Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Qupperneq 25
DV Lífið sjálft MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 25 Ofbeldisfullir tölvuleikir breyta heilanum Ofbeldisfullir tölvuleikir geta breytt mannsheilanum og gert hann ónæman fyrir raunverulegu ofbeldi. Þetta kemur fram í nýrri bandarískri rannsókn þar sem tölvuleikjanotkun 39 karlmanna var skoðuð. Vísindamenn mældu lfk- amsörvun karlmannanna á meðan þeir skoðuðu ýmsar myndir. Niður- stöðumar sýndu fram á að þeir sem spila ofbeldisfulla tölvuleiki sýndu lítil viðbrögð þegar þeir sáu nei- kvæðar myndir. „Flest okkar bregð- ast við blóði og dauða. Þeir sem hafa spilað ofbeldisfulla leiki hafa hins vegar þurft að komast yfir við- brögð sín til að klára leikinn," kom fram í niðurstöðunum. Vefnaður Armann vefur fallegar mottur. Aðventugarðurinn Aðventu- garðurinn er 75 ára gömul hefð að Sólheimum og er útbúinn I upphafi hverrar aðventu. Skemmtilegir „ Til okkar mættu Omar Ragnarsson, Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson/ segir Val- geir og bætir við að Ómar hafi farið flikk flakk og heljarstökk og Raggi Bjarna sagt ótrúlega skemmtilega brandara. rj 9 ráð til að nióta jólanna 1. Ef fjölskyldumeölimum kemur illa saman skaltu ekki vona það besta, hella í þá áfengi og leika hina full- komnu fjölskyldu. Z Ekki velta þér upp úr af hverju þú þolir ekki jólin á meðan þú undir- býrð aðfangadagskvöld. Láttu hátíð- ina snúast um fjölskylduna en ekki heimilið. 3- Ef þú sérð um veitingarnar skaltu biðja um hjálp. 4 Mundu eftir sjálffi þér. Sestu nið- ur á kvöldin með góða bók og rauð- vínsglas. 5- Ef þú hefur ekki eytt of miklum peningi slakarðu meira af yfir jólin. Reyndu að nota kreditkortið sem minnst svo þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af komandi reikningum. 6. Athugaðu hvort þú getir fengið tveggja daga frí í vinnunni fyrir jólin svo þú verðir ekki búin á því þegar aðfangadagur rennur upp. 7. Ef þér líður illa í margmenni skaltu forðast verslunarmiðstöðv- amar í desember. Reyndu að versla í litlum búðum og á netinu. 8. Vektu bamið innra með þér og reyndu að upplifa hina einu sönnu jólastemningu. 9. Passaðu þig að hata ekki jólin fyr- ir hversu markaðsleg þau em orðin. Ekki trúa því að jólin séu aðeins fyr- ir bömin. Jólin em fyrir alla og það er þitt að ákveða hvemig þú nýtur þeirra. Guðmundur Ólafsson leikari og rithöf- undur er 54 ára í dag. „Þegar stjörnu- kort mannsins sem um ræðir er skoðað birtist talan tveir. Tvisturinn táknar stöðu mannsins og markmið sem tengj- ast óumflýjanlega ákvörðun hans varðandi framtíðina. Hann ætti að skilgreina drauma stna, áætlanir og til-: gang sinn í lífinu áður en hann ákveður hvað skal verða," segir í stjörnuspá hans. Guðmundur ólafsson Vatnsberinn (20. jan.-18.febr.) Þú munt án efa hafa manna- forráð (framtíðinni og standa þig vel. Hér kemurfram staðfesting um vel- gengni í framtíð þinni ef þú hlúir vel að eigin þörfum’. Ef ýmisleg vandamál sem tengjast þínum nánustu eru enn óleyst ættir þú að ganga frá lausum endum í samvinnu við fólkiö þitt fýrir vikulok. Fiskarnir c19.febr.-20.mrs> Ef þú finnur fyrir einhverskon- ar reiði um þessar mundir er hér um tímabundið ástand þitt að ræða. Allt mun leika (lyndi. Dagarnirframundan verða góðir fyrir þær sakir að ástin um- lykur þig. Hrúturinn (21.mars-19.apnij Þegar þú verður fyrir mótlæti kemst þú auðveldlega í gegn- um það ef þú ert fædd/ur undir stjörnu hrútsins. Ekki láta tækifærin fram hjá þér fara með rangri ákvarðanatöku sem tengist starfi þínu eða námi næstu átta daga. Nautið (20. apríl-20. mal) t ■ — Huggun, bati og gæfa tengist líðan þinni þar sem lukkuhjól þitt snýst þér í hag. Gættu þess að vinna ekki of mikið, skemmta þér ekki um of eða gera of mikið úr hlutunum sem þú upplifir kæra naut. l\l\burmu (2lmai-2ljúní) Góðmennska þín er áberandi á sama tíma og möguleikar þínir eru takmarkalausir. Svo er gaman að skoða að þú býrð yfir aðlögunarhæfileika sem kemur þér vel (desember. Klðbbm (22. júnl-22.júh) Fyrirboði um upphefð tengist merki krabbans í dag. Lánið leikur viö þig en hér er um að ræða fyrirboða um ný spennandi verkefni (starfi/námi eða hugsanlega nýtt starf kemur einnig fram og á breyting þessi við byrjun næsta árs. Ljónið (23.jik- 22. ógústl — Farðu varlega f einhverja áætl- anagerð og forðastu að taka áhættu. Hér er einnig boðuð heimsókn góðs vinar sem er þér kær. Meyjan (21 ágúst-22. sept.) Þú ættir að vera óhrædd/ur við að taka ákvarðanir sem þú hefur eflaust lengi frestað kæra meyja. Uttu fyrir alla muni framhjá göllum annarra, og þá sér í lagi þeirra sem þú elskar, viljir þú öðlast og upplifa sanna ham- ingju. Vogin (23.sept.-23.okt.) Ágóði er einkunnarorð stjörnu vogar í dag en þú mættir að sama skapi hlusta betur á undirmeðvitund þína sem kallartil þín. Sporðdrekinn 124.okt.-21.n0vj Ætlunarverk sem tengist námi eða starfi er lokið eða er um það bil að Ijúka. Æðstu óskir þínar munu rætast innan tíðar og reyndar mun þér ganga vel (öllu sem þú tekur þér fyrir hendur ef þú hlustar á hjarta þitt og heldur fast í samvisku þfna. Bogmaðurinn (22.n0v.-21.desj Hér birtist fyrirboöi frétta af löngu liðnum atburðum sem breyta án efa miklu í lífi þínu en í dag er þér ráðlagt að gera upp við þig hverju þú vilt helst einbeita þér að og hverjum þú kýst að tilheyra. Steingeitin (22.des.-19.janj ' Hér er boðuð farsæld sem ýtir undir sjálfstraust þitt og ekki síður viðhorf gagnvart náunganum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.