Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.02.1966, Blaðsíða 6

Bræðrabandið - 01.02.1966, Blaðsíða 6
KLs. 6 - BrsjörabanAiö 2,tbl. "66 "Spémenn og konungar", "Deilan Mikla" og "Postulasagan". Og nú er veriö aö vinna að útgáfu "Þrá aldanna". Þá höfum við þessar fimm stóru bækur á dönsku, og sum ykkar getiö lesiö dönsku - lesiö þær. Þessar bækur gefa okkur dásamlegan skilning á Oröi Guös. Það á aö ver meö okkur eins og Páll segir, viö eigum ekki aö léta okkur nægja mjðlkin, viö veröum aö hafa megna fæöu. I sjötta kaflanum heldur sama hugsunin áfram. Við lesum Hebr.6:l-3 "Pyrir þvi skulum viö sleppa byrjunar-kenningunum um Krist og sækja fram til fullkomnunarinnar, og förum ekki aftur aö leggja grundvöll iörunar frá dauðum verkum og trúar á Guöi, - kenningargrundvöll um sklrnir, handayfir1agningar, upprisu dauöra og eilifan dóm. Og þetta munum vér gjöra, ef Guð lofar." Hvaö eru eiginlega þessi dauðu verk? Við getum haldiö hvildardaginn og þaö getur veriö dautt verk. Viö getum talaö um að vera kristin, en samt getur þaö veriö dautt verk. Ef viö eigum aö fá lifiö, þá veröum viö að fá þaö frá Krist i. Heimurinn er fullur af dauðum verkum. Og viö verðum aö gæta sjálfra okkar. Svo talar hann um kenningargrundvöll, vim skírnir. Á frummálinu er þaö sama oröiö og viö notum \im skirn, og viö erum skirö, þvi vér ööluðumst trú á Guö, Hann talar imi upprisu dauöra og eilifan dóm. Þaö eru skiptar skoöanir um þessi mál. Guö hefur gefiö okkur undursamlegt Ijós um dauðann og lifiö eftir dauðann og um dóminn. Eg minnist þess er ég eitt sinn haföi samkomur I Danmörku, aö fulloröinn skólakennari kom á samkournar. Eg haföi haldiö þrjár sam- komui’ um þetta efni er gamli maöurinn stóö upp og vildi leggja fram sinn vitnisburö. Hann sagöi:"Eg hefi fariö I kirkju i 5o ár. Eg hefi veriö forsöngvari meö fimm mismunandi prestum. Eg hefi heyrt næstum hverja ræöu öll þessi ár á hverjum sunnudegi, samt hefi ég aldrei skiliö neitt um lifiö eftir dauöann. Nú hefi ég heyrt fáeina fyrirlestra, og allt er skýrt fyrir mér. Dauöinn er svefn, upprisa, dómur eilift líf - þetta er allt svo einfalt." Þetta er grundvöllur okkar. Viö höfum gefiö Guöi hjörtu okkar og trúaö á Krist sem frelsara okkar. Verk okkar eru ekki lööuð fram fyrir trú á lögmál, heldur vegna kærleika til Guös, "Því aö þaö er ómögulegt, aö þeir sem eitt sinn eru orðnir upplýstir og hafa smakkaö hina himnesku gjöf, og hafa oröiö hluttakar heilags anda, og hafa smakkaö Guös góöa orö og krafta komandi aldar, og hafa síöan falliö frá, - þaö er ómögulegt aö endurnýja þá til iörunar, þar sem þeir meö s^álfum sér krossfesta Guös son af nýju og smána hann." Þessi alvarlegu orö standa I 4.5.og 6. versi. Þegar einusinni er búiö að upplýsa mann, þegar hann hefur smákkaö hina himnesku gjöf og oröiö hluttákl Heilags Anda, þegaz- hann hefux- oröiö var viö kraft endurfæöingar- innar 1 lifi sinu, hann hefur notiö orös Guös og þess ljóss, sem af þvi skín inn I lif mannanna og hefur smakkaö krafta komandi aldar - en svo fer hann I burtu og snýr baki viö þvi öllu saman. Páll segir:"Þaö er ómögulegt aö endurnýja þá til iðrunar." Þýöir þaö þá að sá maður sem er fallinn frá, geti ekki snúiö aftur? Þaö gleöur mig aö margir hafa snúiö viö. Eg minnist gamals manns i Kaupmannahöfn. Hann sagöi mér sögu sina. Hann var frá Noregi, kvæntist ungur konu, sem var Aöventisti. En siöar skildi hann við konu sina og fór til Bandarikjanna.. Hann kom til litils þorps og átti aö vinna vélaverkstæði, Þegar hann haföi verið þar tvo daga, komst hann aö því aö einn af samstarfsmönnum hans var Aðventisti. Pramhald

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.