Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.08.1966, Blaðsíða 3

Bræðrabandið - 01.08.1966, Blaðsíða 3
Bls. 3 - BRÆÐRABAKDIÐ - 8.tbl.'66 heilli straumkvísl af þessu fólki á leið frá salnum til gisti- hássins. Hvílíkur mismunur á dtliti, klæðnaöi, tali og framkomu! Eftir komu þess var allt umhverfi salarins þakið pappír og hverskonar rusli. Viö höfðum verið kvött til að sýna trú okkar í því að halda umhverfinu snyrtilegu og hreinu, og við gerðum það. Sem betur fer var hersveit sett í gang um kvöldiö til að þrífa, svo að við fengum allt hreint og þrifalegt nssta morgun. Frásagnir og skýrslur sýndu að heildarstarf okkar er í hraðari vexti en nokkru sinni. Um 5oo.ooo höfðu unnist meö boöskapnum á síðustu fjárum árum og á árinu 1965 var vöxturinn mun meiri en á nokkru ári áður. Vöxturinn er mestur í löndum, sem ekki búa vlð efnalega velsæld eins og Suður-Ameríka, Afríka og Austur-Asía. 1 þeim löndum sem háþráuð nefnast er vöxturinn mjög hægur, ef nokkur. En í þessum löndum er þó unniö mikil- vægt starf á margan hátt. Fjármunir frá þeim halda starfinu uppi í löndum með lakari fjárhagsafkomu, en þar vinnast sálirnar. Enginn veit hve lengi vestrænu löndin búa við þá efnalegu vel- sæld, sem þau njóta nú. Vera má að sá dagur komi fyrr en varir aö það, sem sáð er á þessum tíma, beri sýnilegan ávöxt. Liöin eru nú lo3 ár síöan fyrsta allsherjarmót okkar var háð, Á þvx voru einungis 2o kjörnir fulltrúar og meðlimatala okkar 35oo manns. Nú er tala skxrðra meðlima ein og hálf milljón en yfir tvær milljónir eru í hvíldardagsskólum okkar. Aðalumræöuefni hins fyrsta móts var að sjálfsögðu endurkoma Jesú Krists, og enn lo3 árum síðar, gnæfði kjörorð þessa móts alls- staðar - SJÁ, HANN KEMUR. Menn þráðu komu hans fyrir loo árum. En hún er brýnni nú en þá. Það er mun augljósara nú en þá, að einungis koma hans getur læknað böl mannkynsins. Fyrir loo árum háldu menn að ný þekking og ný framfaraöld myndi skapa góðan heim. Nú hafa menn misst þá von. Fylkisstjóri Michiganfylkis ávarpaði mótið eitt kvöld og sagði að okkúr heföi verið fengið í hendur það, sem eitt megnaöi aþ bæta böl heimsins. "Mætti ykkur fjölga sem mest," sagði hann. Guð hjálpi okkur til að öðlast dýpri fullvissu um komu hans og rækja betur skyldu okkar að flytja öllum þessa dýrlegu von. Júl. Guðmundsson í stuttu máli Br. og str. Burgess, ung hjón frá Bretlandi, eru nýkomin hingað. Br. Burgess ætlar að hefja prentun í nýjum válum, sem starfið hefur eignast. Gefur það vonir um að hægt verði að gefa meira út bæöi fyrir söfnuðinn og almenning. Frú Burgess er tannlæknir, hefur hún hug á að stunda tannlækningar ef hún getur fengiö hjálp til aö annast litla drenginn þeirra meðan hún er í vinnu. Við bjóðum þessa fjölskyldu velkomna og óskum þeim góðs gengis.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.