Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 16

Símablaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 16
Ragnhildur Guðmundsdóttir. Tel það mjög til bóta, að meiri stjórnun verði færð í hendur einstakra yfirmanna úti á landi, t.d. umdæmisstjóra og stöðv- arstjóra, eins og skipulagsbr. felur í sér. Það er óæskilegt, eins og nú er, að sækja þarf um leyfi til höfuðstöðvanna í Reykja- vík, um flest það, er framkvæma þarf á hinum ýmsu stöðum úti á landsbyggðinni. Umdæmi I tel ég vera allt of stórt, held að ekki sé heppilegt að fækka umdæmunum, frekar að fjölga þeim. Nauðsynlegt hefði verið að fulltrúi frá F.Í.S. hefði átt sæti í annari eða jafnvel báðum undirbúnings- nefndunum, sem vinna að skipulagsbr. þar var F.Í.S. og Póstmannafélaginu ekki gert jafn h'átt undir höfði, þar sem fulltrúi frá Póstm.fél. á sæti í annari nefndinni en fulltrúi frá F.Í.S. í hvorugri. Ragnhildur Guðmundsdóttir. FRÉTTIR Jóhann L. Sigurðsson. Stjórn F.Í.S. hefur ákveðið að skrifstofa félagsins í Landssímahúsinu við Austur- völl skuli vera opin alla virka daga ó venjulegum skrifstof'utíma. Jóhann L. Sig- urðsson, varaformaður F.Í.S. veitir skrif- stofunni forstöðu og er símafólk beðið að snúa sér til hans ef það þarf á aðstoð fé- lagsins að lialda. SAMNINGAR F.Í.S. 21/4 ’76 — Fyrsti fundur samninga- nefndar F.Í.S. á þessu ári var 20. apríl. Næsti fundur verður 23. apríl. Sama dag verður fyrsti fundur með samninganefnd ríkisins. Gert er ráð fyrir að sérkjarasamningum verði lokið fyrir 31. maí en þeir taka gildi 1. júlí 1976. í samninganefnd F.Í.S eiga sæti: Ágúst Geirsson, formaður, Bjarni Ólafs- son, Elínborg Kristmundsdóttir, Garðar Hannesson, Jóhann Örn Guðmundsson, Jó- hann L. Sigurðsson, Ólafur Eyjólfssdn, Þor- steinn Óskarsson, ritari og Þórunn Andrés- dóttir. ☆ Reykskynjarar hafa verið settir í öll sumarhúsin við Apavatn. 14 SIMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.