Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.05.1992, Page 13

Símablaðið - 01.05.1992, Page 13
Fréttir... Sextándi Landsfundur FÍS Sextánda Landsfundi FÍS lauk í húsa- kynnum BSRB að Grettisgötu 89, 7. febrúar ’92. Aðalefni fundarins var að fjalla um lög félagsins og hafði þeim þætti dagskrár verið frestað á fyrrihluta fundarins að Flúðum, 24-26. september. Nefnd var kosin á Flúðum til að koma með tillögu til lagabreytinga. Tillögur nefndarinnar voru síðan teknar til meðferð- ar á fundinum og að lokum samþykktar samhljóða. Frá landsfundinum er sagt í 3.-4. tbl Símablaðsins á sl. ári á bls. 40 til 49. Ný lög FÍS eru birt hér í blaðinu. Mikil umræða var um stöðuna í samn- ingamálum á landsfundinum og um einka- væðingahugmyndir. Samþykktir þar um eru birtar hér í fréttaþætti blaðsins. 7.2292 BSRB 50 ára Haldið var upp á 50 ára afmæli BSRB í Borgarleikhúsinu þann 29. febrúar. BSRB- fólk, gestir, vinir og velunnarar fjölmenntu í afmælisveisluna. Dagskrá var fjölbreytt. Ræður, söngur og upplestur í stóra sal hússins og allskyns uppákomur í anddyrinu á eftir. Fjölmörg samtök og einstaklingar sendu sam- tökunum gjafir og kveðjur. Fólk lét vel yfir þessari menningarlegu samkomu sem Ragn- heiður Ásta Pétursdóttir stjórnaði. Símamenn verja réttindi sín Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi Félagsráðs og á aðalfundi FÍS 12. maí: Að undanförnu hefur átt sér stað umræða um einkavæðingu Pósts og síma. Nefnd hef- ur verið falið að fjalla um það mál og opin- bert hefur verið gert álit ráðherra og póst- og símamálastjóra í því efni. Félagsráð vekur athygli á að verði Póstur og sími gerður að einkafyrirtæki verður mjög mikil breyting á starfskjörum félags- manna. Fulltrúar félagsmanna hafa ekki verið kallaðir til samráðs eða umræðna um þetta efni. Félagsráð telur það mjög óeðlilegt og ekki líklegt til árangurs að sniðganga þá sem mestra hagsmuna eiga að gæta. í tilefni þessa samþykkir Félagsráð FÍS að komi til þess að ráðningarkjörum félags- manna verði breytt samþykkir það ekki, eða mælir með að samþykkt verði að áunnum réttindum verði afsalað. í áratugi hafa stjórnvöld réttlætt léleg laun félagsmanna með því að þeir hefðu ýmis réttindi umfram aðra svo sem bið- launarétt. Komi til þess að nota þurfi áunnin rétt- indi kemur ekki annað til greina en að það verði gert. Biðlaunaréttur er ekki launarétt- ur í venjulegum skilningi heldur trygging sem greidd hefur verið að fullu með skert- um launakjörum. BSRB, BHMR, Hjúkrunarfélag Islands og ✓ Kennarasamband Islands Það bar til tíðinda á Hótel Loftleiðum 28. febrúar 1992 að opinberir starfsmenn héldu sameiginlega ráðstefnu. Þessar stéttir hafa ekki fundað saman á þennan hátt síðan 1971 að háskólamenn gengu úr BSRB og síðar kennarar og hjúkrunarfræðingar. Á ráðstefnunni var fjallað um: - Heilbrigðis- og tryggingamál. - Skóla og rannsóknir. - Öryggismál og almannaþjónustu - Nýja starfsmannastefnu. - Margfeldisáhrif af niðurskurði. - Áhrif niðurskurðar á þjóðfélagsgerðina. - Langtímaáhrif á menntun, menningu og lífsskilyrði. Um málaflokkana var fjallað af fagmönn- um er best þekkja til. Þarna komu fram mjög hagnýtar upplýsingar sem gagnast vel í baráttunni við að viðhalda íslenska velferð- arkerfinu. Almenn ánægja var með að opinberir starfsmenn væru aftur farnir að vinna saman að sínum málum. SÍMABLAÐIÐ 11

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.