Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.07.1966, Blaðsíða 2

Bræðrabandið - 01.07.1966, Blaðsíða 2
Bls. 2 - Bræðrabandiö - 7«tbl.'66 í>að mun gleðja marga að heyra aö ákveðið er aö halda sumarnámskeið i Hliðardalsskóla fyrir safnaðarmeðlimi okkar aftur í sumar. Mun það verða hið þriöja i rööinni - en námskeiö þessi hafa verið mjög vinsæl meöal safnaðarfólksins. Tilhögun þessa móts mun veröa þannig i stuttum dráttum: Áætlunarbill fer frá umferðamiðstööinni á föstudagskvöldið kl. 8. Kvöldbæn mun fara fram i samkomusalnum kl. 9:3o. Siöar mun verða til- kyimt um samkomur yfir helgarnar. Virk • daga mun dagskráin verða lík og verið hefur. Bibliufræösla á morgnana, hagnýt fræðsla á kvöldin fyrir kvöldverö. Kvöldvökur eða annað til fróöleiks,skemmtunar og upp- byggingar á kvöldin. Síðdegin veröa ætluö til hvildar, gönguferða, berjatinslu, ferðalaga um nágrennið eða hvers sem fólk kýs. Hér er um tviþættan tilgang aö ræöa. Annarsvegar líkamlega hvild og hressingu, hinsvegar andlega endurnýjun fyrir fræöslu um ráö Guðs, sem opinberaö er i orði hans. Dvöl þessari mun Ijúka sunnudaginn 28. ágúst. Er hór því um 9 daga dvöl aö ræða. Reynt hefur verið að halda verðinu svo skaplegu sem unnt er þrátt fyrir dýrtiðina, og mun dvalarkostnaður verða kr. kr, 2ooo.oo á mann fyrir þá sem dvelja þar allan timarmu Pyrir þá, sem dvelja þar skemmri tima er dvalarkostnaöur 25o.oo kr. á dag. Mörgum, sem þátt hafa tekið i sliku. sumarnámskeiöi þykir það vera hið ákjósanlegasta sumarleyfi. Siöar mun verða tilkynnt um þaö hver eða hverjir munu annast fræöslu og einnig um það hvaða hagnýt fræðsla muni standa til boða. Reynslan hefur sýnt, að fólkið unir sér þarna vel og telur dvölina ánægjulega og uppbyggjandi. Ráölegast er að gera pantanir sínar timanlega i skrifstofunni. J.G. CeiS til LÍFSH AMING JU 1. IAfðu óbrotnu lifi. Temdu þér einfaldar lifsvenjur. Porðastu sjálfselsku. Lát einfaldleik móta öll áform þin. 2. Notaðu minna en það, sem þú aflar. Þetta er stundum erfitt, en þaö veitir énægju. Porðastu skuldir. Temdu þér hófsemi, forsjálni og sjálfsafneitun. Sneyddu hjá öllu óhófi. 3. Lát huga þinn snúast um uppbyggingu. Leggön kapp á aö hugsa smýrt og af nákvæmni, Fylltu huga þinn meö gagnlegum hugsunum, Haltu vörð við dyr hugans. 4. Vertu samvinnuþýður. Varaðu þig á þeirri algengu tilhneigingu, aö krefjast þess að allt sé eftir þinu höföi. Reyndu að sjá máliö frú sjónarhóli annarra.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.