Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Blaðsíða 21
Menning 0V FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 21 Ingveldur Ýr söngkona Heldur uppi stuöinu á sunnudaginn og syngur m.a. Vísur Vatnsenda-Rósu. Allt sem prýða má einn mann Á sunnudaginn er komið að síðasta lið dagskrárinnar Söng- ur og sund í Gerðubergi. Að þessu sinni verða sungin lög eftir okkar ástsæla tónskáld, Jón Ásgeirsson, sem einnig mun heiðra samkomuna með nær- veru sinni. Hver kannast ekki við Maístjörnuna og Vísur Vatnsenda-Rósu? Söngkonan Ingveldur Ýr mun að venju kenna gestum undirstöðuatrið- in í raddbeitingu og söngtækni auk þess sem hún mun flytja tvö af lögum Jóns. Gróa Hreins- dóttir leilcur með á píanó. Dagskráin hefst stundvfslega kl. 13 og boðið er upp á heitt te á undan til að liðka raddbönd- in. Aðgangseyrir er kr. 500 og síðan er frítt í Breiðholtslaugina fyrir þá sem vilja fá sér sund- sprett eða slaka á í heita pottin- um eftir sönginn. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi Níunda Listahátíð Seltjamar- neskirkju hefst á sunnudaginn. Hún ber yf- irskriftina Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi og við setninguna mun Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona lesa Óð Páls postula til kærleikans, úr 1. Korintubréfi. Þá verður opnuð myndlistarsýning Kjartans Guð- jónssonar listmálara og kl. 16 hefj- ast söngtónleikar Vieru Manasek. Jónas Sen leikur með á píanó. Þeir Gunnar Hrafnsson og Bjöm Thoroddsen munu leika á bassa og gítar í safiiaðarheimili kirkj- unnar frá kl. 14:45. Veitingar verða að setningu lokinni. Allir em vel- komnir á hátíðina og er aðgangur ókeypis. Listviðburðir hátíðarinn- ar munu fara fram á tímabilinu fram til 7. maí nk. Málverkasýn- ingin stendur yfir allan tímann og verður opin frá kl. 10-17 alla daga nema föstudaga. Ragnheiður Stein- dórsdóttir leikkona Les upp úr i. Korintu- bréfi við setningu Listahátíðar Seltjarn- arneskirkju. eTrex Legend Cx Smár en knár, fer velíhendiog tekur lítið pláss í vasa með 32Mb Micro SD minniskubbi. GARMIN KEMUR ÞÉR ÁSPORIÐ MEÐ NÝJU X-TREME TÆKJUNUM Garmin GPSmap 60CSx Leiðsögutæki fyrirveiði- og útivistarfólk Ótrúlega öflugt staðsetningartæki fyrir útivistarfólk. Tækið er með rafeinda- áttavita, hæðartölvu, 64Mb Micro SD minniskubbi og SiRF GPS móttakara. Fjölhæft tæki í bílinn, veiðina eða á fjallið. Vinsælasta GPS tækið í dag. Nýtt GPS kort fyrir Garmin tæki, með götum, heimilisföngum og hæðarlínum GPS kort er vektor kort af íslandi fyrir Garmin GPS tæki með teiðsöguhæfum vegagögnum um allt land. Einnig götukort af höfuðborgarsvæðinu með heimitisföngum, 20 metra hæðartínum úr ISV-50, 40.000 örnefni og áhugaverðir staðir, vatnafar, þjóðvegir, fjaltaslóðar og skátaskrá. í fyrsta sinn á ístandi fæst nú vegakort með teiðsöguhæfum gögnum fyrir PC tölvur, Windows Mobile handtötvur og Garmin GPS tæki. Láttu ekki afvegateiða þig - vetdu Garmin. eTrex Vista Cx Láttu ekki stærðina blekkja þig, þessi er með rafeinda- áttavita og hæðar- töfvu ásamt 32Mb Micro SD minniskubbi. Garmin GPS 60Cx Sama tæki og 60CSx en án rafeindaátta- vitans og hæðar- tölvunnar en er með 64Mb Micro SD minniskubbi og SiRF GPS móttakara. Komdu í glæsilega verstun okkar við Fiskislóð 16 úti á Granda og kynntu þér gott úrvat GPS stað- setningartækja frá Garmin. Við eigum attar stærðir og gerðir af tækjum sem henta fyrir hvers konar veiði, útivist og jafnvel skokkið, innanbæjar sem utan. » GflRMIN o R.SIGMUNDSSON FISKISLÓÐ 16 I 101 REYKJAVÍK I SÍMI 520 0000 I www.rs.is I www.garmin.is Umboðsmenn i Akureyri: Haftækni - Blönduós: Krákur - Egilsstaðir: Bilanaust - Grundarfjörður: Mareind • ísafjörður: Bensinstöðin - Reyðarfjörður: Veiðiflugan • Selfoss: Hársnyrtistofa Leifs • Vestmannaeyjar: Geisli • Reykjavík: Arctic Trucks, Bílanaust, Elko, Everest, Gísli Jónsson, Htaó, Intersport, Stormur, Toyota aukahlutir, Útilíf, Vesturröst, Yamaha • Fríhöfnin Myndlistarmenn styrktir Fagnefnd Kynningarmiðstöðv- ar íslenskrar myndlistar hefur ný- lega úthlutað styrkjum í fyrri styrkjalotu þessa árs. Styrkirnir eru í þremur flokk- um; Ferða og dvalar - , verkefna- og útgáfustyrkir. 65 umsóknir bár- ust og 8 styrkir voru veittir, hver að upphæð 200 þúsund krónum. Ferða- og dvalarstyrki fengu eftirtaldir: Bjargey Ólafsdóttir, til dvalar í E1 Basilisco vinnustofun- um í Buenos Aires í Argentínu. Ransú, tíl þátttöku í ISCP í Bandaríkjunum og Eygló Harðar- dóttír og Sólveig Aðalsteinsdóttír (sem deila einum styrk) végna dvalar þeirra í Tyrklandi. Verkefnastyrki fengu Katrín Sigurðardóttir, vegna einkasýn- ingar hennar í New York, Gabríela Friðriksdóttir vegna einkasýning- ar hennar f Migros Museum í Zurich, í Sviss og Ragnar Kjartans- son vegna innsetningarinnar Scandinavian Pain á Momentum, norrænni samtímalistahátíð í Moss í Noregi. Bók um Helga bónda Útgáfustyrk hlaut Birgir Andr- ésson til útgáfu bókar um Helga Gunnarsson, bónda í Jökuldal, sem hann umgekkst mikið þegar hann dvaldist á Blindraheimilinu ásamt blindum foreldrum sínum sem barn. Birgir lítur svo á að ná- vistir við Helga í æsku hafi skipt sköpum í þróun hans sem mynd- listarmanns og lítur á Helga sem einn af sínum mögnuðustu kenn- urum og lærifeðrum. Félag um gagnrýna list hlýtur svo styrk til útgáfu á skrá um verkefni FUGLS, en það er hópur lista- manna sem hefur staðið fyrir sýning- um í Reykjavík. Formaður fagnefndarinnar er Dr. Christian Schoen, forstöðu- maður Kynningar- miðstöðvarinnar, en að auki sitja í nefndinni þeir Helgi Þorgils Friðjónsson, mynd- Bjargey Ólafs- dóttir myndlistar- kona Færstyrk. listarmaður og fulltrúi Sam- bands íslenskra myndlistar- manna og Ólafur Kvaran, forstöðu- maður Listasafns íslands. Að þessu sinni voru gestir nefndarinnar þau Auður Ólafsdóttir listfræðingur og Hafþór Yngvason, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.