Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2006, Qupperneq 11
DV Fréttir
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 11
Fresta leyfi
fyrirvegi
Sveitarstjóm öxarijarð-
arhrepps hefur frestað af-
greiðslu framkvæmdarleyfis
til Vegagerðarinnar vegna
vegalagningar á Hólaheiði.
Þar til málið verður tekið
fyrir á næsta sveitarstjórn-
arfundi á að gefa landeig-
endum á jörðinni Brekku
og ábúendum á Presthólum
kost á að koma sjónarmið-
um sínum á framfæri við
sveitarstjóm. Sú leið sem
sveitarstjórn vill fara með
veginn hefur vakið deilur.
Heitir pottar
á Kópasker
Reisa á yfirbyggða sund-
laug með heitum pottum á
Kópaskeri. Samhliða hefur
sveitarstjómin ákveðið að
kaupa aukið hlutafé í Hita-
veitu Öxíirijarðarhéraðs svo
nægt vatn verði tryggt. „Síð-
astliðið haust jukust afköst
Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs
út á Kópasker það mikið að
nóg er til af vatni á Kópaskeri
í dag fyrir sundlaug. Sund-
laug hefur margar kosti í för
með sér," segir á dettifoss.is.
Fjórir mánuðir
fram yfir
Strandamenn em lang-
eygir eftir úrskurði Sigríðar
Önnu Þórðardóttur umhverf-
isráðherra vegna kæm Vega-
gerðarinnar á niðurstöðu
Skipulagsstofnunar varð-
andi fyrirhugaðan veg um
Amködudal. „Ráðherra átti
í síðasta lagi að kveða upp
úrskurð þann 9. desember
2005, ef farið hefði verið að
lögum. Um það leyti bámst
fréttir úr ráðuneytinu að töf
hefði orðið á málinu en von
væri á úrskurði í endaðan
janúar 2006," segir á strand-
ir.is sem segja ekkert bóla á
niðurstöðu ráðherrans.
Akstursbraut
fyrirökunema
Ökukennarafélagi ís-
lands verður boðið svæði í
Árborg undir sérstaka braut
þar sem nemendur í al-
mennu ökunámi geta feng-
ið þjálfun í akstri við erfiðar
aðstæður. Þetta samþykktí
bæjarráð Árborgar í gær.
Bæjarráðið segir enga braut
af þessu tagi til í landinu.
Unnið sé að lagabreyting-
um sem þýði að ailir öku-
nemar þurfi að fá þjálfun í
akstri við erfiðar aðstæður á
sérhannaðri braut þar sem
tíl dæmis er hægt að þjáifa
hálkuakstur allt árið.
'pykirstíllinn á þessuöfíu ítak
rómantískar hugmyndir Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar ^
'íím ákjósanlegt um- jwm
Jtiiérfi þeirra sem VmltlH
fyrirhann HilllSI
Baugur Group á íslandi hefur keypt húsið við Grjótagötu 9 og eykur við það flatarmál
höfuðstöðva sinna í miðbæ Reykjavíkur. Á skrifstofunni starfa aðeins fimmtán manns
sem stjórna sextíu þúsund starfsmönnum víða um heim. Mun þetta einstakt.
Jón Ásgeir Rómantisk
ur foringi á slóðum
fyrsta iandnemans.
Grjótagata 9 Nýjasti hlutinn af
höfuðstöðvum Baugs Group á ísiandi
Þrátt fyrir umfangsmikla starf-
semi starfa ekki nema um fimmtán
manns á skrifstofu Baugs Group á
íslandi. Starfsmenn samsteypunn-
ar eru hins vegar um sextíu þúsund
talsins. Mun leitun að stórfyrirtæki
sem berst svo lítíð á í yfirstjórn yfir
svo mörgum sem störfin vinna.
Á stærð við saumastofu
Starfsfólkið á skrifstofu Baugs
Group við Túngötu og í Grjótaþorpi
unir hag sínum vel þó ýmsum þyki
kyndugt að svo mikið veldi kjósi að
sinna daglegum verkefnum í hús-
næði sem að öllu jöfnu myndi frekar
henta saumastofu.
Minnsta útrásin
Baugur Group kom sér snemma
upp skrifstofuaðstöðu við Túngötu
6 og þar var lagt á ráðin um útrás til
annarra landa. Sumar svo stórbrotn-
ar að heimsathygli hafa vakið. Nú
leggur Baugur Group hins vegar í þá
minnstu útrás sem um getur í sögu
fyrirtækisins og þá með stefnuna inn
í Grjótaþorpið. Ekki stendur þó til
að magna útrásina í þá áttina frek-
ar heldur láta Grjótagötu 9 nægja
og tengja það hús við starfsemina í
Túngötu 6 sem þegar er tengt öðru
húsi við Grjótagötuna.
Rómantík foringjans
Þykir stfllinn á þessu öllu í takt við
rómantískar hugmyndir Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar um ákjósanlegt um-
hverfi þeirra sem fyrir hann starfa.
Og ekki síst hann sjálfan sem kýs að
hitta menn, funda og starfa í látlaus-
um húsunum rétt ofan Aðalstrætís.
Þar slær hjarta Baugs Group, rétt
ofan við þann stað þar sem Ingólfur
Arnarson reisti bæ sinn; þann fyrsta
á íslandi.
Höfuðstöðvar Baugs Group á íslandi við Túngötu 6 láta ekki mik-
ið yfir sér. En ekki er allt sem sýnist. Skrifstofurnar teygja sig vfir í
hús í Grjótaþorpinu og nú hefur heimsveldið bætt við enn einu
húsinu, Grjótagötu 9, og breytir því á næstunni í hluta höfuð-
stöðvanna. Útrás Baugs í Grjótaþorpinu er hafin.
Ert þú leið(ur) á
að skipta um perur?
DÍÓÐULJÓSIN FRÁ OKKUR ERU:
ORKUSPARANDI
ÓBRJÓTANDI
10.000 KLST. ÁBYRGÐ
PASSA FYRIR ALLAR
GERÐIR VÖRU- OG
FLUTNINGABÍLA
TRUCK - LITE
Ljósasamlokurnar frá okkur eru:
ÓBRJÓTANDI
HÖGGÞOLNAR
ENDAST OG ENDAST
Klettagarðar 11, 104 Reykjavík
Sími 568 1580 • Fax 568 0844
Ljósinfrá okkur geta lýst leið þína lengi lengi
EHF\£RSLUN