanni KB banka... Guðni Ágústsson skilur ekki af hverju Framsóknarflokkurinn einn skuli sæta of- sóknum vegna frumvarps um réttarstööu samkynhneigðra þegar allir flokkar standa að baki því. Boltinn er hjá kirkjunni þvi ekkert í frumvarpinu segir að samkynhneigðir geti gengið í kirkjuna og krafist giftingar í laganna nafni. „Við eigum gott bakland í trúuðu fólki á íslandi. Það er okkar fólk og sértrúarsöfnuðir eru okkar söfnuðir og þar er margt gott fólk sem styður okkur líka,“ segir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins. „Við eigum bakland þar sem betur fer.“ ) trhauxnm „ "WW. BUltanUt MiHdó,. A»g,ími»oni Nokkurrar ólgu hefur gætt, eink- um í Framsóknarflokknum, vegna frumvarps sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Árni Magnús- son félagsmálaráðherra leggja fram og snýr að réttar- stöðu samkyn- hneigðra. í grein í Morgun- blaðinu á sunnudag vandar Guðjón Bragi Benediktsson Framsókn ekki kveðjurnar og seg- ist hættur að styðja flokkinn vegna málsins: „En nú er höggvið í þessa meginstoð samfé- lagsins, fjölskyld- una, með þeim hætti að ljóst má vera að dóm- = greindarleysið er * algert." Gestur Gestsson formaður Fram- sóknarfélagsins í Reykjavík norður tók í sama streng í DV í gær. Gestur er virkur í Hvíta- sunnusöfnuðinum. Hann segir kristna eiga eftir að láta betur í sér heyra og þeim skilaboðum hafi ver- ið komið til flokksforystunnar að við þetta verði ekki unað. Kirkjan geti ekki blessað syndina. Býst ekki við ólgu vegna málsins Þrátt fýrir þetta býst Guðni ekki við óróa í flokknum vegna málsins. Hann segir rétt að kristin gildi í flokknum hafi verið sterk í gegnum söguna og hann finni fyrir skoðun- um hinna trúuðu í flokknum. „En blessaður Guðjón verður að átta sig á því að þetta er afrakstur Samlíyiilineigiiii’ oj ipúaðii ffilja Framsokn í uta nefndar sem Davíð Oddsson fyrr- verandi forsætisráðherra skipaði. Allir flokkar eru þeirrar skoðunar að þarna þurfi að stíga ný skref. Þetta fólk hefur fengið mikla samstöðu. Hér á Gay-degi fara, að mér er sagt, 80 þúsund niður Laugaveg- inn til stuðnings þessu fólki,“ segir Guðni. Framsókn (bobba * sagðiiDVi gær ólgu meðaltru- _. aðra framsóknarmanna en þeir eru hlutfallslega fleiri i þeim flokki en öðrum. Gifting í lag- anna nafni Guðni segir að nú sé til þess að taka að sterkir aðil- ar og hópar í þjóð- félaginu hafi farið að taka undir það að auka mjög ver- aldlegan rétt sam- kynhneigðra: Að þeir njóti sambæri- legra réttinda og hjón hafa notíð . á ýmsum sviðum. „Sama þróun hefur verið að ganga yfir þjóðir eins og Norðurlöndin." Guðni vill einnig vekja á því at- hygli að málið sé lagt fram sem rík- isstjórnarfrumvarp sem reyndar stjórnarandstaðan styðji einnig. Því sé skrýtið að Framsólcnarflokkurinn sé ofsóttur sérstaklega vegna máls- ins. „í sjálfu sér snýr þetta mest að veraldlegum rétti þessa fólks. Það snýr ekki að Þjóðkirkjunni þannig séð, ekki eru settar á hana neinar skyldur. Ekki er svo að með þessu frumvarpi geti samkynhneigðir gengið inn í kirkju og krafist gifting- ar í laganna nafni.“ Kirkjunnar að svara Guðni segir boltann í raun hjá út kirkjunni sem verði að svara fyrir sig. „Ég býst við að eins og í lífinu sjálfu séu kirkj unnar menn, og þess vegna sértrúar- menn, eitthvað klofnir í af- stöðunni til þessa máls. Svo ég tali nú ekki um hvort kona og kona og karl og karl eigi að vígjast saman sem hjón. En það er kirkjunnar að svara því. Ekkert frumvarpinu gengur það.“ Aðspurður um sfna per- sónulegu afstöðu segist Guðni hafa séð heiminn breytast í þessum efnum: „Og ég, sem gagnkyn- hneigður maður, hef engan rétt til að fordæma samkyn- hneigða. Oft og tíðum er þetta gott og skemmtilegt fólk sem vill lifa sem eðlilegustu lífi. Fá að vera í friði í samfélaginu. Þetta fólk var ekki í friði í samfélaginu þegar ég var strákur. Margt var þá ofsótt, undir mikilli pressu og bjó í sumum tilfellum við fyrirlitningu. Sem bet- ur fer, segi ég sem kristinn maður, getur þetta fólk í dag lifað sem eðlilegustu lífi.“ jakob@dv.is Guðni Agústsson Gerirráð fyrir því aðjafnvel innan sértrúarsöfn- uða sé klofin afstaða til þess hvort konur og konur og karlar og karlar geti gengið i hjónaband. „Ekki er svo að með þessu frumvarpi geti samkynhneigðir gengið inn í kirkju og krafist giftingar í lag- anna nafni." Reynir Þór Eggertsson segir samkynhneigða einnig í Framsóknarflokknum Beiskur kaleikur kirkjunnar „Kirkjunni er bannað sam- kvæmt hjúskaparlögum að gefa saman samkynhneigða. Og ekkert er í frumvarpinu sem segir til um breytingar þar á,“ segir Reynir Þór Eggertsson, doktorsnemi í norræn- um fræðum. Skilja hefur mátt af fréttaflutn- ingi af frumvarpi Halldórs Ásgríms- sonar og Árna Magnússonar að kirkjunni sé í sjálfsvald sett hvort prestar hennar gefi saman sam- kynhneigð pör. Svo er ekki. Og virðast engar breytingar fyrirhug- aðar á því. Reynir Þór segir hins vegar að samkvæmt breytingartillögu sem Guðrún Ögmundsdóttir hefur boð- að sé gert ráð fyrir því að svo verði. Hins vegar strandi það að mestu á því að kirkjan sjálf hefur ekki vilj- að álykta í þá átt. Kirkjan hafi ekki réttinn til þess einfaldlega vegna þess að hún hefur ekki ályktað þar um. Líkt og hún vilji ekkert með þann beiska kaleik hafa að gera ef þannig má að orði komast þótt Reynir Þór vilji ekkert um það segja í sjálfu sér - hver ástæðan sé fyrir því. „Nú er þetta svo að velviljaðir prestar geta veitt samkynhneigð- um pörum sem hafa látið gefa sig saman hjá sýslumanni blessun. En það er ótengt kirkjunni sem slíkri.“ Reynir Þór bendir á að til séu framsóknarmenn sem séu samkyn- hneigðir. Og einkum hafi Fram- sóknarflokkurinn átt stuðhing vís- an úr þeim höpi þegar Ólafur örn Haraldsson var í framboði. Hann hafi verið einn ötulasti stuðnings- maður réttindabaráttu samkyn- hneigðra. [ReynirÞór StuðningsmaðurFram- sóknarfiokksins en segir ekkert ífrum- varpinu sem heimili kirkjunni að gefa saman homma og lesbiur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.