Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 Menning DV Umsion: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir hrefna@dv.is Gluggaþvottur (ÓskarAmi Óskarsson, Truflanir í vetrarbrautinni.) Eftir að við hættum að tala saman breyttist margt. Við virtumst fjarlægjast hvort annað. Þú stóðst við arinhilluna á kvöldin og handlékst fjarstýringuna. Ég hékk í stiganurri og þvoði rúðurnar að utan. Enn af Elísabetu Á næstunni hefjast upptökur á tveimur kvikmyndum sem nokkur fengur gæti verið að. Önnur mynd- in heitir Golden Age (Gullöldin) og er sjálfstætt framhald af hinni sívin- sælu Elizabeth frá 1998. Aftur eru það Cate Blanchett og Geoffrey Rush sem fara með aðalhlutverkin, leika Elísabetu drottningu og Francis Walsingham, undir leik- stjórn hins indverska Shekhar Kap- ur. Þráðurinn er tekinn upp fimmt- án árum eftir að atburðir fyrri myndarinnar gerast og segja af drottningunni á miðju valdatímabili hennar. Myndinni er lýst á kvik- myndavefnum Cineuropa sem „sögulegri spennumynd" og hefjast tökur í næsta mánuði. Clive Owen mun leika Sir Walter Raleigh og Samantha Morton verður í hlut- verki Mary Stuart. Það er liðið sem stóð að Hroka og hleypidómum (Pride and Preju- dice),framleiðandinn Paul Webster, leikstjórinn Joe Wright og leikkon- an Keira Knightley sem kemur að myndinni Atonement,en handritið mun byggt á samnefndri bók eftir metsöluhöfundinn lan McEwan.At- onement,sem heitir raunar Frið- þæging í íslenskri útgáfu Bjarts, á að gerast í Bretlandi á fjórða og fimmta áratugnum og fjallar um allt það sem gerir góðar sögur góðar-ástina tf og stríðið, sektarkennd og leyndarmál. Keira Knightley mun leika aðal- söguhetjuna Briony Tallis full- orðna, en tökur hefj ast í júní. Cate Blanchett Leik- ur Ellsabetu drottn- ingu I sjálfstæðu fram- haldi af Elizabeth. Móðurmálskenn- arar kætast Meðal efnis í nýju hefti Skimu, mál- gagns móðurmálskennara er grein Ragnars Inga Aðalsteinssonar„Syst- kynin horðu inn (blómskríddan garðinn," þar sem hann ræðir reynslu sína af stafsetningar- kennslu barna. Ragnar kemst að áhugaverðri niðurstöðu og er greinin skemmtilega skrifuð, eins og hans er von og vísa. Annars hefur meirihluti efnis ( þessu hefti Skímu orðið til úr erind- umsem flutt voru á málþing- inu (s- lensku- kennsla á tlmamót- um,en það var fagráð ((s- lensku við Kennara- háskóla (s- lands sem stóð fyrir þvf í ágúst á sfðasta ári.Jóhannes B. Sigtryggsson skrifar grein um mál- fræðibækur Björns Guðfinnssonar og einnig birtist (Skímu hluti af Gleðileiknum djöfullega eftir Sölva Björn Sigurðsson. Ritstjóri Skímu er skáldið og fram- haldsskólakennarinn Stmon Jón Jó- hannsson. Sjálfshjálparbók eftir Andra Snæ Magnason kom í verslanir á mánudag og þá um kvöldið fyllti höfundurinn stóra sal Borgarleikhússins þar sem hann kynnti „hræddri þjóð“ erindi sitt. Sama kvöld bárust fyrstu mótmælin frá Alcoa og voru kynnt í kvöldfréttatímum. Draumalandið er andmælarit, ríkt af skemmtilegum hugmyndum og greiningu sem leiða til gráalvarlegrar niðurstöðu. I Símon Jón Jóhannsson, ritstjóri Skfmu Margt for- vitnilegt I nýju hefti. Dvernig ahripkjanir koma okkun til bjargar Bókin er fallega frágengin, 267 blaðsíður, dálítið útlensk í snotru umbroti Barkar Amarssonar, upp- hleypt á kápu og skartar táknrænni mynd: EngÚl í vegkanti vill komast lengra á sléttmalbikuðum vegi til birtu í fjarska en vantar far. Riúð er naumlega myndskreytt en þá falla saman texti og myndefni í eitt, á stöku stað beita höfundur og umbrotsmaður leturstærðum til áherslu og síðasta orð í meginmáli vandlega undirstrikað. Heimildir em birtar jafnharðan á spássíum, m.a. sú staðhæfing sem Alcoa mótmælti á mánudag að þeir hafi gert samninga um smíði Toma- hawk-flugskeyta. Fylgir síðan ítarleg heimildaskrá yfir rit og vefsvæði. Er þetta allt til fyr- irmyndar. Deilurit Draumalandið er ádeilurit. Það kemur beint inn í umræðuna, raunar em kaflar um ifamtíðarmöguleika herstöðvarsvæðisins á Miðnesheiði efiii sem var til umræðu á fundi for- sætisráðherra í Stapanum á mánu- dagskvöld. Hér stekkur helsti höfundur krútt- kynslóðarinnar beint í deiglu ís- lenskrar þjóðfélagsumræðu. Þetta er bók með brýnt erindi og hana verða allir að lesa sem á annað borð vilja fylgjast með. Hefur íslenskur rithöfundur ekki tekið eins afgerandi af skarið í þjóðfé- lagsumræðu um nokkurt skeið, ef frá er talinn Hallgrímur Helgason. Það er líka gleðiefrii. Klisja í tætara Andri er málsnjall maður, hug- myndaríkur í allri framgöngu og rök- fastur. Hann heldur sig mjög til hlés í langri innleiðingu í meginefni ritsins en bregður óvæntu sjónarhomi á hversdagslegar hliðar í þankagangi okkar. Hafandi í senn þjáifun í textarýni og innsýn í beitingu málsins munar hann ekki um að svipta mál- beitingu ráðamanna klæðum, strípa hu'gmyndafjasið, tæta klisjuna og komast að kjamanum. Hugmyndir á kreiki Hann skoðar tilkomu hugmynd- anna, hugmyndadrífuna sem við ráf- um í og grípum stundum eitt og eitt hugmyndakom og eignum okkur. Hann greinir af miklu innsæi hvemig hugmyndaleysið og form- festan hafa gengið að landbúnaðar- samfélagi okkar dauðu. Síðan færir hann sig hljóðlega í skoðun á öðrum framleiðslugreinum. Allt fer þetta fram á hljóðlátan og elskulegan máta. En svo fer gamið að káma. Herstöðvaeyjar Það er huggulegt að rifja upp beiðni Bandaríkjamanna um her- stöðvamar á íslandi 1946 og afdrátt- arlausa neitun íslenskra stjómmála- manna og lesa til samanburðar örlög eyjarskeggja á Okinawa sem var lögð undir margar herstöðvar. Höfundur- inn er að beina sjónum okkar að þeim sem finna aðeins eina framtíðarlausn í atvinnuvegum sínum, herstöðvar eða verksmiðjur. Hann minnir á gamla hugmynd sína um nýtingu mannvirkja á Stokksnesi sem hann vildi gera að minnismerki, safni um kalda stríðið, og birtir óhugnanlega skrá yfir samtal Davíðs Oddsonar og Bush frá 6. júlí 2004. Þaðan vindur hann sér í frásögn að píramídum Egyptalands hins foma og síðan í stífluna við Kára- hnjúka sem er undarlega lík mann- virkjum dauðans hjá faraóunum. Hernaður gegn landinu Við emm komin þrjá fimmtu inn í ritið þegar hið raunverulega við- fangsefni er tekið föstum tökum: hér spyrðir Andri saman málflutn- ing Halldórs Laxness og Jakobs Björnssonar frá sjöunda áratugn- um: náttúruvernd Halldórs og ger- nýtingarstefna Jakobs takast á. Hvergi gætir andúðar hjá höfund- inum á fáranlegum sjónarmiðum Jakobs sem vildi virkja hér allt nema nokkrar laxveiðiár. Andri er því kurteis í umfjöllun um sjónarmið sem em honum and- stæð. Reyndar er það viðhorf gegn- umgangandi í öllu ritinu: farið er fram af skilningi og drengskap miklum, ekkert offors er í ritinu þótt höfundinum verði æ þung- bærara efnið eftir sem líður á ritið. Reist níðstöng Kjarninn er þessi: við vomm blekkt um mikilvægi virkjana og orkumagn í landinu. Við erum að byggja verksmiðjur fyrir útlendinga sem byggja á arðráni frá okkur sjálf- um og öðmm gömlum nýlendum. Hér hafa farið fram hagsmuna- verðir erlendra manna á launum frá okkur. Blekkingum hafa þeir beitt og kænsku við að koma fram fyrirætlunum sínum. Draumalandið er hárbeitt gagn- rýni á framgöngu ráðamanna: Hall- dórs Ásgrímssonar, Valgerðar Sverrisdóttur og Friðriks Sóphus- sonar í virkjunarmálinu. Hefur engri konu á síðari tímum verið reist viðlíka níðstöng og Valgerður getur nú hallað sér að með þessu riti. Smán og skömm Málafylgja Andra í Draumaland- inu er afar sannfærandi. Hann rök- styður mál sitt bæði tilfinningaleg- um og vitsmunalegum rökum, dregur fram áhrifamikil efhisleg rök og fer langt með að fá lesanda á sitt band. Rökfesta hans verður æ sterkari þegar líður að lokum ritsins sem byggist í senn á stílsniðinu sem hann hefur valið sér og festunni í samræðu hans. Ærlegheit hans í hugsunum snerta lesanda og skilja mann eftir með samviskubit og smánartilfinningu. Umræða næstu missera Draumalandið er afar mikilvægt innlegg í komandi kosningar, ekki flokkspólitískt heldur sem uppgjör við gæfuleysi þjóðarinnar og um leið skýr leiðbeining hvað beri að forðast. Bók Andra sætir miklum tíðindum. Hún mun setja mark sitt á alla umræðu í landinu næstu misseri og ættu sem flestir að kynna sér efni hennar. Páil Baldvin Baldvinsson . æ ■■■■■■■■■■■■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.