Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.03.1966, Blaðsíða 7

Bræðrabandið - 01.03.1966, Blaðsíða 7
Bls. 7 - BræðrabancLið - 3«+4. tbl. 166 VTÐtJRKENNA TIUND Bréf var að berast um það frá rlkisskattstjðra að rikisskattanefnd heföi á fundi hinn 17. marz fallizt á að skoöa tiund aðventista sem gjafir, er draga megi frá skattskyldum tekjum. Minnst var á þetta mál í Bræðrabandinu á s.l. ári og þar tekið from að skilyrði fyrir því að gjafir til starfs okkar (konferensins eða skðlanna) mætti draga frá skattskyldum tekjum, væri að gefandi léti skattayfirvöldum i té mðttökukvittun fyrir gjöfinni. Siðar vanð það álitamál innan rikisskattanefndar hvort tiund bæri að skoöa sem gjafir. Langvarandi umræðum um það mál lauk með ofangreindri samþykkt ríkisshattanefndar. Málið er þá þannig - að hver og einn hefur rétt til að draga .fré skattskyldum tekjum lo% árstekna sinna (eða sem svarar tíund), ef hann getur látið hlutaöeigandi skattayfirvöldum i té kvittanir fyrir þeirri upphæð fré safnaðargj aldkerum okkar. Er þetta aö sjálfsögðu mikill ávinningur fyrir safnaöarfólk okkar, þar eö slíkur frádráttur getur komið þvi til leiðar að þaö veröi i lægri "skattstiga" en annajrs væri. Af þessum ástæðum er safnaöarsystkinum ráðlagt að geyma vandlega allar tiundarkvittanir. íœr hafa sitt gildi næst þegar taliö verður fram. J.G. 'H v '£l Tl±lTlrlTI±1 T l±lTl±lTl±i Tl±lTl±! Tl±lT>±l Tl±lt"'±l T l±l T l±lt"'±l Vl±l Vl±! VI±!t£' ±1 í’ '±, D A G 1 E G T VIÐFANGSEPNI 2' it •í' tl±lTl±i7l±ltl±lT!±lTl±lTl±ltl±ltl±l'Tl±lt:l±ltl±lvl±lrl±lTl±ltl±ltl±ltl±l7l±ltl±5r' "Gerðu nú. trúna að daglegu viðfangsefni þinu, drengur minn, en hafðu hana ekki fyrir igripaiðju, eftir eigin hentisemi, þvi að þá munu freistingar og annað neikvætt fá það bezta af þér." Þetta ráð gaí einn af kennurum David Iávingstone honum á æskuárum hans. Sá einn nær gððum árangri á hvaöa sviði sem er, sem hefur lagt sig vel fram. Tráin er engin undantekning, hún veröur aö vera daglegt hugðmúl okkar. Hjá Páli postula verr hún ekki eitt af mörgum ígripa- verkum, heldur sagði hann "eitt geri ég". Við verðum að gleyma því, sem aö baki er og rækta með okkur þann vana að keppa að einhverju, sem framundan er. Við verðum að hafa traust á þvi að framtiðin gefi okkur tækifæri til þess að leiðrétta mistök hins liöna. "Hann fastréö með sér að halda beint til Jerúsalem" lesum vúð um Jesúm. Hann vissi hvað beið hans þar, en hann hikaði ekki. Slik var stefnufesta hans. Trú'n var daglegt viðfangsefni hans og hann vann dýrlegan sigur, Viö munum einnig sigra ef við fylgjum fordæmi hans. -Review-

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.