Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 16

Símablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 16
Tillaga sáttasemjara samþykkt Eftir samningaþóf í 8 mánuði milli iaunamanna og atvinnurekenda lagði sáttaseinjari fram sáttatillögu í iok apríl mánaðar. Frá því að samningar voru lausir í september í fyrra höfðu samtök launafólks reynt aftur og aftur að fá stjórnvöid og atvinnurekendur að samningaborðinu. Það gekk ilia. Viðræður við okkur voru lengi vel málamyndaviðræður og Ijóst var að ekki átti að semja við einstök félög sérstaklega. I byrjun mars ákváðu flest félögin í BSRB að fara sameiginlega í viðræður. Á sama tíma varð samkomulag um samflot með Kennarasambandi íslands og ASI. Sá árangur sem náðist við að verja velferðarkerfið og við að fá stjórnvöld og atvinnurek- endur til að bæta kjörin, þó í litlu væri, náðist fyrst og fremst með því að stærstu samtök launafólks hófu nána samvinnu um samningagerð. Ef þessi samstaða hefði ekki náðst er eins víst að samningar væru enn í lausu lofti. Hvað sem annars um niðurstöðuna má segja voru flestir sammála um það að lítið annað væri í stöðunni þegar allt væri skoðað pólitískt ástand, efnahagsástand og vilji fólks til að fylgja málum eftir. I FÍS fór atkvæðagreiðslan um sáttatillöguna þannig: Þátttaka var 61,1% Já sögðu 388 Nei sögðu 159 Auðir seðlar 14 Þar með var sáttatillagan orðin að samningi sem gildir til 1. mars á næsta ári. Samningurinn er birtur hér á eftir. 1. grem Gildir kjarasamningar aðila framlengjast til 1. mars 1993 og falla þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. og útborgun: 2. grein 3.3 Viðmiðunar- A samningstímanum hækka mánaðarlaun sem hér mörk: segir: 1. maí 1992 1,7% 3. grein Á samningstímanum skal greiða sérstakan launa- auka á heildarlaun sem eru undir 80.000 kr. á mánuði miðað við fullt starf. Launaauki greiðist tvisvar sinnum á samningstímanum. -útborgun 1. feb. 1993. Útborgun launaauka fer fram í reglubund- inni launaafgreiðslu. Launaauki er eingreiðsla og reiknast hlutfallslega miðað við fullt starf. Hjá öðrum en mánað- arlaunamönnum er starfshlutfall fundið með hlutfalli unninna stunda af fullu starfi. Launaauki greiðist þó ekki, ef starfshlutfali er 40% eða lægra né heldur greiðist hann þeim sem eru yngri en 16 ára og taka laun sam- kvæmt unglingatöxtum. 3.1 Viðmiðunar- Meðaltal heildarlauna á þriggja 3.4 Ákvörðun Viðmiðunarfjárhæðin er kr. laun: mánaða viðmiðunartímabili skv. launaauka: 80.000 miðað við fullt starf. lið 3.2. Launaauki reiknast sem helm- ingur þess mismunar, sem er á 3.2 Viðmiðunar- Meðaltal febrúar-apríl 1992 -út- viðmiðunarfjárhæðinni og tímabil borgun 1. júlí 1992. Meðaltal meðallaunum á mánuði skv. sept.-nóv. 1992 ákvæðum liðar 3.1. 14 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.