Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.05.1966, Qupperneq 1

Bræðrabandið - 01.05.1966, Qupperneq 1
33. árg. Reykjavik, mai 1966 5.tbl. A fíSFUNDUfí 27-30. MAÍ Prá miöstöð Norður-Evrópudeildarinnar var að berast skeyti, sem tilkynnti komu formanns hennar, br. Roenfelts hingað föstudaginn 27. mal. Mun br. Roenfelt dvelja hér nokkra daga til aðstoðar á ársfundinum og stjórnarfundum, en siðan heldur hann för sinni áfram til Bandarikjanna vegna heimsmótsins, sem háð verður í júni. Vera má að einhver annar af bræðrunum stanzi hér og táki þátt í ársfundi okkar - um það er ekki fyllilega vitað ennþá. Samkvæmt ofansögðu mun fundurinn standa yfir um hvitasunnuna. Vonum við að það geti hentað safnaðarsystkinunum, þótt sá tími sé ekki sá, sem við ætluðum að nota, en vegna kringumstæðnanna og til þess að spara tima og íerðakostnað þess eða þeirra, er frá útlöndum koma, hefur þessi timi verið valinn. Undirbúningur fundarins er þegar hafinn. Allt mun verða gert til þesis að hér verði andleg hátið er glæði og styrki andlegt líf allra, sem koma. Nú er það svq, að sköpun lífs er ekki á valdi okkar mannanna. Hinsvegar getum við greitt lífinu veg. Þeir, sem gera það meö árvekni og hyggindum, hljóta mikinn ávoxt. Nú erum við kölluð til að eiga þátt i þvi að lif Guðs veitist okkur t komandi hátíð. Með það i huga skulum við koma til ársfundarins. Meðan sumir eru beðnir að undirbúa sérstök atriði fundarins skulum við öll eiga þátt í undirbúningi hans og blessun með bæn fyrir honum og verki Guðs i heild, Einungis í anda sannrar bænar getum við vænzt þess að koma einhverju til leiðar verki Guðs til eflingar. Væntum við þess að sjá marga hér á ársfundinum og aö hann veiti okkur öllum nýtt lif og nýja náð Guðs. J.G.

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.