Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Blaðsíða 21
Helgarblaö DV MIÐVIKUDAGUR 12. APRlL 2006 21 V" ið erum mjög samstíga í okkar lífi og það hefur gengið vel hjá okkur," seg- ir Felix Bergsson leikari um samband hans og sambýlis- manns hans, Baldurs Þórhallsson- ar. Leikaratitillinn er aðeins einn af fáum titlum sem Felix hefur unnið sér í gegnum tíðina enda hefur hann verið áberandi í íslensku sam- félagi um langt skeið, eða allt frá því hann sló í gegn í sýningu Verzlun- arskólans snemma á níunda ára- tugnum. Síðan þá hefur hann unnið ötul- lega í listalífi landsmanna. Allt virð- ist einfaldlega leika í höndum hans, sama hvort um er að ræða í leik- húsi, sem söngvari einnar ástsæl- ustu hljómsveitar landsins, sem dagskrárgerðarmaður í mörgum vinsælum þáttum eins og Popp- punkti þar sem hann skemmti landanum með fjörugum spurn- ingaleik, og að ógleymdri Stundinni okkar sem hann sá um ásamt Gunnari Helgasyni í mörg ár. Nýjasta verkefni hans á opinberum vettvangi er þátturinn 6 til sjö sem hann stýrir ásamt Guðrúnu Gunn- arsdóttur á Skjá einum. Felix kom út úr skápnum fyrir 15 árum og hefur síðan verið hrein- skilinn um kynhneigð sína án þess að flagga einkalífi sínu. Hann er giftur Baldri Þórhallssyni stjórn- málafræðingi og báðir eiga þeir börn úr fyrri samböndum sem þeir hafa lagt rika áherslu á að rækta gott og heilbrigt fjölskyldulíf með. Aftur á æskuheimilið „Okkur Baldri og börnunum leið mjög vel á Vesturgötu þar sem við bjuggum en svo kom að því að for- eldrar mínir fóru að hugsa sér til þannig að ég bý á íslandi og hér búa bömin mín og því er ég hér," segir Felix en hann og Baldur eiginmað- ur hans hafa þó sterk tengsl til fleiri landa en íslands og dvelja löngum stundum utan landsteinanna. „Við höfum skipulagt tíma okkar þannig að við getum verið mikið í útlöndum. Við vorum báðir við nám erlendis og höfum tengingar við ýmsa staði utan íslands sem við höfum leitast við að rækta. Það hefst alveg því við höfum einbeitt okkur að því að ferðast fremur en að hlaða veraldlegum hlutum í kringum okkur,“ segir Felix. Get farið þangað sem hugurinn og hjartað stefnir Felix hefur verið mjög afkasta- mikill og komið víða við innan skemmtana- og listabransans. Hann gerir samt lítið úr dugnaði sínum og útskýrir fjölda viðkomu- staða sinna með því að hann sé ein- faldlega þannig gerður að honum þyki gott að vera hreyfanlegur - allt eftir því hvernig liggi á honum hverju sinni. „Mér finnst mjög gefandi að geta farið þangað sem hugurinn og hjartað stefnir hverju sinni og tel mig mjög lánsaman að geta leyft mér það. Það er líka eitt af þeim at- riðum sem gerir það að verkurn að ég getið verið mikið í útlöndum því ég hef tök á því að taka verkefnin með mér og vinna að þeim þótt ég sé staddur í París,“ segir Felix og tekur heilshugar undir spurningu blaðamanns um hvort að hann lifi ekki draum hversdagsmannsins. „Þetta er í rauninni algert draumalíf en ég er svo heppinn með fólkið sem stendur mér næst að það hefur skilning á öllum þessum bægsla- fyrirkomulag hafi ekki gert þeim illt, frekar orðið til þess að breikka sjón- deildarhring þeirra, auk þess sem þau hafa haft fleiri fullorðna ein- staklinga til að leita til.“ Aðskilnaðarstefna er aldrei góð Þeir Felix og Baldur giftu sig á gamlársdegi árið 1999 í Loftkastal- anum. „Fólk vissi ekkert í hvað stefndi heldur kom bara til veislu sem við höfðum boðið í og svo voru allir reknir inn í sal þar sem vinir okkar tóku á móti þeim með skemmtunum á sviðinu. Meðal annars strippaði Gunni Helga þar og það verður lengi í minnum haft,“ segir Felix og hlær við tilhugsunina um þennan merkisdag. Hann segir ekki hafa komið til greina fyrir sig og Baldur að gifta sig innan vébanda Þjóðkirkjunnar þótt þeir hefðu átt þess kost. „Ég er ekki meðlimur í henni. Það er nokkuð síðan ég gekk mjög hamingjusam- lega úr henni og ætla mér að halda því þannig," segir Felix en tekur þó skýrt fram að hann telji að Þjóð- kirkjan eigi að koma til móts við þá sem vilja staðfesta sambönd sín þar hvort sem þeir eru samkynhneigðir eður ei og viðurkenna þau. „Kirkjan hefur dregið lappirnar í þessum málum en það liggur á að klára þau. Aðskilnaðarstefna er aldrei góð, í henni eru engar málamiðlanir. Annað hvort er fólk hlynnt aðskiln- aðarstefnu eða á móti henni, svo einfalt er það,“ segir leikarinn og ijölskyldufaðirinn með áherslu. Hjartans mál Felbc hitnar ögn í hamsi þegar þessi mál ber á góma enda mikil hjartans mál sem um er rætt í bók- „Við Baldur kynnt- umstárið 7 996 / gegnum Samtökin „78. Mér fannst hann svo æðislegur en þorði lengi vel ekki að tala við hann. Það endaði nú samt með því að við tókum tal og síðan þá höfum við íraun ekki hætt " fáum við loks réttinn til frumætt- leiðinga og lesbíur til að fara í tæknifrjóvgun. Þessi mál eru nátt- úrlega búin að vera gersamlega absúrd. Þá sérstaklega þegar maður fylgist með umræðunni um hvort við erum hæfar ijölskyldur þegar við erum fyrir löngu orðin að ijöl- skyldum," segir Felix og hvernig er annað hægt en að taka undir með málflutningi hans. „Þannig er það alltaf spurning um hvenær samfélagið ætlar að fara að taka tilveru okkar í sátt í stað þess að reyna stjórna því hvernig við lifum lífi okkar. Við munum halda áfram að eignast böm hvort sem öðmm líkar betur eða verr og því er löngu kom- inn tími til að samfélagið og löggjaf- inn fari að taka þátt í því og hlúa að þessum fjölskyldum eins og öðmm ijölskyldum þessa lands. Ef það er alltaf verið að halda okkur einhvern veginn niðri og segja okkur og okk- ir, það er ástæðan fyrir því að svona hátt hlutfall fjórtán ára barna fermist og það er ástæðan fyrir því að svona margir eiga erfitt með að koma út úr þessum marg- umrædda skáp. Það er einfaldlega svo erfitt að ganga í hina áttina þegar öll norm ganga út á eitthvað annað en þú ert sjálfur," segir Felix og bendir á að þetta valdi því að samkynhneigðir hafi ekki síst minni fordóma fyrir sjálfum sér en aðrir. Þeir gagnkynhneigðu þurfa ekki að hugsa um þessi mál frekar en þeir vilji og nenni á meðan sama mái sé stórmál fyrir hinn samkyn- hneigða. „Þess vegna þarf fræðslan stöðugt að vera í gangi svo fólk átti sig á því að tilfinningar þeirra eru í lagi þótt þær tilheyri ekki þeim stöðlum sem alls staðar er haldið á lofti," segir Felix með festu. Langskemmtilegasti fjölskyldufaðirinn í Vesturbænum Blaðamaður finnur til hálfgerðs samviskubits yfir því að hafa leitt viðmælanda sinn inn í þessi um- ræðuefni enda hefur Felix frá svo mörgum öðrum hlutum að segja en tilfinningum sínum. Um þessar mundir er hann og tónlistarmaður- inn Dr. Gunni í óða önn við að leggja drög að bamasöngleik sem ætlunin er að sýna í byrjun árs 2007. Það er langur tími en eins og kunnugir vita er aldrei of snemmt að láta sig hlakka til að sjá verk úr pottum þeirra kumpána. „Ég held að það verði fyrir börn á öllum aldri, hvort sem þau em fjögurra ára eða níræð," segir Felix fremur dularfullum rómi og gerir blaðamann enn forvitnari fyrir vik- ið og er fljótlega neyddur til að lýsa hreyfings og það varð úr að við ákváðum að kaupa húsið þeirra," segir Felix sem viðurkennir að það hafi verið undarlegt að koma aftur inn á æskuheimilið. „í rauninni upplifði ég flutningana í fyrstu sem hálfgerða byrði og oft sagði ég við Baldur að mig langaði bara aftur heim, og meinti þá á Vesturgötuna. Þetta hús skipti mig og fjölskyldu mína samt miklu máli og ég gat ekki hugsað mér að það færi úr fjöl- skyldunni," segir Felbc og kímir við tilhugsunina. Hann segir breytingarnar á hús- inu þó ekki hafa tekið á sig. „Ein af forsendunum fyrir því að við ákváðum að kaupa þetta hús af mömmu og pabba var sú að við höfðum ákveðnar hugmyndir tun hvernig við vildum hafa það. Við tókum okkur svo góðan tíma að gera það að okkar og nú li'ður okkur afskaplega vel þarna. Útsýnið er frábært og þetta er í alla staði ynd- islegur staður - ef maður lætur flug- umferðina eins og vind um eyru þjóta!" Á íslandi og í höfuðborg leikhúsanna Felix hefur ætíð verið eftirsóttur leikari og þá ekki síst í söngleikjum og barnaleikritiun. Hann er einn fárra íslenskra leikara sem hefur haft fremur reglulega viðkomu á Qölum leikhúsa Lundúnaborgar, höfuðborgar leikhúsanna, en nú hefur orðið nokkuð hlé á sviðsfram- komu hans þar á bæ. „Maður velur sér alltaf leiðina í sinn karríer og ég hefði svo sem get- að haldið áfram við að elta það að verða leikari og listamaður í leik- húsum Lundúna, en það er nú gangi í mér," svarar hann brosandi. Ástæðan fyrir hamingjunni Blaðamaður er farinn að skilja ástæðuna fyrir því hvers vegna það er alltaf svona bjart yfir Felbc. Hún er ekki sú að hann sé þaulæfður í að koma fram heldur sú að hann er einfaldiega afar lánsamur maður, ekki eingöngu vegna þeirra góðu náðargjafa sem hann fæddist með og ræktaði, heldur einnig hve hann á góða að. „Við Baldur kynntumst árið 1996 í gegnum Samtökin 78. Mér fannst hann svo æðislegur en þorði lengi vel ekki að tala við hann. Það endaði nú samt með því að við tók- um tal saman og síðan þá höfúm við í raun ekki hætt," segir Felbc og brosir við upprifjunina um kynni sín af lífsförunauti sínum. „Við höfum alla tíð verið sam- stíga og notið þess að vera saman," segir Felix en hann og Baldur hafa einnig alltaf haft börnin sín, þau Álfrúnu Perlu sem nú er að fermast og Guðmund, sextán ára, hjá sér til helminga á móti mæðrum þeirra. „Þetta eru bara stórglæsilegir krakkar og manni fallast eiginlega hendur þau eru svo ótrúleg," segir Felix og það er ekki annað hægt en að hlýna einnig um hjartarætur þegar hann minnist á þau. „Þau hafa verið að leika í West Side Story í Hagaskóla að undan- fömu þannig að ég held því oft fram að ég hafi unnið í uppeldinu þar sem þau eru bæði komin í leiklist- ina," segir Felix í spaugi. „Þau er bara einstaklega vel gerð börn og við höfúm alltaf lagt okkur fram um að veita þeim gott heimili. Það er ekki annað að sjá en að þetta „Ég er ekki perri eða öfuguggi. Ég er fjöl- skyldufaðir úr Vestur- bænum, gefbörnun- um mín hafragraut og sendi þau í skólann." staflegri merkingu. Hann tekur þó skýrt fram að honum finnist mál- efni Þjóðkirkjunnar í tengslum við viðurkenningu á sambúð samkyn- hneigðra hafa fengið alltof mikla at- hygli. „Biskup hefur verið of frekur á athyglina í því og orðið sér til mik- illar minnkunar en framganga hans mun lifa hans dag og áramótaræða hans verður lengi í minnum höfð," segir Felix en vindur sér því næst í það sem hann telur stóra málið þessa dagana. „Stóra málið er það að íslenskt samfélag er tilbúið að samþykkja samkynhneigða sem fjölskyldur. Það skiptir mig sem tveggja barna föður miklu máli. Er ekki tími til kominn að þeirra fjölskylda sé við- urkennd eins og annarra?" „Við erum löngu orðin að fjölskyldum" „Mér finnst það sem helst skipt- ir máli um þessar mundir vera þær breytingar sem eru að verða á hög- um samkynhneigðra í gegnum þær breytingar á lögum sem ræddar hafa verið á þinginu. Þær Guðrún ögmundsdóttir og Kolbrún Hall- dórsdóttir hafa gengið fram með miklum ágætum og í raun þing- heimur allur. Mér skálst að þetta sé nú afgreitt úr allsherjameftid og þar ar börnum að við séum ekki alveg æskilegar fjölskyldur verðum við alltaf undir," segir Felix en tekur þó fram að sem betur fer séu þessi mál að breytast. Ekki perri eða öfuguggi Hann telur að yngra fólk skilji vart lengur um hvað málið snúist og hvernig sé hægt að gera svo mikið mál úr engu. Þó tekur hann fram að alltaf sé þörf á að halda umræðunni um málefni samkyn- hneigðra gangandi í samfélaginu. Af þeirri ástæðu hefúr hann unnið ötullega að því að kynna þessi mál fyrir ungu fólki og haft viðkomu á fjölda staða vegna þess. „Það er ekki alltaf auðvelt og auðvitað kær- ir maður sig ekkert alltaf um að ræða sín einkamál við bláókunnugt fólk í framhaldsskólum eða hvar sem er. Mér finnst samt nauðsyn- legt að ganga fram fyrir skjöldu og segja „Horfið á mig". Ég er ekki perri eða öfuguggi. Ég er fjöl- skyldufaðir úr Vesturbænum, gef börnunum mín hafragraut og sendi þau í skólann. En tilfinninga- lff mitt er þannig að ég verð ást- fanginn af körlum en ekki konum og það er það eina sem ég er að segja ykkur eða biðja ykkur um að samþykkja. Ég ætla ekki að verja það á nokkurn máta því svona er ég bara," segir Felix og bætir við að þessi mál séu á góðri leið. Málefni hjartans séu eitthvað sem allir þekki þótt gagnkynhneigðir þurfi ekki að útskýra þau fyrir öðrum enda falli þau að þeim normum sem samfélagið hefur ákveðið. Gengið gegn normunum Við viljum vera eins og allir hin- efnistökunum í stuttu máli. „Okkur langaði að gera verk sem gerðist á þeim tíma þegar við vorum strákar, það er að segja í kringum 1975. Það var ýmislegt að gerast á þessum árum, göturnar voru ekki malbik- aðar og börn léku sér meira úti en nú tíðkast. Verkið byggir á barna- plötu Dr. Gunna, Abbababb. Það verður sem sagt heilmikil nostalgía í þessu, lifandi tónlist og skemmti- legheit," segir Felbc en útskýrir að líklega sé ekki við hæfi að gefa fleiri fögur fyrirheit að svo stöddu. Nú sé miklu frekar við hæfi að líta til þátt- arins 6 til sjö sem hann og Guðrún Gunnarsdóttir fjölmiðlakona sjá um á Skjá einum um þessar mund- ir. „Ég er enn á ný afskaplega heppinn með samstarfmenn og hef hugsað mér að vera í þessu verk- efni lengur, þó svo að sjónvarpið sé afskaplega frekur miðiÚ," segir Fel- bc og brosir glettnislega. „Eg held að þeir á Skjá einum fari að sækja mun meira að Stöð 2 eftir því sem tíminn liður og mér þykir margt spennandi að gerast. Þessi fjöl- miðlasirkus er langt frá því liðinn," segir hann svo að lokum með spá- mannslegum rómi. Hvað sem öllum spádómum líður, þá er samt eitt víst og það er að Felix á eftir að halda áfram að skemmta fólki, hvort sem það verð- ur á fjölum leikhúsa, í gegnum skáldverk, sjónvarp, söng eða hverju því sem hann á eftir að taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Hann er og verður langskemmti- legasti fjölskyldufaðirinn í Vestur- bænum. karen@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.